Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 12
Við fordæmum harðlega alla mismunun, eða ofbeldi, á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Evrópuráðið Aukahlutapakkinn er: Hiti í framrúðu og rúðusprautum, hiti í stýri og stýri klætt mjúku leðri, rafdrifin upphituð leður framsæti með stillingu á 10 vegu, hiti í aftursætum, 380W Meridian hljóðkerfi, sjálfvirk háljósaaðstoð, svartur útlitspakki, tvöfalt krómað púst, skyggðar rúður að aftan, lykillaus opnun, rafknúinn afturhleri, hiti í aftursætum. 800.000 kr. aukahlutapakki fylgir Jaguar E-Pace S D150 B ún að ur b íls á m yn d e r fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ: 7.990.000 KR. Jaguar E-Pace S D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur.E N N E M M / S ÍA / N M 9 8 1 1 1 J a g u a r E - P a c e 5 x 2 0 f e b VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE JAGUAR E-PACE PÓLLAND Þriðjungur sveitarfélaga og sýslna í Póllandi hefur gefið út yfirlýsingar um að „áróður hinsegin fólks sé bannaður“ eða að svæði séu „LGBT laus“. Eru þetta svæði í suður- og austurhluta landsins, sem eru íhaldssamari hlutar landsins og þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er stærstur. Evrópuráðið hefur fordæmt yfirlýsingarnar og sagt þær ganga gegn gildum Evr- ópusambandsins. Bylgjan er mikið bakslag fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Fyrir ári tilkynnti hinn frjálslyndi borgar- stjóri Varsjár, Rafal Trzaskowski, að hinsegin fræðsla yrði tekin inn í skólakerfið. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, og f leiri frammámenn í f lokknum gagn- rýndu þetta harðlega og sögðu jafn- réttislöggjöf vera útlenskan áróður sem ógnaði pólskum gildum. Verið væri að spilla börnum með því að kenna þeim um samkynhneigð og þá höfðu margir áhyggjur af stöðu kirkjunnar, sem er nátengd Lögum og réttlæti. Varð þetta að einu af aðalmálum f lokksins fyrir þing- kosningarnar sem haldnar voru í október síðastliðnum, þar sem Lög og réttlæti unnu stórsigur. Í mars í fyrra varð bærinn Swid- nik, í austurhluta Póllands, sá fyrsti til að lýsa yfir „frelsi frá áróðri hin- segin fólks“. Sífellt f leiri sveitarfélög og sýslur hafa bæst í hópinn. Í ágúst voru þau orðin 30 talsins og í dag eru þau orðin um 100. Eru þetta að langmestu leyti svæði þar sem Lög og réttlæti sækja sitt kjarnafylgi; sveitir og bæi í suður- og austurhlut- anum. Þetta á þó einnig við svæði í norðri og vestri og mikill þrýstingur er í borgum á borð við Kraká, Lodz og Gdansk. Sums staðar, eins og í borgunum Bialystock og Lublin, hefur yfirlýsingum verið hafnað. Hinsegin fólk í Póllandi hefur mjög miklar áhyggjur af þróuninni og segir að yfirlýsingar um „bann við hinsegin áróðri“ þýði í raun að hinsegin fólk sé ekki velkomið á svæðunum. Hefur samanburður verið gerður við hernám nasista í seinni heimsstyrjöldinni þar sem ákveðnir hópar fólks voru bannaðir á ákveðnum svæðum. Í desember gaf Evrópuþingið út yfirlýsingu þar sem „hinsegin lausu“ svæðin í Póllandi voru fordæmd. Í febrúar gerði Evrópuráðið slíkt hið sama. „Við fordæmum harð- lega alla mismunun, eða of beldi, á grundvelli kynhneigðar eða kyn- vitundar, sem gengur gegn grunn- gildum Evrópusambandsins og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sagði Hel- ena Dalli, yfirmaður jafnréttismála ESB, að hún hefði miklar áhyggjur af líkamlegum árásum á hinsegin fólk. Veist hefur verið að hinsegin fólki í Póllandi, bæði í gleðigöngum og annars staðar. Verður sífellt erfiðara fyrir það að búa á þessum svæðum. Sýnilegustu áhrifin eru límmiðar sem dagblaðið Gazeta Polska hefur dreift til lesenda sinna, þar sem sjá má yfirstrikaðan regnbogafánann. Þessir límmiðar hafa verið festir upp víða. kristinnhaukur@frettabladid.is Hinsegin-laus svæði fordæmd Þriðjungur sveitarfélaga og sýslna í Póllandi hefur lýst yfir að „áróður hinsegin fólks sé bannaður“. Bylgj- unni er stýrt af stjórnarflokknum. Límmiðar með hatursáróðri gegn hinsegin fólki sjást víða um landið. TYRKLAND Tyrknesk yfirvöld munu ekki stöðva för sýrlenskra f lótta- manna sem leggja leið sína yfir landamærin til Evrópu samkvæmt fréttastofu Reuters. Þessar fréttir bárust í kjölfar frétta um aukin átök í Idlib-héraði í Sýrlandi, þar sem í það minnsta 33 tyrkneskir hermenn létu lífið á fimmtudag í árásum sýrlenska stjórnarhersins. „Við höfum ákveðið að stöðva ekki sýrlenska f lóttamenn sem reyna að komast til Evrópu á landi eða sjó. Allir f lóttamenn, þar með taldir Sýrlendingar, eru nú vel- komnir,“ sagði háttsettur tyrk- neskur embættismaður í samtali við Reuters. Að sögn tyrkneskra stjórnvalda hefur landið ekki bolmagn til að taka við f leiri f lóttamönnum. Átökin í Sýrlandi eru því sögð geta valdið nýrri öldu f lóttamanna til Evrópulanda. Um 3,7 milljónir flóttamanna dvelja nú þegar í Tyrk- landi. – bdj Tyrkir opna landamæri sín til Grikklands Dagblaðið Gazeta Polska dreifir hatursfullum miðum. NORDICPHOTOS/GETTY Fjöldi var við landamæri Tyrklands og Grikklands í gær. MYND/GETTY 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.