Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 16
Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það sem mestu máli skiptir er að fylgja leið- beiningum sem fagaðilar gefa, en hafa verður í huga að þær breytast í takt við framvindu mála. Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Bretinn Bob Weighton varð í vikunni elsti karl-maður í heimi þegar fyrrverandi methafi lést 112 ára að aldri. Bob, sem fæddist árið 1908 í tíð Játvarðar VII, hefur lifað valdatíð fimm konunga og drottninga og séð 26 breska forsætisráðherra koma og fara. Ekki eru fréttir af almennu langlífi í Bretlandi þó jafngóðar. Ný skýrsla sýnir að lífslíkur Breta hafa staðnað í fyrsta sinn í meira en heila öld og fara þær sums staðar minnkandi. Árið 2010 fór Michael Marmot, fremsti faralds- fræðingur Breta, fyrir tímamótarannsókn á heilsu- ójöfnuði á Englandi. Sýndi hann fram á bein tengsl félagslegra og hagrænna þátta á heilsu fólks. Nú, tíu árum síðar, hefur Marmot birt tölur sem sýna þróun síðasta áratugar. Niðurstöðurnar þykja sláandi. Konur í fátækustu sveitarfélögum landsins koma verst út úr könnuninni en lífslíkur þeirra lækka um tæpt ár. Tólf ár skilja að meðalævilengd þeirra ríkustu og þeirra fátækustu. „Ef heilsa fólks er hætt að batna er þjóðfélagið hætt að batna,“ segir Marmot um niður- stöðurnar. „Skaðinn hefði ekki þurft að eiga sér stað. Þetta er skammarlegt.“ Marmot er ekki í neinum vafa um hver sé rót vandans. „Heilsa þjóðarinnar er í heljargreipum fátæktar – fátækt takmarkar möguleika fólks til að lifa heilsusamlega.“ Hann kennir niðurskurði hins opinbera um sem hafi leitt til aukinnar fátæktar, bágs húsakosts og skertrar félagsþjónustu. Marmot skorar á ríkisstjórnina að vinna bug á fátækt barna sem eykst hratt, fækka láglaunastörfum þar sem starfsskilyrði eru bág og starfsöryggi lítið, sjá til þess að lágmarks- laun og bætur tryggi mannsæmandi líf og fjárfesta í fátækustu svæðum landsins. „Flókið kerfi“ Verkfall borgarstarfsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hefur farið fram hjá fáum. Einkum hafa kjör ófag- lærðs leikskólastarfsfólks vakið umtal en samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur ófaglært starfs- fólk í barnagæslu lægst laun af öllum starfsstéttum í landinu. Að meðaltali eru heildarlaun þess hóps 375 þúsund krónur á mánuði, fyrir skatta og launatengd gjöld. Í grein í Stundinni eftir Kolbein Stefánsson, félagsfræðing hjá Hagstofunni, kemur fram að ófag- lært starfsfólk á leikskólum geti fengið um 15% hærri heildarlaun við ræstingar, 18% hærri laun fyrir að afgreiða í verslun, 24% hærri laun fyrir að vinna við handpökkun og í verksmiðju og 32,5% hærri laun við glugga- og bílaþvott. Könnun sýnir að 60% landsmanna styðja launa- kröfur Eflingar. Ekki eru þó allir hlynntir því að lægstu laun hækki. Raddir um launaskrið og höfr- ungahlaup heyrast víða. Í Silfri Egils um síðustu helgi lýsti Bjarni Benediktsson yfir áhyggjum af kröfunum. Hann sagði lægstu laun vera hluta „af f lóknu kerfi“ og „ákveðin lögmál“ myndu valda því að stéttir sem væru „rétt fyrir ofan þá sem eru á lægstu laununum“ spyrðu sig hvort það hefði verið „þess virði að fara í fimm ára háskólanám; var það þess virði að taka námslán og taka þriggja ára nám og svo mastersgráðu?“ Bjarni hefur á réttu að standa um eitt: Kröfur Eflingar eru hluti „af f lóknu kerfi“. Í skýrslu sinni um lífslíkur á Englandi reiknast Mich ael Marmot til að heilsuójöfnuður kosti þjóðar- búið 82 milljarða punda á ári í gegnum heilbrigðis- kerfið vegna heilsuleysis sem tengist fátækt, félags- þjónustu, bótakerfi og skatttekjur sem ríkið verður af. Árið 2018 gerðu bresk stjórnvöld samanburð á því hversu hratt lífslíkur aukast í hátekjulöndum innan OECD. Aðeins tvö lönd komu verr út en Bretland. Bandaríkin. Og Ísland. Samkvæmt tölum Hagstofunnar lækkaði meðal- ævilengd grunnskólamenntaðra kvenna á Íslandi á árunum 2011-2018. Spurningin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er ekki: Höfum við efni á því að hækka lægstu laun? Hún er þvert á móti: Höfum við efni á því að gera það ekki? Hvað kostar fátækt? mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns Öll rúnstykki á 99 kr. Það var auðvitað bara tímaspursmál hvenær fyrsta tilfelli COVID-19 kóróna veirunnar kæmi upp hér á landi. Tilfellum utan Kína hefur verið að fjölga hratt á undanförnum dögum og sífellt f leiri lönd bætast í hópinn. Ógnin virtist ansi fjarlæg þegar ástandið var bundið við Kína en hefur verið að færast nær og nær. Fjölmiðlar heimsins hafa eðlilega verið mjög uppteknir af útbreiðslu veirunnar og viðbrögð- um við henni. Það getur þó verið erfitt að ná utan um ástandið, þar sem hlutirnir eru f ljótir að breytast. Áhrifa er þegar farið að gæta á mörgum sviðum þeirra samfélaga þar sem f lest tilfellin hafa greinst. Þá hafa fjármálamarkaðir ekki farið varhluta af ástandinu og hlutabréfavísitölur lækkað mikið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hinnar hröðu útbreiðslu og varar við að veiran muni að lokum ná til allra landa. Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu er mikilvægt að fólk haldi ró sinni. Það sem mestu máli skiptir er að fylgja leiðbeiningum sem fagaðilar gefa, en hafa verður í huga að þær breytast í takt við framvindu mála. Það má búast við að tilfellum fjölgi hér á landi, en eins og landlæknir benti á í gær fá um 80 prósent smitaðra lítil einkenni. Lítill hópur, eða um fimm prósent, veikist alvarlega og fær lungnabólgu. Þess vegna er afar brýnt að huga að þeim sem eru í sérstökum áhættuhópum. Nú er rúmur mánuður síðan fréttir fóru að berast af fjölda smitaðra í Wuhan-héraði í Kína. Heimsbyggðinni hefur því gefist nokkur tími til að undirbúa aðgerðir og viðbúnað. Ísland er þar engin undantekning og hægt er að nálgast greinargóðar upplýsingar um stöðu mála á vef landlæknis sem uppfærðar eru reglulega. Á blaðamannafundi í gær beindi Víðir Reynis- son, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, þeim orðum að þjóðinni að vanda samtalið um þessi mál. Hann benti einnig á að ekki megi gleyma börnunum. Þau geta eðlilega orðið hrædd við svona aðstæður og því er mikilvægt að ræða málin af yfirvegun við þau. Næstu daga og vikur munu helstu stofnanir samfélagsins þurfa að vinna saman til að lág- marka þann skaða sem veiran mun valda. Það er engin ástæða til að ætla annað en að þeir fagaðilar sem halda utan um þessi mál muni halda áfram að veita almenningi og fjölmiðlum allar nauðsynlegar upplýsingar. Eins og aðstoðar- maður landlæknis hefur bent á hagnast enginn á því að halda slíkum upplýsingum leyndum. Höldum ró okkar 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.