Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 30

Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 30
New Dreams, önnur sólóplata Jófríðar Á k adót t u r, sem einnig kallar sig JFDR , kemur út þann 12 . ma rs . Henni verður fagnað með útgáfu­ tónleikum í Iðnó og í beinu fram­ haldi heldur tónlistarkonan í Evróputúr. Jófríður, sem er 26 ára gömul, hefur í raun haft tónlistina sem aðalstarf frá því hún var á ferm­ ingaraldri og fagnar því að vera loks talin fullorðin. Jófríður stofnaði sína fyrstu hljómsveit, Pascal Pinon, ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi, og tveimur vinkonum þeirra úr 9. bekk í Hagaskóla þegar þær voru aðeins 14 ára gamlar. „Þetta var árið 2009 og hélt sveitin okkur að vissu leyti uppi sem unglingum sem var frá­ bært því á þeim tíma var erfitt fyrir unglinga að fá vinnu með skóla.“ Jófríður viðurkennir að hafa ekki alltaf þótt vænt um tónlistina sem þær sköpuðu á unglingsárunum. „Það kom alveg tímabil þar sem ég hreinlega þoldi ekki þessa músík en nú í dag er mér farið að þykja vænt um hana. Það er eiginlega pabba okkar að þakka en hann ýtti okkur út í að gera eitthvað sem var öðru­ vísi og óvanalegt og endist mikið betur en poppið sem við vorum upphaflega að vinna að,“ útskýrir Jófríður, en faðir þeirra systra er Áki Ásgeirsson tónskáld. „Hann var tæknistjóri okkar og ferðaðist með okkur þar sem hann sá um hljóðið og f leira. Hann kenndi okkur að halda góðum standard og vera svo­ lítið passasamar.“ Erfitt að skilja veikindin Faðir þeirra systra gerði þó meira en að halda utan um hljóð og standard því á tímabili hélt hann samstarfi þeirra systra hreinlega gangandi. „Við Ásthildur vorum á ólíku tempói og undir lokin á þessu verk­ efni var hún að berjast við króníska verki og átti við andleg veikindi, þunglyndi, að stríða og á þessum tíma skildi ég ekki hvað það var,“ segir Jófríður. „Það var að vissu leyti kannski aldurinn en það reyndist mér erfitt að skilja veikindin. Ég vildi koma út lögum og segja sögur en hún var komin á hægara tempó sem gerði mig frústreraða.“ Pascal Pinon gaf út tvær plötur, sú fyrri bar titilinn Twosomeness en sú síðari hét Sundur og segir Jófríður titlana vissulega táknræna fyrir stirðleikann í sambandi þeirra systra. „Ég tók þessu persónulega og fannst þetta snúast um mig. Pabbi steig þó inn í og hjálpaði mér að klára seinni plötuna þegar Ást­ hildur gat ekki verið til staðar. Eftir að við hættum í hljómsveitinni slaknaði á þessari spennu á milli okkar og ég gat loks spurt hana: „Hvernig hefur þú það?“ Við gátum þá hist og verið systur og eftir að hafa tekið okkur langa pásu höfum við unnið töluvert saman. Í dag erum við perluvinkonur og ég veit ekki hvar ég væri án hennar.“ Þegar Jófríður var 16 ára stofnaði hún raftónlistarsveitina Samaris ásamt þeim Áslaugu Rún Magnús­ dóttur og Þórði Kára Steindórssyni. „Það var meira attitjúd í þeirri tón­ list miðað við hina einlægu Pascal Pinon.“ Sveitin starfaði í fimm ár, eða til ársins 2016, skrifaði undir útgáfusamning við One Little Ind­ ian og spilaði mikið erlendis. „Það má þó segja að það hafi verið flókið að vinna saman því við vorum á ólíkri bylgjulengd,“ útskýrir hún. Jófríður var 18 ára þegar hún skrifaði undir samning við One Little Indian og segist undrast það að ekki sé betur haldið utan um unga tónlistarmenn sem skilja illa lögfræðileg atriði í slíkum samning­ um. „Útgáfufyrirtækin eru með fjöl­ marga lögfræðinga á sínum snærum og það var hamrað á því að samn­ ingurinn væri „industry standard“, en það hefði mátt útskýra betur Jófríður Ákadóttir kom heim til Íslands fyrir tveimur árum eftir mikið flakk og rótleysi og segist hafa haft gott af því að gera hversdagslega hluti eins og að borga fasta leigu og setja í þvottavél. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK fyrir okkur að við værum að selja tónlist okkar fyrir klink og fengjum aldrei réttinn að henni aftur.“ Sólóferill aldrei spurning Jófríður segist alltaf hafa verið ákveðin í að leggja í sólóferil: „Ég hrópaði það hátt og snjallt!“ Fyrsta plata Jófríðar kom út árið 2017 og ber titilinn Brazil. Hana vann hún að mestu leyti sjálf með góðri aðstoð enda var hún reynslunni ríkari og ákveðin í að vera sjálf við stjórnvölinn á eigin ferli. Undanfarin ár hafa farið í mikið f lakk hjá söngkonunni sem átti í um tvö ár samastað í New York þar sem hún meðal annars vann að plötunni New Dreams. „Ég þurfti að gera þessa plötu um leið og ég hafði lokið þeirri fyrstu en um leið og ég Gat á tímabili ekki klárað plötuna Jófríður Ákadóttir lauk við upptöku á annarri sólóplötu sinni, New Dreams, fyrir um tveimur árum en segist hafa lent í eins konar frosti og ekki getað lagt lokahönd á hana fyrr en núna. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is VIÐ ÁSTHILDUR VORUM Á ÓLÍKU TEMPÓI OG UNDIR LOKIN Á ÞESSU VERKEFNI VAR HÚN AÐ BERJAST VIÐ KRÓNÍSKA VERKI OG ÁTTI VIÐ ANDLEG VEIKINDI, ÞUNGLYNDI, AÐ STRÍÐA OG Á ÞESSUM TÍMA SKILDI ÉG EKKI HVAÐ ÞAÐ VAR. var búin að taka hana upp, krassaði ég. Ég var ekki tilbúin, ég gat ekki klárað hana. Músíkin var tilbúin en ég lenti í einhvers konar frosti sem skrifstofufólk myndi kannski kalla kulnun en var lengi að viður­ kenna það.“ Jófríður segist sjálf ekki alveg hafa áttað sig á því hvað bjátaði á en ósjálfrátt hafi hún slegið öllu á frest. „Ég gat ekki ákveðið hvað hún ætti að heita eða í hvaða röð lögin ættu að vera. Ég gat ekki klárað þakkar­ listann og svo framvegis. Hver ákvörðun tók um þrjá mánuði og allt í einu voru þetta orðin tvö ár.“ Flakkið truflaði jarðtenginguna Jófríður kom aftur til Íslands árið 2018 eftir að hafa ferðast og túrað og hálfpartinn búið í ferðatösku í nokkur ár. „Flakkið var svo mikið að ég náði ekki jarðtengingu. Þegar ég kom aftur til Íslands fann ég að ég þurfti þennan grunn. Ég þurfti að læra hvað það er að borga fasta leigu, fara út með ruslið, setja í vél og dusta rykið sem safnast þegar maður býr í mánuð á sama stað.“ Tónlistarkonan hefur þó ekki setið auðum höndum en í milli­ tíðinni sá hún um tónlistina í kvik­ myndinni Agnes Joy sem sló heldur betur í gegn undir lok síðasta árs. „Það var eiginlega algjör guðsgjöf að fá þetta verkefni því það má segja að Silja Hauksdóttir, leikstjóri myndarinnar, hafi togað mig út úr þessu ástandi. Þetta var mér dýr­ mæt reynsla og ég upplifði mikið traust.“ Jófríður er spennt fyrir Evrópu­ túrnum fram undan enda segir hún samtalið við áheyrendur mikilvægt. „Mér finnst frábært að vera hér á landi og skapa en ég er ekki endilega að eltast við að búa bara til tónlist fyrir Íslendinga.“ Aðspurð hvort nýja platan sé frábrugðin þeirri fyrstu svarar Jófríður: „Hún er stærri í sér en fyrri platan. Það er stærri manneskja á bak við hana. Fyrri platan var lág­ stemmdari og einlægari. Ég fann sterka þörf fyrir að gera seinni plöt­ una og fann hvað ég þurfti mikið á því að halda að segja þetta. Ég loks treysti sjálfri mér til að pródúsera hana sjálf þó að ég hefði góða hjálp og auka eyru. Tónlistin fylgdi breyt­ ingunum á mér.“ Jófríður verður 26 ára nú í ár og segist fegin því að vera loksins talin fullorðin enda búin að vera í bransanum frá unglingsaldri. Hún er með umboðsmenn í Bretlandi og gerir í raun út þaðan. „Þau eru mjög fókuseruð á Bretland og ég fylgi því eins og staðan er núna.“ 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.