Fréttablaðið - 29.02.2020, Síða 73

Fréttablaðið - 29.02.2020, Síða 73
Við erum mjög eftirsótt erlendis sem vinnuafl, við erum með gott nám sem við þurfum að verja og erum að skila mjög flottum fagmönnum af okkur út í atvinnulífið. KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 KOKKALANDSLIÐIÐ Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, matreiðslumeistari og formaður MATVÍS, segir andrúmsloftið á Stórhöfða 31 einkennast af miklum metnaði, samvinnu og bjartsýni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Óskar Hafnfjörð Gunnars-son, formaður MATVÍS og matreiðslumeistari, er afar hreykinn af árangri liðsins. Hann segir mikinn metnað ríkja í iðn- greinum innan MATVÍS. Blómlegt iðnaðarsamfélag Óskar segir húsnæðisbreytingar undanfarins árs á Stórhöfða 31 hafa orðið til þess að nú blómstri þar líf legt iðnaðarsamfélag þar sem metnaður og stuðningur ræður ríkjum. „Forsagan er sú að árið 2017 byrjar undirbúningur að því að fleiri iðnaðarfélög komi upp á Stórhöfða. Iðnfélögin Byggiðn, FIT og Samiðn keyptu hlut í Stór- höfða 31, undir því yfirskini að fá iðnaðarsamfélagið, stéttarfélögin, á sama blettinn,“ útskýrir Óskar. „Fljótlega var farið í vinnu við að breyta húsnæðinu þannig að hægt væri að koma starfsemi allra félaganna fyrir. Við erum öll að fást við og glíma við sömu vanda- málin, við erum að reyna að verja menntunina og þjónusta félags- menn og sáum tækifæri í því að koma okkur saman. Út frá því kom MATVÍS með þá ósk að hægt væri að koma upp aðstöðu fyrir allar greinarnar, bæði til að setja upp æfingar og námskeið, en það hefur vantað fyrir okkar félagsmenn.“ Það hefur gengið á ýmsu á Stórhöfðanum undanfarin ár. „Landsliðið sem var á undan þessu var við æfingar líka meðan á breytingunum stóð þannig að það voru oft ansi erfiðar aðstæður sem þau voru að æfa við. En svo eftir því sem tíminn leið og við náðum að klára breytingarnar þá varð aðstaðan alltaf betri og betri. Hún er svo orðin fantagóð í dag, við erum komin með alveg frábæra aðstöðu í dag.“ Þrautseigja og metnaður Að baki þessum glæsta árangri liggur mikil erfiðisvinna og segir Óskar að það hafi verið magnað að fylgjast með æfingum. „Þetta er auðvitað margra mánaða ferli og alveg ótrúleg seigla og dugn- aður hjá krökkunum og fólkinu í kringum landsliðið og hvernig þau gera þetta með vinnu. Þau eru í vaktafríum á kvöldin og um helgar, langt fram eftir öllu. Þau byrja í smá skorpum og svo ágerist þetta eftir því sem nær dregur keppni en Sigurjón var mjög skipu- lagður í þessu frá byrjun, hann kom með æfingaplan þar sem þau voru að æfa fast aðra hverja viku í tvo daga. Svo varð þetta alltaf meira og meira og inn á milli voru ein- staklingar að koma að æfa einstök atriði, ein og sér. Það var alveg magnað að fylgjast með þeim, hvað þau voru fókuseruð á verk- efnið og lögðu sig öll í þetta. Þetta hefur sett mjög skemmtilegan svip á húsið, það er mikið líf í kringum þetta og starfsfólkinu hjá verka- lýðsfélögunum finnst ótrúlega gaman að fylgjast með þeim þegar þau eru á æfingum og samstarfið við landsliðið og hópinn í þessu hefur verið alveg einstaklega gott. Það hefur líka skilað sér í öllu, það eru allir af vilja gerðir og vilja aðstoða og reyna að hjálpa til.“ Hann telur að það séu ýmsar ástæður að baki þessari aðdáunar- verðu velgengni. „Við höfum lengi verið mjög framarlega í matreiðsl- unni og árangur síðustu ára sýnir að við erum meðal fremstu þjóða. Við erum mjög eftirsótt erlendis sem vinnuafl, við erum með gott nám sem við þurfum að verja og erum að skila mjög flottum fagmönnum af okkur út í atvinnu- lífið.“ Áhrifamikill árangur Óskar segir hópinn þéttan og ástríðuna smitandi. „Eins og þessi árangur, ég held að það sé ekki síst liðsheildin og samheldnin sem er í þessu, fólk lagði sig allt fram í þetta, æfingarnar voru stífar og gleðin mikil og það hafa allir brennandi áhuga á þessu. Svo smitar þetta svo rosalega út frá sér inn á staðina þar sem fólkið er að vinna þannig að vinnustaðirnir eru farnir að taka þátt í þessu líka. Ég held að það sé stór partur í þessu. Enda sjáum við það að við erum með ótrúlegan fjölda af framúrskarandi veitingastöðum, við erum komin með Michelin- stjörnuna aftur til landsins þannig að gróskan er alveg gríðarleg og metnaðurinn eftir því.“ Áhrifanna gætir víða. „Við sjáum líka að þessi árangur lands- liðsins smitar út frá sér, ekki bara í matreiðsluna, heldur líka í hinar greinarnar okkar, eins og kjötiðn, bakstur og framreiðslu. Þau sjá metnaðinn sem er þarna, eins og til dæmis kjötiðnaðarlandsliðið sem er að fara að keppa á heims- meistaramótinu í Bandaríkjunum í sumar, bakararnir eru alltaf að horfa meira og meira í keppnir sem hægt er að taka þátt í,“ segir Óskar. „Svo er það framreiðslan líka, að taka þátt í keppnum erlendis, en það er að fara hópur Íslendinga út núna í Euroskills-keppnina í Austurríki í september og þar er keppt í matreiðslu, framreiðslu, kjötiðnaði og bakstri ásamt öðrum iðngreinum. Þetta er það sem rífur upp metnaðinn og kveikir rosalega í krökkum í dag, að geta keppt á alþjóðavísu og borið sig saman við aðrar þjóðir. Þegar þau horfa á þennan rosalega árangur lands- liðsins – ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir hversu stór- fenglegur hann er, þá kveikir þetta mikinn áhuga á fögunum sem er akkúrat það sem við þurfum því okkur vantar alltaf f leiri og fleiri iðnaðarmenn, sérstaklega í okkar greinar en það er búið að vera dálítill skortur á þeim.“ Eftirvænting og bjartsýni Þá er nóg fram undan. „Til dæmis eru nemarnir sem taka þátt í norrænu nemakeppninni að byrja að æfa sig núna í MATVÍS fyrir keppnina sem verður í apríl og í kjölfarið munu krakkarnir sem eru að fara að keppa í okkar greinum á Euroskills líka koma á æfingar. Sigurjón, þjálfari lands- liðsins, er að fara að taka þátt í Nordic Chef og mun verða við æfingar líka upp frá, þannig að það er nóg að gera og okkur finnst geggjað hvað húsið er vel nýtt. Svo sér Iðan fræðslusetur um endur- menntunina fyrir okkar félags- menn að setja upp námskeið og ætlar að keyra námskeið núna upp í MATVÍS þar sem við erum að reyna að fá erlenda fagmenn til að koma og halda námskeið. Framtíðin lítur vel út. „Maður horfir svo björtum augum til fram- tíðar eftir þennan árangur lands- liðsins að maður hlakkar svo til að sjá bæði gróskuna sem kemur í kjölfarið og áhugann sem myndast í kringum fögin. Við erum mjög spennt að horfa á eftir krökkunum gera enn þá stærri og flottari hluti á komandi árum. Þessi árangur liðsins er magnað afrek og þvílík lyftistöng fyrir greinina.“ Gríðarleg gróska og metnaðurinn eftir því Íslenska kokkalandsliðið sópaði á dögunum til sín fjölda verðlauna á Ólympíuleikum matreiðslumeistara. Óhætt að fullyrða að það sé meðal þeirra allra fremstu í faginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.