Fréttablaðið - 29.02.2020, Page 82

Fréttablaðið - 29.02.2020, Page 82
Það er lögð mikil áhersla á sköpun í námskrá, sem og ýmsum öðrum stefnumótunarplögg-um en ég held að það sé brýnt að auka vægi þessa þáttar í skólastarfi, bæði í grunn- og framhaldsskólum,“ segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í kennslufræði, spurður hvort það sé nægileg rækt lögð við sköpun sem er sögð einn grunnþátta í menntun í aðalnámskrá. „Það þarf að ef la list- og verk- greinar í skólum en það er að verða mikil vakning um mikilvægi sköp- unar í skólastarfi. Þótt við viljum gera betur, þá stöndum við býsna vel í alþjóðlegum samanburði. Íslensku tónlistarskólarnir eru öfl- ugir og við eigum marga frábæra tónlistarmenn vegna þess góða náms sem fer þar fram. En um leið veiktist tónlistarkennsla í grunn- skólum. Mér finnst vandséð að það sé nokkuð mikilvægara en að leggja rækt við sköpun og nýsköpun í skólastarfi, því þau störf sem unga fólkið á eftir að sinna hafa ekki enn verið fundin upp. Sköpun á að vera grundvallaratriði og aðal í hverri kennslustund,“ segir Ingvar og tekur fram að það sé vakning í menntakerfinu. Sköpun úr krísu í Borgarnesi „Það er hugað að þessu í mörgum skólum. Ég get nefnt Menntaskól- ann á Tröllaskaga sem dæmi og nú er verið að stofna þrjá nýja skóla í Grafarvogi – einn þeirra, Víkurskóli, sem verður unglingaskóli – á einmitt að verða nýsköpunarskóli. Ég held ég geti líka fullyrt að það er ákveðin vakning í skólakerfinu. Ég heimsæki marga skóla og hef séð mörg sérlega áhugaverð verkefni þar sem sköpun hefur verið í brennidepli,“ segir Ing- var sem starfar bæði sem kennari í háskólanum og skólaráðgjafi. Hann fer vítt og breitt um landið og tekur út skólastarf. Eitt verkefnanna sem hann komst í kynni við varð til í hús- næðiskrísu grunnskóla í Borgarnesi. „Ég kem varla í skóla núorðið nema að sjá eitthvað sem kveikir neista. Gott dæmi um skapandi nám er í Menntaskólanum í Borgar- nesi. Unglingadeild grunnskólans vantaði skólastofur því það var verið að byggja við skólann. Þeir ÞAU STÖRF SEM UNGA FÓLKIÐ Á EFTIR AÐ SINNA HAFA EKKI ENN VERIÐ FUNDIN UPP. Ingvar Sigurgeirsson SKÖPUNARFERLIÐ VIRKJAR HUGANN OG GLEÐISTÖÐVAR HEILANS. Áslaug Baldursdóttir Skapandi eða apandi? Samfélagið stendur frammi fyrir síaukinni kröfu um nýjar nálganir og frumkvæðis- hugsun. Hvað felst í skapandi hugsun í skólum og á vinnustöðum og hvernig getum við sjálf virkjað sköpunargáfuna? ÞAU STÖRF SEM UNGA FÓLKIÐ Á EFTIR AÐ S INNA HAFA EK KI ENN VER IÐ FUNDIN UPP In gvar Sigur geirsson SKÖPUNAR FERLIÐ VIRKJAR H UGANN OG GLEÐISTÖÐ VAR HEILA NS Áslaug Baldurs dóttir Kristjana Björg Guð brandsdót tir kristjana@fr ettabladid .is fengu inni í kjallara Menntaskólans í Borgarnesi. Þau voru sett í í fjög- urra til fimm manna hópa og hver hópur fékk það verkefni að búa til nýtt land, ákveða staðsetningu þess á jörðinni, ákveða landslag, tungu- mál, gjaldmiðla og hugsa um alla þætti þessa nýja samfélags. Verk- efnið stóð yfir í fimm vikur og var mjög áhrifamikið.“ Þarf viðhorfsbreytingu „Við þurfum að skapa réttar aðstæð- ur og umhverfi til skapandi hugs- unar í í skólum og á vinnustöðum. Kennarar og stjórnendur þurfa að vera opnir fyrir nýjum hugmynd- um, nálgunum og spurningum nemenda sinna og starfsmanna um fyrirfram mótuð ferli,“ segir Áslaug Baldursdóttir, kennari, hönnuður og ritstjóri, sem hélt erindi um sköpun á Menntadegi atvinnulífsins nýver- ið og hvatti stjórnendur til að búa til andrúmsloft þar sem er hvatt til skapandi hugsunar, þekkingarleitar og þekkingarsköpunar. „Starfsmenn þurfa að finna að spurningar þeirra og hugmyndir séu velkomnar,“ segir Áslaug og sagði vanda bæði kennara og stjórnenda ekki felast í vilja held- ur skorti á áhugaverðum nálgunum og umhverfi sem leiðir til skapandi hugsunar. „Við þurfum viðhorfsbreytingu til skapandi greina. Við þurfum að auka við endurmenntun kennara, stjórnenda og starfsfólks í skap- andi hugsun og nýsköpun,“ bendir Áslaug á. „Við lifum á tímum 4. iðn- byltingarinnar og síaukin krafa um nýjar nálganir er alltumlykjandi.“ Erindi Áslaugar á Menntadegi atvinnulífsins kallaðist Skapandi eða apandi? og vísar í það forskot sem skapandi hugsun gefur fólki. „Að vera skapandi í víðtækum skilningi þýðir að maður hugsar út fyrir fyrirfram skilgreinda ramma og leitar leiða til að móta nýja sýn, nýja hugsun, nýja nálgun og nýjar lausnir. Vafalaust hafa margar góðar hugmyndir ekki orðið að veru- leika vegna þess að umhverfið gerir okkur auðveldara um vik að vera fylgjendur, apa eftir, í stað þess að vera leiðandi og skapandi einstakl- ingar. Að vera apandi er þá kannski það að leita aldrei nýrra leiða, nýrra lausna og eða hugsa hlutina út frá nýju sjónarhorni. Ekki mis- skilja mig, það þurfa ekki allir að breyta heiminum. Við þurfum að lifa í jafnvægi, en það er synd ef við missum af tækifærunum til að móta hlutina og hafa áhrif á umhverfið í kringum okkur,“ segir Áslaug. Allir geta verið skapandi En ætli margir hafi skakkt viðhorf til skapandi hugsunar? Að þeim sé hún ekki ætluð heldur aðeins þeim sem fást við listir? „Viðhorf okkar til eigin sköpunar skiptir máli. Við höfum öll sköpun- arþörf í einhverri mynd. Það að vera skapandi einstaklingur þarf ekki að þýða að við gerum lítið annað en að vinna að einni ákveðinni list- sköpun allan daginn alla daga. Við segjum sjálfum okkur að við getum ekki með nokkru móti verið skap- andi ef við erum að gera fleiri hluti eins og að sinna vinnu, íþróttum eða öðru. Við teljum okkur trú um það að til þess að vera frambærileg í einhvers konar sköpun þurfum við að lifa eins og gömlu listamennirnir í einveru með penslana okkar og strigann og hugsa um lítið annað en listaverkið og afurðina. Við þurfum að muna að það eru ekki aðeins listamenn sem geta skapað heldur geta allir verið skap- andi, við allar mögulegar aðstæður. Sköpunargáfan getur notið sín í hvers kyns sköpun og andinn og hugmyndaflæðið getur komið yfir þig hvenær sem er og hvar sem er. Á leið í vinnu, við hinar ýmsu aðstæður og jafnvel í svefnrof- unum. Þá er gott að skrifa hjá sér hugmyndina þannig að við glötum ekki þeim neista sem kviknar. Það er mikilvægt að vera sveigjanlegur, afslappaður og opinn fyrir því sem flæðir til okkar eða brýst um í hug- anum þegar við sköpum. Það er líka mikilvægt að þora að brjóta upp daglegt mynstur og þannig upplifa nýja hluti sem hafa áhrif á skapandi hugsun,“ segir Áslaug. Sköpun er flæði Hvernig eigum við að stuðla að að skapandi hugsun? „Við þurfum að leyfa sköpunar- gáfunni að brjótast fram án allra þvingana. Sköpun er f læði og oft er best er að leyfa sköpunar- ferlinu að eiga sér stað þegar það eru engar fyrirfram mótaðar hug- myndir um hver útkoman eigi að vera. Ferlið sjálft er sköpun, ekki einungis afurðin. Stundum kveikir tónverk, ritverk eða málverk, og svo mætti lengi telja, upp hughrif hjá viðtakandanum sem síðan setur af stað hugsanaferli sem ef vel er að gáð getur leitt af sér hug- mynd sem vert er að gefa gaum. Við þurfum að gefa eigin hugmynd- um betri gaum og skrá þær niður. Þótt við síðan gerum ekkert með hugmyndirnar þá erum við með þessu að virkja skapandi hugsun sem síðan getur leitt til annars konar sköpunarferlis. Sköpunarferl- ið virkjar hugann og gleðistöðvar heilans. Að geta lagt til samfélagsins í formi eigin hugvits og sköpunar- krafts er ómetanleg og gefandi til- finning sem allir ættu að fá tækifæri til að upplifa,“ segir Áslaug. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.