Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 84

Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 84
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Trausti Jóhannsson Stórholti 8, Akureyri, lést á heimili sínu þann 24. febrúar síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri, föstudaginn 6. mars kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök SAk. Anna Svava Traustadóttir Karl Hjartarson Mikael Jóhann Traustason Guðrún Vala Ólafsdóttir Þyrí Margrét Traustadóttir Sólrún Inga Traustadóttir Angelos Parigoris Sóley Jóhannsdóttir Guðmundur Víkingsson barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ágúst Stefánsson vélstjóri, Norðurbakka 11C, Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 3. mars klukkan 15. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjartadeildinni fyrir einstaka umönnun. Anna M. Þórðardóttir Þórður Ágústsson Friðný Heimisdóttir Helga Ágústsdóttir Birgir Loftsson Ívar Þór Ágústsson Bylgja Hrönn Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Sverrir Örn Olsen (Bósi) lést á heimili sínu á Spáni, sunnudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 3. mars kl. 13. Sverrir H. Sverrisson Unnur Svava Sverrisdóttir Jóhannes S. Harðarson barnabörn, systkini og fjölskyldur. Þau sem fæðast á hlaupársdag koma í heiminn með félags­legan skotspón á bakinu. Samkvæmt gregoríanska tímatalinu sem við á Vestur­löndum styðjumst við eiga þessi svokölluðu hlaupársbörn einungis afmæli á fjögurra ára fresti. Það þarf ekki mikinn grínista til að reiða til þessa ódýra höggs að segja að tólf ára barn sé einungis þriggja ára þar sem það hafi aðeins átt þrjá afmælisdaga. Fréttablaðið hafði uppi á fulltrúa frá þessum ofsótta minnihlutahóp og komst að því hvernig í ósköpunum hlaupársbörn takast á við daglegt líf. Finnst sem hún eldist ekki „Mér finnst ég alltaf jafn ung, það er bara þannig,“ segir Hildur Magnúsdóttir glöð í bragði. Hún er bæði leikkona í leik­ hópnum RaTaTam og hlaupársbarn. „Hversu gömul sem ég verð er eins og ég eldist ekki enda er ég bara frábær!“ Afmælisdeginum fylgir þó gjarnan hvimleitt grín. „Þreyttasti brandarinn er sá þegar fólk segist ekki þurfa að gefa manni afmælisgjöf því maður eigi tæknilega ekki afmæli. Mér fannst það eiginlega leiðinlegast þegar ég var lítil,“ segir Hildur sem hafði ekki mikið gaman af afmælisdeginum sínum á yngri árum. Aðspurð segir Hildur að þegar ekki var hlaupár hafi 28. febrúar alltaf verið valinn til að halda upp á afmælið frekar en 1. mars. „Af því að það er síðasti dagurinn í febrúar. Eftir að ég varð eldri varð það svo yfirleitt bara þegar það hentaði mér best,“ segir hún. Raggi Bjarna stendur upp úr Ein afmælisminning stendur þó upp úr hjá Hildi. „Þegar ég varð tuttugu og fjögurra ára gömul, eða sex hlaupára, hafði ég verið með Ragga Bjarna á sýn­ ingu á Hótel Sögu,“ segir Hildur. „Við sungum svo saman og hann söng fyrir mig afmælissönginn,“ segir Hildur sem minnist Ragga hlýlega. Hildur segist því miður ekki vita til mikillar samstöðu meðal hlaupársaf­ mælisbarna. „Ég þekki eiginlega ekki marga sem eiga afmæli á þessum degi. Það væri kannski ráð að stofna Face­ book­grúppu!“ segir Hildur og hlær. Fréttablaðið óskar Hildi og öðrum hlaupársbörnum innilega til hamingju með afmælisdaginn. arnartomas@frettabladid.is Hvimleitt hlaupársgrín Fjórða hvert ár fæðast hlaupársbörn – börn sem eiga afmæli á hlaupársdegi 29. febrúar. Hildur Magnúsdóttir leikkona hafði ekki gaman af afmælisdeginum í æsku. Merkisatburðir 1644 Sæfarinn Abel Tasman leggur í aðra ferð sína yfir Kyrrahafið. 1884 Tímaritið Fjallkonan hefur göngu sína. 1940 Hattie McDaniel er fyrsti svarti leikarinn til að vinna Óskars- verðlaun. 1952 Eyjan Helgoland kemst aftur undir stjórn Þjóðverja. 1960 Þúsundir manna farast í jarð- skjálfta í Marokkó. 1968 Mikil flóð verða í Ölfusá með jakaburði, sem veldur miklum skemmdum á Selfossi. 1976 Hlaupársbarnið Ja Rule fæðist. 2004 Jean Bertrand Aristide segir af sér sem forseti Haítí í kjölfar uppreisnar. 2012 Byggingu samskiptamastursins Tokyo Skytree lýkur. Hildur Magnúsdóttir er leikkona og hlaupársbarn sem lætur afmælisdaginn ekki lengur á sig fá. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þreyttasti brandarinn er sá þegar fólk segist ekki þurfa að gefa manni afmælisgjöf. 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.