Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ár gleði og bjartsýni Gleðilegt ár ágætu lesendur. Ég vil þakka ykkur fyrir góð og skemmtileg samskipti á árinu sem nú er að baki um leið og ég óska þess að árið 2019 verði ár bjartsýni og gleði. Þessir tveir eiginleikar eru nefnilega svo gríðar- lega mikilvægir í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Það að njóta gleð- innar af því sem við gerum og fáumst við alla daga, að kunna að gleðjast yfir þessum litlu sigrum, getur einmitt aukið bjartsýni um að vel muni ganga í þeim verkefnum sem framundan eru. Áföll og mótlæti henda vissulega alltaf, en með bjartsýni að vopni verður viðfangsefnið auðveldara. Jafnvel hjálpar gamla máltækið; þetta reddast. Bjartsýni er nefnilega besta vopn- ið, höfuðóvinur bölsýni og úrtölu. Ég var ánægður að heyra forsetann okk- ar, hann Guðna Th Jóhannesson, segja eitthvað á þessa leið í nýársávarpi sínu: „Hömpum kostum sem hafa reynst okkur vel í rúm þúsund ár; elju og þreki, kappi og dug. Andstreymi, vandræði og áhyggjur munu ætíð mæta fólki á lífsins leið.“ Orð að sönnu. Stefnumótun í stóru sem smáu snýst ein- mitt um að láta styrkleikana vega upp veikleikana og tækifærin yfirvinna ógnanirnar. Meira að segja í heimi viðskiptafræðinnar er þetta mest notaða kenningin og kallast þá SVÓT greining. Eitt ánægjulegasta verkefni hvers árs í mínu starfi er að undirbúa val á þeim einstaklingi eða hópi fólks sem skarað hafa á einhvern hátt framúr á árinu. Þessar hvunndagshetjur sem gert hafa jákvæða hluti, uppskorið, átt stóra sigra, eða verið öðrum fyrirmynd á einhvern hátt. Aðferðin sem við beitum er sú að gefa íbúum kost á að tilnefna fólk til sæmdarheitisins Vest- lendingur ársins. Að þessu sinni leituðum við einnig álitsgjafa víðsvegar um landshlutann þegar langt var liðið á árið. Söfnuðum þessum upplýsingum svo öllum saman í pottinn góða þar til heildarmyndin var skýr. Þeir sem upp úr stóðu hefðu allir, hver fyrir sig, getað verið Vestlendingur ársins sem nú er að baki. Við Vestlendingar erum nefnilega svo rík af mannauð. Að baki fyrirtækinu Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði stendur fjölskylda sem annt er um sína heimabyggð. Engan veginn er sjálfgefið að önnur eða þriðja kynslóð frá frumkvöðlunum takist að halda merkinu á lofti án þess að kvarnast fari úr þeim styrkleikum sem gerðu fyrirtækin að því sem þau eru. Þessari fjölskyldu hefur tekist að verja fyrirtækið sitt, en ekki nóg með það. Hún lítur á fyrirtækið sem mikilvægan hlekk í samfé- laginu sem fóstrar það. Hlúð er að starfsfólki og þeir sem eru af erlendu bergi brotnir fá sérstaka aðstoð til að verða sem fyrst virkir þátttakendur í samfélaginu. Þeir læra íslensku og átthagafræði og eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn og taka þannig virkan þátt í því þjóðfélagi sem þeir eru hluti af. Þannig leyfi ég mér að fullyrða að erlendir starfsmenn Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði eru jafnvel betur meðvitaðir um samfélag sitt en t.d. margur Íslendingurinn sem valið hefur sér búsetu í svefnbæjar- samfélagi fjarri æskuslóðum. Það hvernig eigendur GRun hlúa að sínu fólki er því jafnvel enn mikilvægari þáttur en sú augljósa staðreynd að þeir hafa nú byggt upp eina fullkomnustu bolfisksvinnslu í heimi. Bjartsýni einkennir alla þá sem standa uppúr í valinu á Vestlendingi árs- ins að þessu sinni. Bára Tómasdóttir og hennar fjölskylda kýs að virkja krafta sína í sorg og missi og reyna að bæta samfélagið. Með bjartsýni að vopni uppfræða þau til að koma í veg fyrir að fleira ungt fólk verði sér að voða með neyslu lyfja sem hægt er að nálgast svo auðveldlega til dæmis í skuggadeild netsins. Bjartsýni um árangur fleytir þessu góða fólki áfram í frábæru starfi sem það stendur fyrir. Að sama skapi hefur bjartsýni komið bæði Eiríki J Ingólfssyni byggingameistara í Borgarnesi og hjónunum Ing- ólfi og Guðrúnu Agnesi hjá Skaganum 3X á Akranesi langt. Án bjartsýni, áræðni og gleði fyrir viðfangsefninu hverju nafni sem það nefnist er svo margt hægt. Trúin flytur nefnilega fjöll. Magnús Magnússon. Fimmtudaginn fyrir jól var undir- ritaður verksamningur milli Akra- neskaupstaðar og Work North ehf. um niðurrif sementsstromps- ins á Akranesi. Work North mun vinna verkið í fullu sam- ráði við undirverktakann Dansk sprængnings service, sem veitir sérfræðiaðstoð, skipuleggur fell- ingu strompsins og stýrir fram- kvæmd við fellingu. Næstu vikur verða notaðar í undirbúning að fellingu strompsins og er stefnt að niðurfellingu hans á tíma- bilinu 1. febrúar til 15. mars nk. Akraneskaupstaður mun tilkynna þegar nánari tímasetningar liggja fyrir. Heildarkostnaður við verk- ið er, eins og fram hefur komið í Skessuhorni, 26 milljónir króna. mm/ Ljósm. kgk Danskir sérfræðingar skipu- leggja fellingu stromspins Fjórir umsækjendur voru um emb- ætti forstjóra Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Það eru: Kristín Sigríður Þórarins- dóttir hjúkrunarfræðingur, Einar Örn Thorlacius lögfræðingur, Jó- hanna Fjóla Jóhannesdóttir hjúkr- unarfræðingur og Skúli Þórðarson stjórnmála- og stjórnsýslufræðing- ur. Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar á umsækjendum, en nefndin starfar á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu. mm Fjórir sóttu um starf forstjóra HVE Alls voru 44.156 erlendir ríkisborg- arar búsettir hér á landi 1. desemb- er síðastliðinn og eru þeir nú áttundi partur af íbúum landsins, eða 12,4%. Hefur þeim fjölgað um 6.344 manns frá því á sama tíma í fyrra, eða um 16,8%. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá koma erlendir ríkisborgar- ar frá 162 þjóðríkjum en flestir frá Póllandi, eða 19.190. Þá eru 4.094 einstaklingar með litháískt ríkis- fang. Pólskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 2.180 á síðastliðnum tólf mánuðum eða um 12,8% og lithá- ískum ríkisborgurum um 725 manns eða um 21,5%. Hlutfallslega mest fjölgun er hjá Króötum og Írökum. Af þeim ríkjum sem eru með yfir 100 ríkisborgara búsetta hér á landi fjölgaði Króötum hlutfallslega mest í ár, um 88%, eða úr 352 í 663 manns. Írökum fjölgaði úr 86 í 165 manns sem telst vera 92% fjölgun. Alls fjölgaði íbúum landsins á síð- astliðnum tólf mánuðum um 8.454 manns. Innflytjendum hefur fjölgað um 67,6% á þremur árum. mm Áttundi hver landsmaður er erlendur ríkisborgari Pólverjar eru langfjölmennastir erlendra ríkisborgara á Íslandi. Þessi svipmynd er frá Gdansk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.