Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 21
in, Akranestraktorinn, settur sam-
an árið 1918, af Vestur-Íslendingn-
um John Sigmundssyni í gamla ís-
húsi Þórðar sem sést á myndinni.
Einnig fóru samsetningar og próf-
anir á traktornum fram í portinu
við gömlu verslun Þórðar við Vest-
urgötu 48.
B.P. – Spennistöð –
Sjómannastofan – Akur
- Vörubílastöðin
Þar sem Hafnarbraut og Suður-
gata skerast saman sést afgreiðslu-
hús B.P. og er bensíntankur B.P.
staðsettur fyrir framan húsið. Þar
fyrir aftan sést rafspennistöð, sem
enn stendur þarna skammt frá hús-
inu nr. 16 við Suðurgötu sem ekki
sést á myndinni. Þar fyrir ofan sést
í Sjómannaheimilið eða Sjómanna-
stofuna, sem var vígð 6. mars 1949.
Nú í dag hafa verkstjórar SFA að-
stöðu sína í húsinu. Þar fyrir aftan
sést gamla Akurshúsið, sögufrægt
hús sem, því miður, var rifið um
1951-53. Þar fyrir framan við Ak-
ursbraut 2 sést Vörubílastöð Akra-
ness, sem var umsvifamikið fyrir-
tæki á þessum árum.
Fróðá - Hjallhúsið
Á þessu svæði var húsið „Fróðá“
byggt um 1935 af Elíasi Bene-
diktssyni, netagerðarmanni. Var
það í syðri kanti núverandi Akurs-
brautar. Húsið var flutt að Vestur-
götu 11 um 1950 vegna lagning-
ar hinnar nýju götu, Akursbrautar.
Sú sögufræga „Fróðá“ er nú vernd-
uð í Byggðasafninu; var flutt þang-
að 1988. Þarna stutt frá var einnig
hið sögufræga „Hjallhús“, upphaf-
lega byggt rétt eftir 1870, en rifið
um eða upp úr miðri síðustu öld.
Myndhöfundar
Myndhöfundur er Ólafur Árna-
son, og er myndin líklega tekin úr
húsi HB & Co um miðja öldina.
Hin myndin er tekin af Ragnheiði
Þórðardóttur á Grund; einnig um
eða upp úr miðri síðustu öld og af
nokkrum af þeim húsum sem eru á
hinni myndinni, en frá öðru sjónar-
horni. Myndin er lagfærð af Þórði
H. Ólafssyni, sem hefur einnig ver-
ið til aðstoðar við val á myndum.
Lengst til vinstri á þeirri mynd
sést í afgreiðsluhús B.P. Þá nokk-
ur fiskverkunarhús í eigu Heima-
skaga; neðst nýja hraðfrystihúsið;
við endann á því er lágreist hús,
með fimm stórum hleraopum, þar
sem sturtað var af vörubílum síld og
öðrum fiski, sem var ýmist saltaður
eða hertur. Þá kemur gamla íshús-
ið og handan götunnar verslun Ax-
els Sveinbjörnssonar, hús sem áður
voru í eigu Bócó fyrirtækisins, eins
og áður var sagt frá.
„Nú er hún Snorrabúð
stekkur“
Óvíða á landinu hefur útgerð verið
stunduð í jafn miklum mæli og yfir
svo langt tímabil og hér á Akranesi.
Náði hún hámarki, fyrst í tíð Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar, Skálholts-
biskups, en Skálholt var þá höfuð-
staður Íslands. Átti Skálholtsstóll
a.m.k. í tíð Brynjólfs búð á Akra-
nesi. Sú búð mun hafa verið Kross-
hús, einmitt þar sem síðar stóð ís-
hús Bjarna Ólafssonar og Þórðar
Ásmundssonar. Á þeirri tíð er tal-
ið að fyrsti vísir að sjávarþorpi hafi
myndast á Íslandi, þ.e. hér á Skipa-
skaga um miðja 17. öld, enda bend-
ir nafnið til þess, sem var áður ein-
faldlega „Skagi“. Um það leyti sem
myndin var tekin var „líf og fjör í
Teigavör“. Vertíðarbátar og togar-
ar, auk smærri báta lönduðu reglu-
lega metafla. Flutningaskip fluttu
afurðirnar á erlenda markaði, auk
þess sem þau færðu okkur varning
frá framandi stöndum, en ekki þarf
að lýsa fyrir Akurnesingum þeim
breytingum sem orðið hafa hér á
Skaganum á síðustu árum og ára-
tugum. Þær minna okkur á Jónas
Hallgrímsson, sem forðum orti, af
öðru tilefni:
„Hvað er þá orðið okkar starf í sex
hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs, götuna
fram eftir veg?“
Ásmundur Ólafsson tók saman.
Hjallhús og Akraneshöfn um miðja síðustu öld. Ljósmynd: Ólafur Árnason.
Sigurður Vigfússon, löggiltur vigtarmaður spjallar við Ingimund Ingimundarson, skipstjóra á Keili AK 92 um aflabrögðin.
Þeir standa við horn Akranesvogarinnar, sem rekin var af SFA, en Síldarverksmiðjan var öflugt fyrirtæki, sérstaklega á
árunum eftir 1960, en þá var myndin tekin (myndhöfundur óþekktur).
Verslun Axels Sveinbjörnssonar (Axelsbúð) við Hafnarbraut 8. (Óþekktur myndhöfundur).
Þessi mynd er tekin árið 1956. Staðurinn er þar sem núverandi Akursbraut liggur.
Húsið Akur fyrir miðri mynd, en það varð að víkja vegna lagningar götunnar. Til
vinstri sést í Sjómannastofuna. Frá vinstri er Steinunn Þórðardóttir (1915-2005)
frá Grund, Bjarni Ólafsson Árnason rafvirki fæddur 1939 og Árni Halldór Árnason
(1915-1991), en Árni var lengi vélstjóri í Heimaskagafrystihúsinu og síðar verslun-
armaður í Axelsbúð. Í barnavagninum er yngsti sonur þeirra Guðmundur Árnason
fæddur 1956. Þeir feðgar Árni og Bjarni eru að koma af rauðmagaveiðum, en
heimili þeirra var neðsta íbúðarhúsið við Suðurgötu (nr.16).
Ljósm. Ólafur Frímann Sigurðsson.