Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 201916
fisk, það er að segja þorsk, ýsu og ufsa
og hins vegar fyrir karfa. Samtímis,“
segir Runólfur. „Síðan er annað. Nú
hefur yfirbygging fyrirtækisins verið
tiltölulega lítil, bara tveir á skrifstof-
unni, þrír verkstjórar og tveir vél-
stjórar í vinnslunni. En með tilkomu
nýja hússins er ljóst að við munum
þurfa að fjölga um einn verkstjóra og
einn vélstjóra í vinnslunni og bæta
við hálfu stöðugildi á skrifstofunni,“
segir Smári. „Launakostnaður á Ís-
landi hefur vaxið geysilega mikið og
það er ljóst að hann mun ekki lækka
heldur halda áfram að hækka. Við
vitum ekki nákvæmlega hvaða verk-
færi við erum að fá í hendurnar með
þessari verksmiðju en trúum því að
afköstin á hverja unna vinnustund
muni allt að því tvöfaldast. Við ætl-
um ekki að fækka fólki heldur horf-
um við frekar til þess að fjölga starfs-
fólki, en með því móti að auka veru-
lega afköstin,“ bætir hann við.
„Snýst allt um
byggðina“
Í heildina starfa nálægt 80 manns hjá
G.Run bæði á sjó og í landi. Þar af eru
að jafnaði um 45 manns í vinnslunni í
landi. Fyrirtækið gerir út tvo togara,
Helga og Hring, rekur eigið neta-
verkstæði, fiskvinnsluna og frystihót-
el á hafnarsvæðinu. „Við erum með
öll járn í eldinum hér í bæ, það má
orða það svo. Grundarfjörður er auð-
vitað okkar byggð og við berum hag
bæjarins fyrir brjósti. „Þetta snýst allt
um byggðina,“ sagði pabbi alltaf og
það er aðalatriðið í þessu öllu sam-
an,“ segir Smári og bræður hans taka
undir. „Við berum hér samfélagslega
ábyrgð,“ segir Runólfur. „Það feng-
um við sem veganesti frá foreldr-
um okkar og erum öll á þeirri línu,“
bætir Unnsteinn við. Þeir segja að
sú hugsun hafi verið mjög áberandi í
þeirra uppeldi og Runólfur rifjar upp
sögu af föður sínum:
„Þegar olíukrísan stóð sem hæst
rétt fyrir 1980 þá fórum við með 40
krónur af hverjum hundrað sem við
fiskuðum fyrir í olíu á Runólf. Mér
leist ekkert á þetta og einhvern dag-
inn sagði ég við gamla: „Nú bara
bindum við.“ Hann steytti hnefann
framan í mig,“ segir Runólfur og
hlær við. „Svo sagði hann: „Fólk-
ið verður að hafa vinnu. Það koma
betri tímar síðar.“ Það var mottóið
hans,“ segir Runólfur og Unnsteinn
bætir því við að móðir þeirra hafi
verið eins þenkjandi. „Móður okkar
fannst alveg ómögulegt, þegar pabbi
lét smíða togarann, að það væri bara
verið að skaffa körlunum vinnu. Hún
þrýsti því á föður okkar að fyrirtæk-
ið myndi kaupa frystihús líka, til að
konurnar í bænum gætu líka haft
atvinnu,“ segir Unnsteinn. „Ég var
hjá föður mínum þegar hann lést og
síðustu orð hans við mig voru: „Þú
manst mig um eitt. Þið haldið áfram
að byggja upp í Grundarfirði.“ Síðan
kvaddi hann,“ segir Runólfur og bæt-
ir því við að það sé þeim systkinum
mikið hjartans mál að standa við það.
„Auðvitað berum við hér samfélags-
lega ábyrgð. Byggð hefur verið upp
aðstaða til að við getum gert út héð-
an. Við höfum fengið athafnasvæði
til að byggja upp fyrirtækið okkar.
Ég tel að við skuldum byggðinni eitt-
hvað á móti,“ bætir hann við bræður
hans taka undir með honum.
Stærsta iðnaðar-
verkefni ársins
G.Run er ævistarf og arfleið fjöl-
skyldunnar í Grundarfirði og það er
auðheyrt á bræðrunum að þeim er
mikið hjartans mál að tryggja áfram-
haldandi starfsemi fyrirtækisins til
framtíðar. „Þess vegna leggjum við
allt undir til að byggja hér fullkomn-
ustu fiskvinnslu á Íslandi,“ segja þeir.
„Þetta er risafjárfesting, stærsta iðn-
aðarverkefni á Íslandi á árinu og eitt-
hvert stærsta verkefni sem ráðist
hefur verið í hérna á Nesinu,“ seg-
ir Smári. „Húsið er hannað af Verk-
ís og ASK arkitektastofu og það er
síðan staðsteypt af iðnaðarmönn-
um hér á svæðinu ásamt Ístaki. All-
ur nýi búnaður vinnslunnar er ís-
lenskt hugvit frá 3X á Ísafirði, Mar-
el, Baader-Ísland og frystibúnaður-
inn, fyrir utan vélabúnaðirinn, kem-
ur frá Kælismiðjunni Frosti. Megin-
þorri fjárfestingarinnar er í íslensku
hand- og hugviti. Ég held það geti
fáir státað af öflugra verki á árinu
heldur en íslenskir iðnaðarmenn sem
hafa komið að þessari framkvæmd,“
segja bræðurnir. „Svo gleymum við
alltaf að minnast á okkar eigið hug-
vit og reynslu. Við teiknuðum layo-
utið, völdum vélbúnaðinn og annað
út frá okkar reynslu og þekkingu,“
segir Unnsteinn. „Við kunnum nátt-
úrulega ekkert annað og skiljum ekk-
ert annað en að veiða og verka fisk,“
segir Runólfur og hlær við.
Spyrna við fótum
Áhrifanna af framkvæmdinni gæt-
ir víðar en hjá fyrirtækinu sjálfu.
Smári segir að uppbygging nýrr-
ar fiskvinnslu G.Run hafi jákvæð
áhrif á Snæfellsnesið allt. „Við höf-
um fundið fyrir því að þetta fram-
tak hefur vakið almenna ánægju hjá
fólki og aukna trú á samfélaginu á
Snæfellsnesi. Sjávarútvegurinn hef-
ur átt í vök að verjast á þessu svæði
og margir einstaklingar og stærri út-
gerðarfyrirtæki hafa ásælst kvóta af
svæðinu. Þetta er pínu viðspyrna við
þeirri þróun og síðan er alveg önn-
ur umræða hvernig hefur verið kom-
ið fram við smærri sjávarútvegsfyrir-
tæki. Þetta hefur veikt þessar byggð-
ir geysilega. Við erum að reyna að
sporna við þessari þróun og til þess
leggur fjölskyldan allt undir og rúm-
lega það,“ segir Smári. „Við finnum
svæðið allt horfa til þessa verkefnis
og fleiri ólíkra verkefna með vel-
þóknun. Nú höfum við fylgst und-
anfarin ár með ævintýralegum vexti
ferðaþjónustu sem er mjög sterkt fyr-
ir samfélagið,“ bætir hann við. „Síð-
an finnum við líka fyrir meðbyr og
eftirvæntingu erlendis frá, frá kaup-
endum sem við höfum ekki verið að
sinna. Þeir sjá að hérna eru einhverj-
ir að gera eitthvað nýtt og leggja sig
fram við að mæta þeim kröfum sem
gerðar eru,“ segir Unnsteinn.
Byrja um miðjan
mánuðinn
Þegar nýja vinnslan verður sett í
gang mun fyrirtækið taka stórt skref
fram á við. Það fer úr því að vera með
vinnslu sem er um það bil að úreldast
yfir í að reka fiskvinnslu á heimsvísu.
Þar er hugað að öllu. Sá mögu-
leiki er fyrir hendi að vinna nær all-
an fisk í neytendapakkningar og eft-
ir fremsta megni gert ráð fyrir nýrri
tækni. En hvenær er áætlað að setja
nýju vinnsluna í gang? „Við ætlum að
setja í gang 9. janúar, en hann verður
reyndar óvenju seint á ferðinni þetta
árið,“ segir Smári léttur í bragði en
bætir því við að tilraunavinnsla hefj-
ist seinni part mánaðarins. „Vonandi
verðum við síðan komin vel af stað í
fullri vinnslu áður en febrúar geng-
ur í garð,“ segja bræðurnir. Þá hefur
orðið hálfs mánaðar seinkun á verk-
efninu miðað við upphaflegar áætl-
anir. „Við sögðum við verfræðingana
og verktaka að við værum grautfúlir
með svona mikla seinkun. Það hefur
verið mikið gert grín að okkur fyrir
að vera óþolinmóðir því svona verk-
efni tefjast alveg leikandi um ár eða
meira,“ segja Smári og Unnsteinn.
„En hér er það ekki í boði. Við erum
með allt undir, allt okkar starfsfólk
er á launaskrá. Engum var sagt upp
eftir að við hættum vinnslu í byrjun
nóvember,“ segja Smári og Runólfur.
„Við sendum allt okkar starfsfólk á
íslenskunámskeið og námskeið í átt-
hagafræðum. Það gekk ótrúlega vel
og var mikil ánægja með það meðal
starfsfólksins. Þetta er í fyrsta skipti
sem við sjáum svona námskeið virki-
lega vel. Stundum höfum við sent
fólk á námskeið í örfáa daga en það
skilar í raun mjög litlu. Núna gát-
um við boðið upp á öfluga fræðslu í
heilan mánuð. Það virðist hafa skil-
að ótrúlega góðum árangri,“ seg-
ir Smári. „Meginþorri starfsfólks-
ins kemur frá Póllandi og stór hluti
er orðinn að Íslendingum, bún-
ir að vera lengi hjá okkur, búa hér í
Grundarfirði og eiga íbúðarhúsnæði
í bænum. Margir er að keppast að því
að verða vel mæltir á íslensku og að
geta sótt um ríkisborgararétt,“ bæt-
ir hann við. „Allt okkar starfsfólk eru
góðir og gegnir borgarar og sumir
hafa verið að vinna sig upp hér innan
fyrirtækisins,“ bætir Unnsteinn við.
„Allir yfirmenn fyrirtækisins, hver
einasti, hefur byrjað á gólfinu hvort
sem er á sjó eða í landi,“ segir Smári.
„Og alla tíð höfum við verið ótrúlega
heppin með starfsfólk og hópurinn
hefur haldist ótrúlega stabíll. Þannig
er verkþekkingunni haldið innan fyr-
irtækisins. Við kunnum kannski ekk-
ert annað en kunnum það vel,“ segir
Runólfur og brosir.
Kynslóðaskipti
framundan
Hver verða síðan næstu skref hjá fyr-
irtækinu eftir að nýja vinnslan verður
sett í gang? Hver eru verkefni fram-
tíðarinnar? „Næst þurfum við að fara
að huga að endurnýjun á bátunum
okkar. Vonandi getum við endurnýj-
að annan bátinn innan tíu ára og hinn
í framhaldi af því,“ segir Smári. „Síð-
an eru hægt og sígandi að verða kyn-
slóðaskipti innan fyrirtækisins. Run-
ólfur hætti síðasta vetur og Kristján
á eitt ár eftir. Á sama tíma eru börn
okkar og barnabörn að koma inn
í fyrirtækið og hafa áhuga á því að
taka við af okkur. Við erum auðvi-
tað mjög ánægð með það og trúum
og vonum að það verði bara hljóð-
lát og góð kynslóðaskipti í fyrirtæk-
inu. Allt þetta fólk hefur unnið með
okkur í sjó og á landi. Gangi það eft-
ir að við getum gengið stolt frá borði
og börn og barnabörn tekið við góðu
búi þá verðum við systkinin ánægð.
Það er svona langtímasýnin sem við
erum spennt fyrir og þau líka,“ bætir
hann við og brosir.
Hvað varðar vinnsluna sjálfa seg-
ir Unnsteinn vona að innan tíu ára
verði allur fiskur sem kemur inn í
vinnsluna unninn í neytendapakking-
ar á staðnum. Þannig verði sem allra
mest af framlegðinni eftir í Grund-
arfirði. „Við erum nú þegar komn-
ir svolítið af stað hvað það varðar.
Þessi ferski fiskur sem við pökkum í
þriggja kílóa kassa fer beint í versl-
anir þar sem fólk kaupir annað hvort
heilan kassa eða hluta. Þannig að
þetta stefnir allt í þá áttina en á von-
andi bara eftir að aukast,“ segir Run-
ólfur. „Þar að auki er verk að vinna
framundan við að gera meiri verð-
mæti úr ódýrari vörunni, hvort sem
það eru kökur eða tilbúnir bitar. En
það verður einkum gert með því að
fullvinna hana hér á staðnum í neyt-
endapakkingar,“ segir Unnsteinn.
Allir eigi möguleika á
að gera sem best
Þessi umræða leiðir þessa reynslu-
bolta út á aðra braut. Þeir eru
óhræddir við að segja að Íslending-
ar hafi staðið sig illa í sölu á íslensku
sjávarfangi. „Íslenskt sjávarfang er
einstakt hráefni úr villtri náttúru sem
er að keppa við annan fisk eins og til
dæmis eldislax. Að við skulum vera
að selja okkar frábæra fisk á lægra
verði en eldislax er bara óásættan-
legt. Það væri bara eins og ef kjúk-
lingurinn kostaði meira en hrein-
dýr úti í búð,“ segir Smári ómyrk-
ur í máli. „Við sættum okkur ekki
við það, því við erum að selja hreina
villibráð úr íslensku hafi. Fyrir það
viljum við fá betra verð og ætlum að
ná því fram. Of margir eru að taka of
stóran hlut af þessum skerf, við fáum
innan við þriðjung af endanlegu
söluverði og finnst það frekar lítið,“
bætir hann við. Það segja bræðurnir
að verði fyrst og fremst gert með því
að færa alla vinnsluna heim í hérað.
„Íslenskur sjávarútvegur hefur náð
ótrúlega góðum árangri í uppbygg-
ingu fiskistofnanna og síðan veiðun-
um sjálfum. Ferðirnar eru stuttar og
við fáum mjög ferskt og gott hráefni
sem við höfum tíma til að vinna og
þar með selja ferskt bæði innanlands
og úr landi,“ segir hann og bræður
hans taka undir. „Núna þurfum við
að fá að halda áfram á þessari braut,
fjárfesta í fiskvinnslu og betri skip-
um til að þróun íslensks sjávarútvegs
geti haldið áfram hann verið áfram í
fremstu röð,“ segja þeir. „Koma þarf
hlutunum þannig fyrir að öll fyrir-
tæki, stór sem smærri, eigi kost á að
bæta sig og sínar afurðir með því að
fjárfesta í betri tækjum til lands og
sjávar. Þannig mun íslenskur sjáv-
arútvegur blómstra til framtíðar,“
segja bræðurnir að endingu.
kgk/ Ljósm. tfk.
Sjötíu grundfirks börn tóku sér skóflu í hönd daginn fyrir sjómannadag 2017 og tóku táknræna fyrstu skóflustungu að nýrri fiskvinnslu G. Run. Eiginlegar framkvæmdir
hófust síðan í desember sama ár. Núna, rúmu ári síðar, er verið að leggja lokahönd á vinnsluna. Ljósm. úr safni/ tfk.
Framhald af fyrri opnu