Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Page 20

Skessuhorn - 03.01.2019, Page 20
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 201920 Oft geta góðar ljósmyndir hjálp- að upp á minnið og gert heildar- hugmynd um forna tíð sýnilegri. Ljósmyndasafn Akraness hefur gert góða hluti með að varðveita mynd- irnar og einnig við að afla upplýs- inga um þær. Starfsmenn safnsins eiga heiður skilinn fyrir störf sín. Meðfylgjandi myndir af athafna- svæðinu í kringum hafnirnar við Krossvík á Akranesi geyma marg- ar minningar. Hér var fyrsti vitinn, vörðuvitinn eða fiskimannavitinn, reistur á Teigakotslóðinni, en kveikt var á honum 1. mars 1891. Hann gerði sitt gagn, en mynd af leiðar- ljósinu var máluð af Bjarna Þór Bjarnasyni, listmálara, eftir sam- tímalýsingum. Á ljósmyndinni hér má sjá fyrsta vélfrystihúsið á Akra- nesi; einnig frystihúsið þar sem fyrsta íslenska frystivélin var sett upp. Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness minnir okkur á fyrsta al- menningshlutafélagið á Akranesi. Einnig sjást hér staðir þar sem fyrstu íslensku landbúnaðarvélarnar voru settar saman, en þær ollu bylt- ingu í íslenskum landbúnaði á sín- um tíma; voru þær fyrst reyndar á jörðunum Elínarhöfða, Ósi, Innst- avogi og Görðum sem allar eru á Akranesi. Á árunum eftir að myndin var tekin fjölgaði fyrirtækjum á þessu svæði. Má þar nefna Sementsverk- smiðjuna, Vélsm. Loga, Trésmiðj- una Akur, Nótastöðina og fleiri þjónustufyrirtæki, auk þess sem Akraneshöfn var stækkuð og betr- umbætt. Hér í Akursbrekkunni var einnig eitt aðalleiksvæði krakkanna á Niðurskaganum, sérstaklega á veturna, og renndu þau sér á snjón- um efst úr brekkunni, á sleðum eða skíðum, og alla leið niður að Hjall- húsunum, sem stóðu við Teiga- vörina alveg á sjávarbakkanum við Halakotssandinn. BÓCÓ Fremst á myndinni eru Bócó húsin neðst við Suðurgötu, götunni sem náði alla leið niður að bryggjunni í Steinsvör, sem segja má að, ásamt bryggjunum í Lambhúsasundi, hafi verið aðalhöfn Akurnesinga frá því að vélbátavæðingin hófst árið 1906 og allt þar til hafnargarðurinn út af Heimaskagaklettum var byggður um 1930. Félagið Bjarni Ólafsson & Co (Bócó) var stofnað árið 1915 af Bjarna Ólafssyni, Níels Krist- mannssyni og Ólafi B. Björnssyni. Fljótlega fór félagið að fást við útgerð samhliða verslun. Á árunum 1922-24 byggðu þeir félagar húsin nr. 1 og 3 við Suðurgötu. Voru það fisk- og salthús. Var neðri hæð húss- ins úr steini, en efri hæðin ásamt viðbyggingu úr timbri, sem var reist árið 1925. Þetta hús brann 15. maí 1946. Á árunum 1929-30 byggðu þeir húsin nr. 5, 7 og 9 við Suður- götu. Þau hús (nr. 5, 7 og 9) voru 53 m á lengd með Suðurgötunni og 20 m á breidd, en með Hafnarbrautinni var húsið nr. 9, 22 m á lengd. Fyr- ir vestan það með Hafnarbrautinni var svo byggð hin vandaðasta girð- ing (port) með allri lóðinni, 37 m að lengd. Hluti portsins sést framst á myndinni, ásamt Bócó húsunum nr. 7 og 9 við Suðurgötu. Húsið nr. 5 var steinhús með porti og risi. Nr. 7 og 9 var hins- vegar ein hæð, en grunnurinn var svo vandaður og gólfið járnbent, að hvenær sem var mátti byggja á þann grunn steinhús. Í því húsi var neðst salthús, þá fiskgeymsluhús, bæði fyrir blautan og þurran saltfisk, en efri hluti hússins var verslunarhús og vörugeymsla; síðar var Axelsbúð þarna til húsa. Heimaskagi Handan götunnar er íshús þeirra félaga Þórðar Ásmundssonar og Lofts Loftssonar, svokallað Kross- hús, sem þeir keyptu árið 1915 af Bjarna Jónssyni faktor. Í þessu húsi var fyrsta vélfrystihúsið á Akranesi byggt árið 1928 af Þórði og Bjarna Ólafssyni, skipstjóra. Frystivélarn- ar voru frá A.S. ATLAS í Kaup- mannahöfn, og reyndust þær vel. Takið eftir að framhlið hússins snýr –eðlilega- að Steinsvörinni þar sem höfnin var á þessum árum. Þetta hús var síðan rifið, sennilega á árunum 1970-71, til að rýma fyrir byggingu II. áfanga hraðfrystihúss Heima- skaga hf. við Hafnarbraut. Handan gamla íshússins sést hið nýja Hraðfrystihús Heima- skaga við Hafnarbraut. Byggingu þess var lokið árið 1945. Fyrsta ís- lenska frystivélin var sett þar upp árið 1954, Héðinspressan, og þótti merkur atburður í atvinnusögu Ís- lendinga. Hraðfrystihús Heima- skaga var síðan stækkað til vest- urs árið 1971. Austurendi frysti- hússins er við hafnargarðinn, en á þeim stað er talið að fyrsta býlið á Skipaskaga hafi staðið. Upphaflega hét það Skagi, en eftir að fleiri býli voru byggð út úr heimajörðinni, var nafninu breytt úr Skaga í Heima- skaga. Þarna í austurenda frysti- hússins var tekið á móti fiski úr ver- tíðarbátum og togurum; þaðan var honum mokað upp á færibönd sem fluttu hann inn í vinnslusalinn þar sem hann síðan var handflakaður, hreinsaður og pakkaður. Um nokk- urra ára tímabil var skorinn hvalur úr Hvalstöðinni í Hvalfirði einnig móttekinn hér og honum pakkað til útflutnings. SFA – Sindraport – Vigtin - Axelsbúð Handan Hafnarbrautarinnar og við hafnargarðinn sést í byggingar Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness h.f. (SFA). Það félag var al- menningshlutafélag hátt í 200 hlut- hafa og var verksmiðjan byggð úr landi Akurs árið 1937. Í framhaldi af Síldarverksmiðjunni við Hafn- arbraut var svokallað Sindraport í eigu Víðisfélagsins og einnig Hafn- arvogin. Þá sést hús við Hafnar- braut, handan götunnar og Heima- skaga, þar sem Axel Sveinbjörns- son stofnaði veiðarfæraverslun sína árið 1942. Það hús var upphaflega pakkhús sem Axel keypti af Krist- rúnu Ólafsdóttur í Frón. Hús Axels við Hafnarbraut var notað sem tré- smíðaverkstæði uppúr 1950. Árið 1950 flytur Axel verslun sína í Bócó húsið sem áður sagði frá og stóð nr. 9 við Suðurgötu. Sjá má afgreiðslu verslunarinnar í Byggðasafninu í Görðum. Traktor - Skurðgrafa Þá er næst komið að kolaporti Þórð- ar Ásmundssonar, en þar voru auk kola geymdar ýmsar vörur, veiðar- færi og tæki tengd útgerð og fisk- verkun. Þarna í portinu var sett saman fyrsta skurðgrafa Íslendinga árið 1942 af þeim Eiríki Eylands vélfræðingi og Karli Auðunssyni vélaeftirlitsmanni á Jaðri. Skurð- grafan var í eigu Þórðar og Björns Lárussonar bónda á Ósi. Hins veg- ar var fyrsta íslenska dráttarvél- Gamlar myndir frá Akranesi Myndin sem greinin snýst um, tekin af Ólafi Árnasyni. Ragnheiður Þórðardóttir á Grund tók þessa mynd, sem sýnir húsin sem um er rætt í greininni. Fremst er þrílemba með lömbin sín.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.