Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 25 Borgarbyggð - sunnudagur 6. janúar Íþróttamaður ársins í Borgarbyggð. Tilkynnt verður um kjör á íþróttamanni ársins í Hjálmakletti kl. 15:30. Borgarbyggð - sunnudagur 6. janúar Þrettándagleði í Borgarbyggð í framhaldi af íþróttamanni ársins. Farin verður kyndilganga frá Hjálmakletti að Englendingavík í Borgarnesi kl. 17:00 þar sem haldin verður flugeldasýning að göngu lokinni. Tónlistaratriði, gestir úr fjöllum mæta og boðið verður upp á kakó og smákökur. Flugeldasýningin er í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar og Björgunarsveitarinnar Heiðars. Kyndlum verður dreift við upphaf göngunnar. Akranes - sunnudagur 6. janúar Þrettándagleði á Akranesi. Hin árlega þrettándabrenna verður haldin við þyrlupallinn að Jaðarsbökkum. Blysför verður farin að brennunni frá Þorpinu að Þjóðbraut 13 kl. 17:00. Álfar, tröll og jólasveinar leiða gönguna að brennunni. Að brennu lokinni býður Íþróttabandalag Akraness gestum í íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum þar sem tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Akraness 2018. Borgarbyggð - sunnudagur 6. janúar Skallagrímur mætir KR í fyrsta leik nýs árs í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi frá kl. 19:15. Borgarbyggð - fimmtudagur 10. janúar Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 10:00. Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir úr ljósmyndasafni héraðsins. Borgarbyggð - fimmtudagur 10. janúar Fyrirlestur Marínar Guðrúnar Hrafnsdóttur í Safnahúsi Borgarfjarðar. Fyrirlesturinn hefst kl. 19:30. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 10. desember. Drengur. Þyngd: 3.546 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Brynja Valdimarsdóttir og Anton Heimdal Sigrúnarson, Akranesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is 18. desember. Stúlka. Þyngd: 3.404 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Lára Hlöðversdóttir og Hjörtur Hróðmarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Jenný Inga Eiðsdóttir. 21. desember. Stúlka. Þyngd: 3.332 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Simona Vareikaitė og Sigurjón Ernir Sturluson, Reykjavík. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 31. desember. Stúlka. Þyngd: 3.908 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Ilona Dobosz og Pawel Dobosz, Patreksfirði. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 31. desember. Stúlka. Þyngd: 3.626 gr. Lengd: 53,5 cm. Foreldrar: Ása Soffía Björnsdóttir og Hjörvar Kjartansson, Reykjavík. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir/Soffía G. Þórðardóttir. 1. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.654 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Sigríður Hjördís Indriðadóttir og Hannes Björn Guðlaugsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. Gaman er að geta þess að stúlkan er fyrsta barn ársins á landinu. Rætt er við foreldra hennar í Skessuhorni vikunnar. Íbúðalánasjóður mun stofna nýtt opinbert leigufélag sem fengið hef- ur nafnið Bríet. Það mun taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka hag- kvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Bríeti er ekki ætlað að fara í samkeppni við einkarekin leigufélög á höfuðborg- arsvæðinu. Íbúðalánasjóður tekur fram að enginn núverandi leigutaka þarf að óttast um sinn hag vegna þessara breytinga. Soffía Guð- mundsdóttir, sem áður var fram- kvæmdastjóri ráðgjafarsviðs hjá Íbúðalánasjóði, mun stýra hinu nýja leigufélagi. Ásmundur Einar Daða- son félagsmálaráðherra segir stofn- un Bríetar vera viðbragð við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði sem birt- ist ekki síst í háu verði og skorti á leiguhúsnæði á landsbyggðinni. Þessa ákvörðun sína tilkynnti Ás- mundur Einar á fundi um húsnæð- ismál sem haldinn var í Leifsbúð í Búðardal skömmu fyrir jól. Ráðherra vill fá sveitarfélög til samstarfs við nýja félagið en mörg þeirra reka nú þegar félagslegt leiguhúsnæði. Hann telur að hægt verði að bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði með því að sameinast um rekstur slíks húsnæð- is í stærra félagi sem starfi í þessum tilgangi einum og hafi ekki hagnað að leiðarljósi, umfram það sem þarf til að sinna viðhaldi og endurnýjun húsnæðisins. „Ég er mjög ánægður með þetta skref. Finnar fóru svipaða leið í sinni húsnæðiskrísu og þar voru áhrif spennunnar á húsnæðismark- aði á almenning mun minni en hér. Ég horfi ekki síst til þess að þver- pólitísk sátt myndaðist um aðgerð- irnar hjá þeim. Samstaða er mikil- væg og að farið sé strax í aðgerðir sem nýtast fólki í húsnæðiskrögg- um. Við þurfum fjölbreyttar lausnir til að takast á við húsnæðisvandann. Sem betur fer hefur íbúðum í bygg- ingu farið fjölgandi upp á síðkastið, þó það sé reyndar langmest á suð- vesturhorninu. Íbúar og atvinnu- rekendur í sveitarfélögum annars staðar á landinu geta ekki beðið lengur og það er því rökrétt skref að leggja íbúðir sem ríkið á, í gegn- um Íbúðalánasjóð, inn í þetta félag. Stór hluti þeirra íbúða er nú þegar í útleigu, en skort hefur á viðhald og langtímaöryggi fyrir þá sem þær leigja,“ segir Ásmundur Einar. mm Bríet er nýtt opin- bert leigufélag á landsbyggðinni Kynningarfundurinn var haldinn í Leifsbúð. Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.