Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 201912
Laugardaginn 15. desember síðast-
liðinn útskrifaðist Anna Lilja Ás-
bjarnardóttir frá Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundarfirði. Anna
Lilja var dúx skólans að þessu sinni
með 8,3 í meðaleinkunn. Aðspurð
hvort nám hafi alltaf legið vel fyr-
ir henni segir hún svo ekki vera.
„Þegar ég var yngri var ég ekkert
sérstaklega góður námsmaður. Ég
hætti í menntaskóla þegar ég var 18
ára en byrjaði svo í félagsliðanámi
árið 2015 og í FSN árið 2016. Mér
gekk strax alveg ágætlega og kom
sjálfri mér í raun töluvert á óvart
hvað það varðar,“ segir Anna Lilja.
Full vinna og tveir
skólar
Anna Lilja er búsett á Selfossi og
var í fjarnámi frá FSN. Hún segist
fyrst og fremst hafa valið skólann
vegna símats sem þar er í boði. „Það
eru engin lokapróf, sem mér finnst
henta vel. Svo er töluvert ódýrara
að fara í FSN heldur en flesta skóla
í bænum og ég átti líka vinkonu í
skólanum,“ segir Anna Lilja. Sam-
hliða námi hefur hún verið í fullri
vinnu á hjúkrunarheimili. „Ég
var líka í félagsliðanámi frá Mími
skólaárið 2016-2017 svo ég var í
fullri vinnu og tveimur skólum,“
segir hún. Anna Lilja segist vera
mjög skipulögð enda finnist henni
það mikilvægt til að ná árangri. „Ég
hefði örugglega ekki getað þetta
nema með góðu skipulagi,“ segir
hún. „Ég held samt að það sé lang-
mikilvægast að maður hafi áhuga á
náminu og vilji ná árangri ef það
á að ganga eftir. Á þessum tíma-
punkti langaði mig að klára stúd-
entspróf svo ég lagði mig alla fram
við það,“ segir Anna Lilja.
Aðspurð hvað taki núna við seg-
ist hún ætla að halda áfram að vinna
fyrst um sinn en stefnir svo á að
sækja um í Sjúkraflutningaskólan-
um. „Ég ákvað að klára stúdents-
prófið til þess að geta lært sjúkra-
flutningar. Ég stefni svo á að fara
út í háskóla og læra að verða bráða-
tæknir einn daginn,“ segir Anna
Lilja. „En það er rosalega gott að
vera búin með þennan áfanga og
ég ætla aðeins að njóta þess núna,“
bætir hún við.
arg
Anna Lilja Ásbjarnar-
dóttir dúxaði við FSN
Anna Lilja Ásbjarnardóttir útskrifaðist með hæstu lokaeinkunn á stúdentsprófi frá
FSN. Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti henni viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur. Ljósm. tfk
Minnisvarði um fyrsta vita á Akra-
nesi var formlega vígður fimmtu-
daginn 20. desember síðastlið-
inn á Akurshól. Sævar Freyr Þrá-
insson bæjarstjóri og Gísli Gísla-
son hafnarstjóri kveiktu á vitan-
um. Að frumkvæði Faxaflóahafna
var efnt til samtarfs við Akranes-
kaupstað um gerð minnisvarðans
en tilefnið er hundrað ára afmæli
gamla vitans á Breið. Að lokinni
athöfn var gestum boðið til mót-
töku í Akranesvita þar sem hljóm-
sveitin Ylja flutti ljúfa tóna.
Það voru Faxaflóahafnir sem
sáu um val á efni sem notað var í
mannvirkið og voru það SF smið-
ir sem önnuðust uppsetningu og
steypu samkvæmt teikningu sem
Faxaflóahafnir létu vinna. Fyrir-
tækið Liska ehf. vann lýsingar-
hönnun mannvirkisins og var það
Rafstöðin sem sá um framkvæmd
rafmagnsmála. Gísli Jónsson ehf.
sá um alla jarðvegsvinnu og Unn-
steinn Elíasson hlóð grjóthleðslu
sem er við rætur mannvirkisins.
BOB vinnuvélar settu upp nýjar
undirstöður fyrir skilti sem Bjarni
Helgason hönnuður hannaði og
Toppútlit prentaði út. Umsjón
með framkvæmdinni höfðu starfs-
menn Akraneskaupstaðar, Al-
freð Þór Alfreðsson rekstarstjóri
áhaldahússins og Sædís Alexía
Sigurmundsdóttir verkefnastjóri.
mm
Minnisvarði um fyrsta vitann á Akranesi
Vitinn stendur sem næst upprunalega staðnum á Akurshól.
Gestir klappa fyrsta ljósmerkinu lof í
lófa. Ljósm. Þórður Ólafsson.
Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari frá Ferjubakka hlóð undirstöðuna fyrir vitann.
Ljósm. Þórður Ólafsson.
Halla Margrét Jónsdóttir útskrifað-
ist föstudaginn 21. desember síðast-
liðinn af náttúrufræðabraut frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Halla Margrét var dúx skólans með
rúmlega 9,6 í lokaeinkunn. Hún seg-
ist þakka velgengninni að hún hafi
haft gaman af náminu en sé þó líka
dugleg að gera fleira en einungis að
læra. „Námið liggur þokkalega fyr-
ir mér en ég þarf samt að leggja á
mig til að læra og hef alltaf gefið mér
tíma á hverjum degi fyrir námið. Ég
hef líka alla tíð haft gott bakland sem
hefur veitt mér hvatningu og stuðn-
ing. En þá er líka mikilvægt að gera
það sem manni þykir skemmtilegt,“
segir Halla Margrét í samtali við
Skessuhorn.
Auk þess að vera í fullu námi var
Halla Margrét dugleg að taka þátt í
félagslífi innan skólans. Hún var for-
maður Tónlistarklúbbs, einn stofn-
andi Femínistafélagsins Bríetar í
skólanum, tók þátt í söngleiknum
Með allt á hreinu og var í Gettu bet-
ur liði skólans, svo dæmi séu tekin.
Einnig var hún á afreksíþróttasviði
FVA fyrstu tvö ár sín við skólann, þar
sem hún æfði knattspyrnu með ÍA.
„Mér þykir skemmtilegt að hafa mik-
ið að gera en ég get þó alveg slakað
á líka. Ég á það jafnvel til að taka að
mér of mörg verkefni og segi stund-
um já við of mörgu í einu,“ segir hún.
Halla Margrét hefur einnig lært á
píanó í 13 ár og síðastliðinn vetur var
hún að kenna á píanó við Tónlistar-
skólann á Akranesi auk þess sem hún
vann í afleysingum á skólabókasafni
FVA. „Ég er nokkuð skipulögð en ég
þarf þess líka til að koma öllu að sem
ég vil gera,“ segir hún.
Stefnir á háskólanám
Aðspurð hvað taki við segist Halla
Margrét ætla í Háskóla Íslands nú
eftir áramót. „Ég stefni á að fara
í Háskólann í Reykjavík í haust
að læra hugbúnaðarverkfræði. En
það er ekki tekið inn í það nám
um áramótin svo ég ætla að byrja
á að taka nokkra áfanga í HÍ til að
undirbúa mig,“ segir hún. „Ég tók
áfanga í forritun í FVA og fannst
það mjög skemmtilegt. Í kjölfar-
ið langaði mig að læra verkfræði,
tölvunarfræði eða stærðfræði. Þeg-
ar ég skoðaði þetta svo betur og
kynnti mér það sem var í boði sá
ég strax að hugbúnaðarverkfræði
væri tilvalin fyrir mig.“ Aðspurð
hvort hún hafi góð ráð fyrir aðra
námsmenn segist Halla Margrét
hvetja fólk til að finna hvar áhuga-
svið þeirra liggur og velja það. „Ég
vil endilega hvetja alla til að finna
það sem þeim þykir skemmtilegt
og leggja sig alla fram við það því
þá gengur manni vel. Maður upp-
sker eins og maður sáir.“
arg
Halla Margrét Jónsdóttir dúxaði í FVA
Halla Margrét Jónsdóttir dúxaði við FVA. Hér er hún við útskriftina ásamt Dröfn
Viðarsdóttur aðstoðarskólameistara og Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skóla-
meistara. Ljósm. Myndsmiðjan.
Hér er Halla Margrét ásamt Guðrúnu Valdísi systur sinni sem útskrifaðist frá
Princeton háskóla á síðasta ári. Ljósm. úr einkasafni.