Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 13 S K E S S U H O R N 2 01 8 LJ Ó S M Y N D : G U Ð R Ú N J Ó N S D Ó TT IR 15:30 – 17:00 Kjör á Íþróttamanni ársins 2018 í Hjálmakletti 17:00 Kyndilganga frá Hjálmakletti að Englendingavík Flugeldasýning í Englendingavík að göngu lokinni Tónlistaratriði - Gestir úr fjöllum mæta - Kakó og smákökur Flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar og Björgunarsveitarinnar Heiðars Kyndlum verður dreift í göngunni og ekki er leyfilegt að koma með eigin flugelda á svæðið. KJÖR Á ÍÞRÓTTAMANNI ÁRSINS OG ÞRETTÁNDAGLEÐI Sunnudaginn 6. janúar 2019 BÓKARI ÓSKAST TIL STARFA Vegna aukinna verkefna óskar Uppbygging ehf eftir að ráða bókara til starfa á skrifstofu félagsins í hálft starf til að byrja með. Þekking á DK bókunarkerfinu og reynsla í fjármálastjórnun og launakerfum nauðsynleg. Upplýsingar á kristinminney80@gmail.com, eða í síma 771-3366. SK ES SU H O R N 2 01 9 Það var mikið um að vera á flug- vellinum á Rifi laugardaginn fyr- ir jól. Þá var á ferðinni hópur úr Félagi flugmanna og flugvélaeig- enda – AOPA á Íslandi. Þetta fé- lag einkaflugmanna fagnaði fagn- aði 70 ára afmæli á árinu. AOPA stendur fyrir Aircraft Owners and Pilot‘s Association og eru það alþjóðasamtök með deild- ir í 73 löndum. Að sögn Harald- ar Diego, eins af flugmönnunum í ferðinni til Rifs, fara þeir reglu- lega í svona ferðir. „Landið okkar er einstakt í heiminum og hvergi fallegra að fljúga um og það finnst fleirum en okkur heimamönnun- um. Undanfarið hafa augu manna heldur betur beinst að Íslandi og mikilli grósku í einkafluginu hér, enda hefur félagið og einstaka fé- lagar staðið fyrir ágætu kynning- arstarfi á landi og þjóð, bæði á samfélagsmiðlum sem og í tíma- ritum. Flugmenn eru „hópdýr“ og finnst gaman saman. Að viðra vængina saman er nokkuð sem við gerum tiltölulega oft og að þessu sinni varð Snæfellsnesið fagra fyr- ir valinu. Veðrið var prýðilegt alla leið og stafalogn í Rifi. Flugið frá Reykjavík og til baka tók allt í allt um tvo tíma. Alls voru sjö flugvélar sem fóru með í þetta skipti og með þeim um 20 manns, ásamt Skugga, flughundinum mikla.“ Flugmennirnir höfðu samband við Hópferðabíla Svans Krist- óferssonar og fór Svanur með þá í stutta skoðunarferð um næsta ná- grenni. Þar var komið við og skoð- uð gamla flugbrautin við Gufu- skála ásamt því að kíkja á Gufu- skálamastrið. Einnig kíkti hóp- urinn í kaffi til Júlíusar Steinars Heiðarssonar í húsnæði hans á Hellissandi. Aðspurður um hver væri tilgangurinn með ferðum sem þessum sagði Haraldur að lokum: „Það er alltaf gaman að fara svona hópflug og kynnast betur stöðum úti á landi og um leið vekja athygli á fluginu sem að okkar mati er það skemmtilegasta sem við gerum.“ þa Hópferð einkaflugmanna á Snæfellsnes Farið var á sjö einkaflugvélum, hér eru þrjár þeirra við flugstöðina í Rifi. Hluti hópsins á flugvellinum í Rifi, ásamt flughundinum Skugga. Hefð er fyrir því að Grundarfjarð- arbær færi nýjustu íbúum bæjarins gjafir sem koma til með að nýt- ast vel. Björg Ágústsdóttir bæjar- stjóri afhenti gjafirnar á gamlárs- dag en það eru Grundarfjarðar- bær, heilsugæslan og leikskólinn sem standa að þessu. Þarna mátti finna kuldagalla og ullarföt, tann- bursta, bækur og fleira sem nýtist börnunum. Gjafirnar hafa verið gefnar á hverju ári síðan 2006. tfk Grundarfjarðar- bær færir nýjustu íbúunum gjafir Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri ásamt sex af tíu nýjustu íbúunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.