Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 23
„Starfsemi Safnahúss Borgarfjarð-
ar verður lífleg á nýbyrjuðu ári og
verða um 20 viðburðir á dagskrá,
þ.á.m. myndlistarsýningar og fyr-
irlestrar,“ segir Guðrún Jónsdótt-
ir forstöðukona safnsins í samtali
við Skessuhorn. Fyrirlesarar verða
Marín Guðrún Hrafnsdóttir, Þóra
Elfa Björnsson, Ástráður Eysteins-
son, Inga Björk Margrétar Bjarna-
dóttir og Sigurjón Einarsson og
fjalla þau um ýmis efni sem tengjast
fagsviði safnanna. „Ein minjasýn-
ing verður á árinu og sex mynda-
morgnar þar sem gestir mæta til
að greina ljósmyndir. Myndlistar-
sýningar verða fjórar, þar af ein úr
safnkosti Listasafns Borgarness og
mun Helena Guttormsdóttir annast
sýningarstjórn. Einnig sýna þrjár
myndlistarkonur úr héraði verk sín
í Hallsteinssal, þær Josefina Morell,
Snjólaug Guðmundsdóttir og Ingi-
björg Huld Halldórsdóttir. Ýmis-
legt fleira verður á döfinni svo sem
þátttaka í safnastarfi á landsvísu,
sumarlestur fyrir börn, örsýningar
og fleira,“ segir Guðrún.
Dagskráin á árinu 2019 verður
m.a. þessi:
10. janúar (fi) kl. 10.00
Myndamorgunn
10. janúar (fi) kl. 19.30
Fyrirlestur: Marín Guðrún Hrafns-
dóttir
14. febrúar (fi) kl. 10.00
Myndamorgunn
14. febrúar (fi) kl. 19.30
Fyrirlestur: Þóra Elfa Björnsson
14. mars (fi) kl. 10.00
Myndamorgunn
14. mars (fi) kl. 19.30
Fyrirlestur: Ástráður Eysteinsson
16. mars (lau) kl. 13.00
Opnun sýningar Josefinu Morell
13. apríl (lau) kl. 13.00 Opnun sýn-
ingar Snjólaugar Guðmundsdóttur
25. apríl kl. 15.00
Að vera skáld og skapa - tónleikar
18. maí (lau) kl. 13.00
Opnun sýningar úr Hallsteinssafni
08. ágúst (fi) kl. 19.30
Fyrirlestur: Inga Björk Margrétar
Bjarnadóttir
12. september (fi) kl. 10.00
Myndamorgunn
12. september (fi) kl. 19.30
Fyrirlestur: Sigurjón Einarsson
05. okt. (lau) kl. 13.00
Opnun sýn. Ingibjargar Huldar
Halldórsdóttur o.fl.
08. október (fi) kl. 10.00
Myndamorgunn
02. nóv. (lau) kl. 13.00 Opnun sýn-
ingar á dýrgripum úr Pálssafni (til
31. des.)
14. nóv. (fi) kl. 10.00
Myndamorgunn.
Einnig: Alþjóðlegi safnadagurinn,
bókasafnsdagurinn og norræni sk-
jaladagurinn, Sumarlestur, örsýn-
ingar og fleira. mm
Fjölbreytt dagskrá skipulögð í Safnahúsi á nýju ári
Frá tónleikum í verkefninu „Að vera skáld og skapa.“ Ljósm. úr safni.
Miklu var skotið upp af flugeldum á
gamlárskvöld í Ólafsvík á Snæfells-
nesi, en blíðskaparveður var í bæn-
um og þriggja stiga frost svo all-
ar aðstæður til þess að skjóta upp
flugeldum voru eins og best verður
á kosið. Það var greinileg að nú var
keypt mikið af flugeldum og fróðir
menn telja að flugeldafjöldinn hafi
jafnvel verið í sögulegu hámarki.
Svipaða sögu er reyndar að segja
frá fleiri stöðum á landinu. Á Akra-
nesi var t.d. miklu skotið upp og þá
töldu sérfræðingar á höfuðborgar-
svæðinu að fjöldi flugelda hafi síst
verið minni en undanfarin ár.
mm/ Ljósm. af
Jafnvel met í fjölda
flugelda á gamlárskvöld
Áramótabrenna Snæfellsbæjar var
að venju á Breiðinni, milli Ólafs-
víkur og Rifs. Voru fjölmargir íbúar
sem mættu og tóku þátt í gleðinni
sem fylgir áramótabrennum og
voru sungin átthagalög sem gestir
tóku virkan þátt í. Björgunarsveitin
Lífsbjörg var með flugeldasýningu
sem gladdi augu gesta.
af
Brenna og flugelda-
sýning í Snæfellsbæ
Hefð er komin fyrir því að íbúar við
Suðurgötu á Akranesi kom saman
við hús númer 120 á gamlárskvöld.
Þar er mallað kakó á hlóðum og
gestum sem leið eiga um boðið að
þiggja hressingu. Hlóðameistari
var Erlingur Birgir Magnússon en
honum til halds og traust var hús-
ráðandinn og frændi hans Reyn-
ir Tumi Ásgeirsson. Vel var tek-
ið í framtaki og margir sem þáðu
hressingu. Meðfylgjandi myndir
tók Kolla Ingvars á röltinu.
mm
Buðu gestum að þiggja heitt
kakó á gamlárskvöld
Hefð er fyrir því hjá briddsfélög-
um um landið að halda létta spila-
mennsku í kringum hátíðarnar. Þá
er heldur slakað á formlegheitum,
boðið upp á veitingar og jafnvel er
hefð fyrir því hjá sumum félögum
að splitta upp hefðbundnum pörum
við spilaborðið. Hjá Bridgefélagi
Akraness var spilaður Jólasveinatvi-
menningur síðasta föstudag ársins
á Kirkjubraut 40. Tólf pör mættu
til leiks og spilaður 33 spila leikur.
Leikar fóru þannig að Bjarni Guð-
mundsson og Kristján Kristjánsson
báru sigur úr býtum með 59,4% en
á hæla þeirra í öðru sæti voru feðg-
arnir Alfreð Viktorsson og Karl
sonur hans með 59,1%. Í þriðja
sæti urðu Jón Alfreðsson og Eiríkur
Jónsson með 56,7%, Alfreð Þór Al-
freðsson og Viktor Björnsson urðu
fimmtu með 53,3% og jafnir í 5.-6.
sæti urðu Ingi Steinar Gunnlaugs-
son og Ólafur Grétar Ólafsson og
Hlöðver Tómasson og Þórarinn
Ólafsson með slétt 50%. mm
Jólasveinar Bridgefélags Akraness
Bjarni og Kristján hampa hér sigurlaunum sínum.