Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 17 Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 á Rich- tersskala varð laust fyrir klukkan þrjú aðfararnótt síðasta sunnudags og átti hann upptök sín skammt vestur af Skálafelli á Hellisheiði, um átta kílómetra vest-suðvestan við Hveragerði. Margir vöknuðu við sjálftann og samkvæmt heim- ildum Skessuhorns fannst hann greinilega víða á Vesturlandi, meðal annars á Akranesi, í Borgarnesi og í uppsveitum Borgarfjarðar, en einn- ig á öllu höfuðborgarsvæðinu og á svæðinu næst upptökunum; Hvera- gerði, Ölfusi og á Selfossi. Engin slys urðu á fólki eða tjón á mann- virkjum. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands mátu það svo að skjálftinn væri ekki fyrirboði um gos eða fleiri skjálfta. Eftirskjáltar urðu vægir og fáir, sá stærsti 2,1 um klukkan 9:30 á sunnudagsmorgun. mm Jarðskjálfti átti upp- tök sín í Skálafelli „Heimkaup eru nú orðin stærsti stórmarkaður landsins með hátt í 50.000 vörunúmer eftir að sala hófst þar á matvælum fyrir jólin. Þar með er hægt að versla allt til heimilisins á einum stað á netinu á Heimkaup. is og fá vörurnar sendar heim frítt hvar sem viðskiptavinurinn er bú- settur á landinu, ef verslað er fyrir 4.900 krónur eða meira,“ segir í til- kynningu frá netversluninni. „Auk matvöru er hægt að kaupa raftæki, stór sem smá, fatnað, snyrtivörur, barnavörur, leikföng, íþróttavörur, unaðsvörur og hús- búnað á Heimkaup.is. Þar er líka ein stærsta bókabúð landsins með yfir 5.000 bókatitla í sölu, auk um 2.000 rafbóka fyrir háskólastúdenta og fleiri.“ mm Frí heimsending ef keypt er fyrir meira en 4900 krónur Grundarfjarðarbær fjárfesti á dög- unum í nýju píanói fyrir tónlist- arskólann. Hljóðfærið var afhent í desember og var strax notað við tónlistarkennslu í skólanum. Eldra píanóið var flutt niður í samkomu- hús þar sem það mun vafalaust nýt- ast vel. Nú er bara beðið eftir fag- mönnum til að stilla píanóið sem keypt var í Tónastöðinni. Finna þarf nýjan stað fyrir elsta píanóið sem var í samkomuhúsinu en talið er að það hafi verið keypt á sjötta áratugnum fyrir grunnskóla bæjar- ins þegar skólinn var eins árs. tfk Nýtt píanó í tónlistarskólann Linda María Nielsen deildarstjóri tónlistarskólans og Björg Ágústsdóttir bæjar- stjóri. Lestrarátak Ævars vísindamanns hóf göngu sína í fimmta og síðasta skiptið á nýársdag og stendur til 1. mars næstkomandi. Eins og áður geta allir nemendur í 1. – 10. bekk grunnskóla tekið þátt en einn- ig geta íslenskir krakkar erlendis verið hluti af átakinu. Þá er sú ný- lunda í ár að nú geta foreldrar og forráðamenn einnig tekið þátt. „Fimm krakkar og eitt foreldri verða dregin úr innsendum lestrar- miðum um miðjan mars og fá það í verðlaun að vera gerð að persónum í síðustu bókinni um Bernskubrek Ævars vísindamanns; æsispenn- andi risaeðlu,- vélmenna-, geim- veru,- ofurhetjubók. Þá verður sá skóli sem les hlutfallslega mest einnig settur í bókina,“ segir í til- kynningu frá Ævari. mm Síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði skömmu fyrir jól fjór- ar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garð- yrkju og landbúnað. Reglugerð- irnar eru að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og eru þær breyting- ar sem gerðar eru flestar smávægi- legar, en með einni undantekn- ingu þó. Helsta breytingin er að í reglugerð um stuðning við naut- griparækt er nú kveðið á um þak á magn greiðslumarks sem að fram- leiðandi getur óskað eftir á hverjum markaði og miðast það við 100.000 lítra. Eftirspurn eftir greiðslumarki í mjólk er mikil og á síðustu mörk- uðum hafa borist umsóknir um óraunhæft magn sem hefur gert það að verkum að minna var eft- ir af greiðslumarki fyrir þá sem að bjóða í það magn sem þeir raun- verulega þurfa til að sinna starfsemi sinni. Jafnframt er gerð sú breyting að innlausnardögum er fækkað og verða þeir nú þrír á ári. Hver fram- leiðandi getur því að hámarki ósk- að eftir 300.000 lítrum yfir árið. Stjórn Landssambands kúabænda hefur lýst yfir stuðningi við þessa breytingu. mm Þak sett á magn greiðslumarks í mjólk Alþingi hefur samþykkt ýmsar skattbreytingar sem komu til fram- kvæmda í byrjun þessa árs. Hér verður drepið á helstu breyting- um, en lesendum bent á að á vefj- um fjármálaráðuneytis og Skatt- stjóra er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar. Persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga mun taka breytingum. Persónuafsláttur hækkar um 4,7%, þar af um 3,7% vegna lögbundinnar verðlagsupp- færslu og um 1% í viðbót samkvæmt sérstakri lagabreytingu til bráða- birgða í desember 2018. Þá verður hækkun fjárhæðarmarka milli skatt- þrepanna fyrir árið 2019 miðuð við vísitölu neysluverðs í stað launavísi- tölu og verður því hækkunin 3,7% milli áranna 2018 og 2019. Fjár- hæðarmörk milli þrepa hækka því úr 893.713 kr. í 927.087 kr. á mán- uði. Skattþrepin verða áfram tvö og skatthlutföll tekjuskatts til ríkisins óbreytt. Skattleysismörkin í stað- greiðslu hækka um 4,7% og verða rúmlega 159 þús.kr. á mánuði, þeg- ar tekið er tillit til frádráttar 4% ið- gjalds í lífeyrissjóð. Almennt úrræði um úttekt iðgjalda sem greidd eru í séreignarlífeyrissjóð til að kaupa fasteign eða greiða niður lán fellur brott um mitt ár 2019. Stuðningur vegna kaupa á fyrstu fasteign helst hins vegar óbreyttur. Fjárhæðir barnabóta hækka um 5% milli áranna 2018 og 2019 og tekjuskerðingarmörk um rúmlega 24% milli ára. Jafnframt var tekju- skerðing barnabóta aukin hjá tekju- hærri fjölskyldum til þess að tryggja að hækkun þeirra gagnist fyrst og fremst fjölskyldum sem hafa lægri tekjur. Fjárhæðir vaxtabóta hækka um 5% og eignarmörk bótanna um 10% milli áranna 2018 og 2019. Skatthlutfall almenns trygginga- gjalds lækkar um 0,25 prósentustig í ársbyrjun 2019, úr 5,40% í 5,15%. Tryggingagjald í heild ásamt öðrum gjöldum sem reiknast á sama stofn í staðgreiðslu lækkar úr 6,85% í 6,6%. Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi, tóbak o.fl. hækka almennt um 2,5% um áramótin. Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hækk- unin er minni en sem nemur áætl- aðri verðbólgu ársins og því lækka þau að raungildi á næsta ári. Kol- efnisgjald hækkar þó meira eða um 10% í samræmi við þá stefnu að hvetja til orkuskipta í samgöngum. Í ársbyrjun mun skattastyrkur í formi afsláttar af vörugjöldum sem bílaleigur hafa notið við innflutn- ing bifreiða vera afnuminn. Há- mark afsláttarins var 250 þús.kr. á hverja bifreið árið 2018 en frá og með 1. janúar nk. munu bílaleigur greiða sama vörugjald og greitt er af fólksbifreiðum almennt. mm Ýmsar skattbreytingar tóku gildi um áramót

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.