Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 201922
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Framvegis mun Skessuhorn birta krossgátu í blaðinu
á tveggja vikna fresti. Í næstu viku birtum við lausn á krossgátunni úr Jólablaði Skessuhorns, en frestur til
að skila inn lausn á henni rennur út næstkomandi föstudag og birtum við í næstu viku nafn heppins þátt-
takanda sem hlýtur að launum bókina Flóra Íslands. Sömuleiðis verður þá kynntur heppinn þátttakandi í
Myndagátu Jólablaðs.
Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan
15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja
þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn
bókargjöf frá Skessuhorni.
Tvíhlj.
Áflog
Bindi
Tæpur Dýpi
Fum
51
Gruna
Þys
Kátína
Þegar
Sérstök
Ánægð
Skel
Þófi
Sýl
Léreft
Hæla
Dvelja
Spil
Fugl
Fjötur
Mæli-
eining
7
Stök
Sk.st.
Angan
Sull
Hávaði
Loka
Fiskur
Vein
Byr
Fugl
Andi
Átelja
1 Södd
Dund
Kopar
Freri
Tvíhlj.
Keyrði
Stund
4 Bók
Ekki
Elska
Elja
Brum
Þefur
Starf
Bönd
Afana
Natni
Tónn
Alltaf
Sár
Greinar
Tónn
Flan
Leiðsla
Étandi
Þýfi
Dunda
Getur
Ísl.
Stafur
Æstur
Leyfist
Rödd
Malla
Hissa
6
Gjóta
Gleði
Ómeti Tók
Grip Vaggar
Tunnur
Tölur
Næði
Fisk
Vesæla
Leynd
Tæki
Gekk
Ílát
Rot
3 Góð
Það
besta
Átt
Rýr
Gól
Enni
Auð
Lítinn
bor
Grípa
Lína
Pen-
inga
Botn-
fletir
Spor
2
9
Sam-
hljóðar
5 Drótt
Hljóta
Prests-
frú
Offra
Áflog
Rugga
Slár
Tíma-
bil
1 2 3 4 6 5 7
Marín Guðrún Hrafnsdóttir bók-
menntafræðingur mun flytja er-
indi um Guðrúnu frá Lundi í Safna-
húsi Borgarfjarðar fimmtudag-
inn 10. janúar næstkomandi. Mar-
ín Guðrún er jafnframt langömmu-
barn skáldkonunnar. Hún hefur víða
haldið fyrirlestra og námskeið þar
sem hún segir sögu Guðrúnar sem
er um margt ævintýraleg. Á árinu
2019 eru 73 ár frá því að fyrsta bindi
skáldsögunnar Dalalífs kom út. Alls
urðu bindin fimm og var þar kom-
in lengsta íslenska skáldsagan, sem
markaði upphaf ritferils skáldkon-
unnar Guðrúnar Árnadóttur eða
Guðrúnar frá Lundi. Þess má geta
að Marín Guðrún er einnig höf-
undur farandsýningarinnar Kona á
skjön, sem er um ævi og störf Guð-
rúnar. Samstarfskona hennar um
það verkefni er Kristín S. Einars-
dóttir frá Lundi í Lundarreykja-
dal. Sýningin hefur verið sett upp
á Sauðárkróki, Reykjavík, Akureyri,
Akranesi og Egilsstöðum og fer víð-
ar á árinu 2019.
Guðrún frá Lundi nýtur enn fá-
dæma vinsælda og í erindi sínu um
ævi og störf skáldkonunnar fer Mar-
ín yfir hvað skýrir þessar miklu og
endurteknu vinsældir öðru frem-
ur og hvað það er í verkum hennar
sem höfðar til lesenda í dag. Einnig
verður fjallað um persónusögu Guð-
rúnar og togstreituna á milli þess að
búa við neikvæðar viðtökur og þess
að vera metsöluhöfundur í nærri tvo
áratugi.
Fyrirlesturinn hefst kl. 19.30
fimmtudagskvöldið 10. janúar og
tekur um klukkutíma í flutningi. Að
honum loknum verður spjallað og
heitt verður á könnunni. mm
Erindi um Guðrúnu frá Lundi flutt í Safnahúsi
Vestfjarðastofa fékk í nóvember síð-
astliðnum Gallup til að framkvæma
viðhorfskönnun um afstöðu lands-
manna til fiskeldis í sjó á Vestfjörð-
um. Þar kemur fram að 46,3%
landsmanna eru jákvæðir gagnvart
fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 29,6%
eru neikvæðir. 24,1% eru hvorki já-
kvæðir né neikvæðir. Spurt var „Ertu
jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart
fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ Tæp-
lega 89% þátttakenda tók afstöðu til
spurningarinnar.
Mestur stuðningur við fiskeldi í
sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjör-
dæmi þar sem rúmlega 62% voru já-
kvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur
stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist
meðal svarenda í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður þar sem tæplega 32%
voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó
á Vestfjörðum en 38% voru nei-
kvæðir. Í Norðvesturkjördæmi voru
tæplega 54% jákvæðir, tæplega 23%
voru neikvæðir og tæplega 24% voru
hvorki jákvæði né neikvæðir.
Gæði matvæla og
vondir vegir
Í könnun Gallup var einnig spurt
um gæði matvæla sem framleidd
eru á Vestfjörðum. Spurt var: „Al-
mennt séð, hversu góð eða slæm
telur þú gæði matvæla sem fram-
leidd eru á Vestfjörðum?“ Sam-
kvæmt niðurstöðum könnunarinn-
ar telja liðlega 89% landsmanna
gæði matvæla sem framleidd eru á
Vestfjörðum almennt góð en innan
við 1% telur þau slæm og um 10%
segja vestfirsk mætvæli hvorki góð
né slæm.
Í könnun Gallup voru svarend-
ur beðnir að nefna þrjú atriði sem
þeim koma fyrst í hug þegar þeir
heyra minnst á Vestfirði. Flest-
ir nefndu erfiðar samgöngur eða
vonda vegi en næst oftast kom
Ísafjörður upp í hugann, í þriðja
sæti var náttúrufegurð og í fjórða
sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í
fimmta sæti, sjávarútvegur í því
sjötta og laxeldi í sjöunda.
Um netkönnun var að ræða þar
sem haft var samband við 1415
manns 18 ára og eldri af öllu land-
inu. Svöruðu 822 spurningunn og
var þátttökuhlutfall því 58,1%.
mm
Ný könnun um afstöðu
til sjókvíaeldis
Rótarskot eru ný leið Slysavarna-
félagsins Landsbjargar til að styrkja
sjálfboðastarf björgunarsveitanna í
landinu. Hvert Rótarskot gefur af
sér tré sem gróðursett verður með
stuðningi Skógræktarfélags Íslands
í nýjan Áramótaskóg Slysavarna-
félagsins Landsbjargar sem plantað
verður í sandana við Þorlákshöfn
á Suðurlandi. Allur ágóði af sölu
Rótarskotanna rennur til björg-
unarsveitanna og voru þau í fyrsta
skipti boðin til sölu fyrir nýliðin
áramót um land allt. Rótarskot eru
hrein viðbót við fjáröflunarleiðir
björgunarsveitanna og hugsuð til
að mæta mögulegum samdrætti í
sölu flugelda í kjölfar umræðu um
mengun af völdum þeirra.
mm
Björgunarsveitirnar
selja rótarskot