Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 19
byggðinni þegar kemur að mannréttindum erlends vinnu-
afls,“ bætir hún við.
Þá spáir Lilja því að árið 2019 verði ár orðaskaks á opin-
berum vettvangi í tengslum við kjarasamningagerð. „Pers-
ónulega ætla ég til útlanda og heimsækja dóttur mína sem
býr í Svíþjóð. Það er eina planið sem ég hef á nýju ári,“ segir
hún.
Margrét Sif Sævarsdóttir:
Einkunn sem sló rækilega í gegn
Það sem er efst í huga Margrétar Sifjar Sævarsdóttur í Ólafs-
vík þegar horft er til baka yfir árið 2018 er meðal annars fram-
kvæmdir við gervigrasvöll í Ólafsvík. „Svo er það einkunnin
sem ég fékk fyrir BS ritgerðina mína í viðskiptafræði, hún sló
rækilega í gegn,“ segir Margrét Sif.
Árið 2019 leggst vel í hana. „Nýtt og spennandi ár fram-
undan sem á vonandi eftir að koma vel út hjá mér.
Kolbrún Sveinsdóttir:
Útskriftir og dansandi bóndi
Rigningin setti svip sinn á árið hjá Kolbrúnu Sveinsdóttur
bónda á Norðurreykjum í Hálsasveit. „Það sem upp úr stend-
ur eftir árið 2018 er helst öll þessi rigning sem okkur var út-
hlutað um heyskapartímann í sumar, enda á maður allt sitt
undir veðri og vindum,“ segir hún. „Á árinu náði ég að vera
við útskrift dótturdóttur úr leikskóla og sonarsonar úr grunn-
skóla og fylgjast með þeim takast á við nýja kafla í sínu lífi.“
Þá var það einnig eftirminnilegt þegar ung stúlka, sem Kol-
brún segist nánast hafa slegið eign sinni á, útskrifaðist tvisvar
á árinu. „Systurbörn mín, sem ég hef líka nánast slegið eign
minn á, glöddu gömlu frænku sína með boði í fermingu, af-
mæli og íbúðarkaupum,“ segir hún.
„Ekki hvað síst stendur upp úr, þrátt fyrir laskað heilbrigð-
iskerfi, að bóndi minn fékk uppfært hné sem aftur gerði hon-
um kleift að dansa. Ég fór til útlanda á aðventunni með góð-
um hópi kátra kvenna,“ segir Kolbrún. Í samfélaginu almennt
segir hún ferskast í minni sínu ýmislegt sem betur mætti fara,
eins og „baggaskrifli og nokkur sinustrá, eitt stykki flugfélag
og svo samræður þingmanna sem náðu fleiri eyrum en hollt
var.“ Árið 2019 leggst nokkuð vel í Kolbrúnu. „Það er engum
hollt að byrja á því að mála skrattann á vegginn, sérstaklega
þegar sólin er að hækka á lofti,“ segir hún.
Jóhanna Harðardóttir:
Umhverfismálin ofarlega í huga
eftir árið
Jóhanna G Harðardóttir í Hlésey í Hvalfjarðarsveit segist vel
hafa getað hugsað sér fleiri sólardaga í sumar en þess fyrir
utan hafi árið 2018 verið hið ágætasta. „Mér finnst að árið
2018 hafi breytt hugsunarhætti margra í umhverfisverndar-
málum og umræðan um loftmengun og sjávarmengun, mat-
arsóun og umhverfisvæna orku miklu meira áberandi en und-
anfarin ár. Það er fagnaðarefni að fólk skuli vera að vakna til
vitundar um velferð náttúrunnar og maður vonar að það geti
leitt til betra lífs fyrir afkomendur okkar hér á jörðinni,“ seg-
ir Jóhanna.
Þá segir Jóhanna spillingu í stjórnmálum ofarlega í huga.
„Ég sýnist þjóðin loksins vera komin með upp í kok af spill-
ingunni sem ríkir hér og ætli ekki að láta bjóða sér þetta
áfram. Það er löngu kominn tími til að fara að hækka aðeins
siðferðisviðmiðið á þeim vettvangi,“ segir Jóhanna. „Ég tek
því bjartsýn á móti nýja árinu og vona að þessi þróun eigi eftir
að skila okkur áfram veginn að betri framtíð.“
Ásdís Kr. Melsted:
Tíu utanlandsferðir á árinu
Utanlandsferðir eru efst í huga Ásdísar Kr. Melsted í Búðardal
árið 2018. Hún fór í tíu ferðir út fyrir landsteinana og var sigl-
ing í skemmtiferðaskipi um Karabíska hafið eftirminnilegust.
„Þetta var í fyrsta skipti sem við fórum í svona ferð. Þetta var
mjög eftirminnileg og skemmtileg ferð og ég mæli hiklaust
með því við alla að fara í svona ferð. Það kom líka á óvart að
þetta var ekki eins dýrt og ég bjóst við. Það var allt innifalið,
allur matur og allt,“ segir hún.
Árið 2019 leggst einnig mjög vel í Ásdísi. „Við stefnum á
flutning til Húsavíkur og það leggst bara mjög vel í mig,“ seg-
ir hún.
Dagbjört Höskuldsdóttir:
Orðræðan á Klaustri skildi hana
eftir sorgbitna
Utanlandsferðir, sveitarstjórnarkosningar og Metoo bylting-
in er meðal þess sem er efst í huga Dagbjartar Höskuldsdótt-
ur í Stykkishólmi þegar hún horfir til baka yfir árið 2018. „Ég
dvaldi á Gran Canaria í tíu vikur í byrjun ársins og losnaði við
vonda veðrið sem var á Íslandi á þeim tíma. Frábært,“ segir
hún. Sveitarstjórnarkosningarnar voru einnig eftirminnilegar
sem Dagbjört segir þó hafa breytt of litlu í sínum heimabæ.
„En samt er nýtt fólk í meirihluta og nýr bæjarstjóri sem ég
vona að standi sig vel. Svo vonandi verður þetta kjörtíma-
bil að minnsta kosti betra en það síðasta,“ segir hún og spyr
hvort nokkuð sé þörf á að minnast á sumarveðrið? Í október
fór Dagbjört til Barcelona í brúðkaup og segir það hafa verið
góða upplifun.
„Nú þannig er það nú að maður man best það sem nýjast er
og það er þetta klúður sem kennt er við Klaustur,“ segir Dag-
björt. „Þar kristallaðist sitthvað í mannlegu eðli sem maður
vill helst vera laus við að heyra eða vita af.“ Dagbjört tók þátt
í Metoo byltingunni af heilum hug þetta árið. „Ég fann fyrir
miklum létti að geta í fyrsta skipti sett orð á atburði og tilfinn-
ingar sem höfðu sofið í áratugi. En þetta mál, að heyra full-
orðna karlmenn, eiginmenn og feður, tala um konur eins og
sannað er að þeir gerðu, skildu konuna mig eftir mjög sorg-
bitna. Og konan á staðnum sat hjá og tók reyndar líka þátt,“
segir Dagbjört og furðar sig einnig á orðbragðinu um fatlaða
og samstarfsfólkið á þingi. „Að ekki værum við komum svo
langt eftir allt. Og suma þessara manna hefði ég virt fyrir skel-
egga afstöðu í til dæmis jafnréttismálum. Er ekki of stóryrt –
en þetta fólk á ekki að sitja á Alþingi,“ segir Dagbjört.
arg