Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Eldri borgarar í Borgarnesi héldu
sitt árlega Aðventumót í pútti
fimmtudaginn 13. desember sl.
í Eyjunni í Brákarey. Til leiks
mættu 25 manns, 13 karlar og 12
konur. Var það 89. æfing hópsins á
árinu og hefur mæting verið mjög
góð allt árið. Fjórir félagar hlutu
viðurkenningu fyrir 100% mæt-
ingu á tímabilinu október til des-
ember; Valur Thoroddsen, Indriði
Björnsson, Þorbergur Egilsson og
Magnús E. Magnússon.
Hlutskarpastur í Aðventu-
mótinu án forgjafar í karlaflok-
ki var Indriði Björnsson með 58
högg. Í öðru sæti var Guðmundur
Bachmann með 61 högg og þriðja
sætinu deildu bræðurnir Guðmun-
dur og Þorbergur Egilssynir með
63 högg.
Árni Ásbjörn Jónsson vann kep-
pni með forgjöf á 53 höggum. An-
nar varð Ágúst M. Haraldsson með
55 högg og þriðji Magnús E. Mag-
nússon með 57 högg.
Anna Ólafsdóttir var hlutskör-
pust í kvennaflokki án forgjafar
með 59 högg. Ásdís B. Geirdal var
önnur með 61 högg og Lilja Ó.
Ólafsdóttir þriðja einnig með 61
högg. Guðrún Helga Andresadótti
stóð efst í kvennaflokki með fogjöf
á 53 höggum. Jónína B. Ingólfs-
dóttir var önnur með 54 högg og
Guðrún B. Haraldsdóttir þriðja
einnig með 54 högg.
Veitt voru verðlaun fyrir flest
einpútt á innanhúsæfingum í haust.
Hlutskarpastur varð Þorbergur
Egilsson með 295 pútt eða 13 að
meðaltali á æfingu. Hann vann
einnig „þristabanann“ fyrir flesta
36 holu hringi án vítis. Fór hann
alls 9 hringi án vítis á 22 æfingum
eða 41% hringjanna. Pútthópur
Borgarbyggðar hyggst mæta vel
undirbúinn í púttmótin á koman-
di ári.
ii/kgk
Aðventumót FEBBN í pútti
Þorri keppenda á Aðventumóti FEBBN í pútti. Ljósm. Heba Fjeldsted.
Sara Björk Gunnarsdóttir lands-
liðsfyrirliði í knattspyrnu og leik-
maður Wolfsburg í Þýskalandi var
útnefnd Íþróttamaður ársins 2018
af Samtökum íþróttafréttamanna,
en kjörinu var lýst í liðinni viku.
Þetta var í sjöunda sinn sem Sara
Björk komst á topp tíu listann og
sagðist hún vera ánægð með að
hafa loks náð titlinum Íþrótta-
maður ársins. Júlían J.K. Jóhanns-
son, kraftlyftingamaður varð í
öðru sæti og Gylfi Þór Sigurðsson
knattspyrnumaður í því þriðja. Þá
varð Valdís Þóra Jónsdóttir kylf-
ingur úr Leyni á Akranesi í ellefta
sæti í kjöri Íþróttamanns ársins, en
hún var valin kvenkylfingur ársins.
Samtök íþróttafréttamanna veittu
nú í sjöunda sinn viðurkenningu til
þjálfara ársins og var það Kristján
Andrésson þjálfari sænska lands-
liðsins í handbolta sem hlaut þann
heiður. Viðurkenning til liðs ársins
fór til landsliðs Íslands í golfi sem
varð Evrópumeistari á árinu, en
Valdís Þóra var einmitt hluti þess
auk þeirra Birgis Leifs Hafþórs-
sonar, Ólafíu Þórunnar Kristins-
dóttur og Axels Bóassonar.
Hreinn í
Heiðurshöllina
Hreinn Halldórsson var útnefndur
í Heiðurshöll ÍSÍ. Hann er átjándi
einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefn-
ir í höllina. Hreinn Halldórsson
er fæddur 1949 og hóf fljótlega að
leggja stund á kúluvarp. Árangur
hans vakti snemma athygli og gaf
Ómar Ragnarsson honum viður-
nefnið, „Strandamaðurinn sterki“
en það viðurnefni átti eftir að fest-
ast við Hrein. Árið 1976 var Hreinn
kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrsta
sinn, en það ár bætti hann Íslands-
metið í kúluvarpi og keppti á Ól-
ympíuleikunum í Montreal. Árið
1977 vann Hreinn sitt fræknasta
afrek þegar hann varð Evrópu-
meistari innanhúss í San Sebastian
á Spáni. Þar kastaði hann kúlunni
20,59 metra og skákaði meðal ann-
ars Geoff Capes, margföldum Evr-
ópumeistara og Vladislaw Komar,
pólska Ólympíumeistaranum frá
1972. Hreinn varð um leið fyrsti
Íslendingurinn til að verða Evr-
ópumeistari í frjálsíþróttum í 27
ár. Sama ár bætti Hreinn Íslands-
metið í kúluvarpi þegar hann kast-
aði 21,09 metra á móti í Stokk-
hólmi, met sem stóð í þrettán ár. Á
Ólympíuleikunum í Moskvu árið
1980 hafnaði Hreinn í 10. sæti.
Hann lagði síðan kúluna á hilluna
árið 1982.
mm/ Ljósm. ÍSÍ
Sara Björk er Íþróttamaður ársins
Hópur íþróttafólks sem tilnefndur var í kjörinu um Íþróttamann ársins.
Strandamaður sterki, Hreinn Halldórsson, var valinn í Heiðurshöll ÍSÍ. Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona er Íþróttamaður ársins 2018.
Körfuknattleikssambandið er búið
að festa leikdaga í átta liða úrslit-
um Geysisbikars karla og kvenna
í körfunni. Í karladeildinni mætir
Skallagrímur ÍR mánudaginn 21.
janúar klukkan 19:15. Í kvenna-
deildinni mætir Stjarnan Skallgrími
sunnudaginn 20. janúar klukkan 14
og sama dag mæta Haukar Snæfelli
klukkan 19:15.
mm
Leikdagar í
Geysisbikarnum