Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 20196
Nýr skipulags-
fulltrúi til starfa
HVALFJ.SV: Bogi Krist-
insson Magnusen er nýr
skipulags- og umhverfis-
fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.
Hann hóf störf hjá sveitar-
félaginu 1. desember síðast-
liðinn. Greint er frá þessu á
heimasíðu sveitarfélagsins.
Bogi er húsasmíðameistari,
byggingafræðingur frá Vitus
Bering Horsens í Danmörku
og með Ms.c í skipulagsfræði
frá Landbúnaðarháskólan-
um á Hvanneyri. Undan-
farin 16 ár hefur Bogi starf-
að sem skipulags- og bygg-
ingafulltrúi fyrir Dalabyggð,
Reykhólahrepp, Kaldrana-
neshrepp og Árneshrepp.
Bogi er kvæntur Hörpu
Helgadóttur og eiga þau tvö
uppkomin börn.
-kgk
Auglýst eftir
styrkumsókn-
um
VESTURLAND: Aug-
lýst er eftir umsóknum í
Uppbyggingarsjóð Vestur-
lands. Veittir verða styrkir
til atvinnuþróunar, nýsköp-
unar og menningarstyrk-
ir ásamt stofn- og rekstr-
arstyrkjum til menningar-
verkefna. Reglur og viðmið
varðandi styrkveitingar er að
finna á heimasíðu Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi,
www.ssv.is, sem og umsókn-
areyðublaðið. Hægt er að
sækja um styrki í Uppbygg-
ingarsjóð Vesturlands þar til
á miðnætti sunnudaginn 20.
janúar næstkomandi.
-kgk
Aðgangur
óháð aldri
LANDIÐ: Alþingi sam-
þykkti í desember frum-
varp heilbrigðisráðherra til
breytinga á lögum sem lagt
var fram í því skyni að jafna
aðgang þeirra sem þurfa
á dvalarrými eða dagdvöl
að halda, þannig að ekki sé
lengur horft til aldurs heldur
byggt á mati á þörf fólks fyr-
ir þessi úrræði. Lögin öðlast
þegar gildi. Í lagabreyting-
unni felst að heimilt verður
að samþykkja umsóknir um
dvöl í dvalarrýmum og dagd-
valarrýmum fyrir fólk sem er
yngra en 67 ára ef fyrir ligg-
ur mat á þörf viðkomandi
fyrir þessi úrræði. Heim-
ild sem þessi er þegar fyrir
hendi vegna þeirra sem eru
yngri en 67 ára en hafa ver-
ið metnir í þörf fyrir hjúkr-
unarrými.
-mm
Loka þurfti
Holtavörðu-
heiði
BORGARFJ: Á gamlárs-
dag gerði stórhríð á Holta-
vörðuheiði með tilheyrandi
ófærð á fjallinu. Björgunar-
sveitir úr Húnavatnssýslum
og Borgarfirði fóru til að-
stoðar fólki í föstum bíl-
um. Björgunarsveitarfólk
kom ferðalöngum til að-
stoðar og könnuðu um leið
hvort fleiri bílar væru fastir
á heiðinni. Aðgerðir gengu
vel samkvæmt upplýsing-
um frá Landsbjörgu.
-mm
Snæfellsbær
styrkir gerð
golfvallar í Rifi
SNÆFELLSBÆR: Beiðni
Golfklúbbsins Jökuls um
styrk til að gera nýjan golf-
völl í Rifi var samþykkt á
síðasta fundi bæjarstjórnar
Snæfellsbæjar. Sagt var frá
hugmyndum golfklúbbs-
ins um nýjan golfvöll í
Skessuhorni í byrjun des-
ember. Bæjarstjórn sam-
þykkti með fjórum atkvæð-
um gegn þremur að veita
Golfklúbbnum Jökli styrk
að verðmæti tíu milljón-
ir króna á ári næstu fjögur
árin, til að mæta kostnaði
við gerð golfvallar í Rifi.
-kgk
Þeir voru nokkrir snæfellskir sjó-
menn sem nýttu gott veður nú
milli hátíðanna og réru til fiskj-
ar. Flestir tóku þó langt frí fram-
yfir áramót. Víða erlendis er sterk
hefð fyrir því að fólk borði fisk um
áramót eftir mikla kjötneyslu um
jólin en þá má vænta góðs verðs
á mörkuðum. Viðskiptavinir ís-
lenskra sjómanna og fyrirtækja í
ýmsum markaðslöndum vilja fá
sinn nýársfisk og helst sem fersk-
astan. Eftirspurnin er því mikil
miðað við framboð og því góður
möguleiki að fá gott verð. Þórður
Almar Björnsson rær á línubátnum
Kára SH frá Stykkishólmi, en bát-
urinn er í eigu Sigurðar Páls Jóns-
sonar alþingismanns og gerður út
frá Ólafsvík. Tveir menn í Stykk-
ishólmi landbeita línuna í Kára.
Þórður rær einn á bátnum og segir
að það gangi bara vel að róa einn,
þótt það sé vissulega mikil vinna.
„Það gengur bara vel,“ segir Þórð-
ur þegar tíðindamaður Skessu-
horns hitti hann að morgni sunnu-
dags. Hann kvaðst vera búinn að
útbúa bátinn vel svo þetta væri
ekkert mál.
Þórður var að landa afla nætur-
innar sem var um tvö tonn á 20
bala. „Jú, jú - ég er alveg sáttur
við þennan afla. Þetta er betra en
heima setið þótt aflinn mætti alveg
vera meiri, en ég vonast til að fá
gott fiskverð enda er þetta síðasti
róðurinn á árinu. Ég fór snemma
út í gærkvöldi til þess að vera í
landi áður en brælan skylli á,“
sagði hann, en veðurspáin var af-
leit fyrir síðustu tvo daga ársins.
„Ég er búinn að fá 126 tonn síð-
an um miðjan september og fisk-
verðið er betra en á síðustu ver-
tíð svo ég get ekki annað en verið
sáttur. Í desember var ég með 310
krónur að meðaltali fyrir þorskinn
og 290 krónur fyrir ýsuna.“
Kári SH landar öllum sínum afla
á Fiskmarkað Snæfellsbæjar og
segist Þórður vera mjög ánægður
með strákana þar og kveðst allt-
af fá frábæra þjónustu. „Þetta eru
algjörir snillingar,“ segir Þórður,
brosir og gjóar augunum á Magna
Aðalsteinsson verkstjóra sem var
að landa úr bátnum. Þórður segist
vera bjartsýnn á nýtt ár og vonar
að veðurfarið í janúar og febrúar
verið gott til sjósóknar. af
Sótti tvö tonn af nýársþorski
á Breiðafjarðarmið
Þórður Almar Björnsson að landa nýársþorskinum.
Magni Aðalsteinson að landa úr Kára SH.
Kársi SH er í eigu Sigurðar Páls Jónssonar alþingismanns.