Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 201910 Gleðilegt heilsuræktarár 2019 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 9 Föstudaginn 21. desember voru 47 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Við athöfnina flutti Dröfn Viðars- dóttir aðstoðarskólameistari annál haustannar 2018, Gyða Kolbrún Hallgrímsdóttir nýstúd- ent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Eiríkur Jónsson fyrrverandi nemandi skólans ávarpaði útskriftarnema. Ágústa Elín Ingþórs- dóttir skólameistari ávarpaði útskriftarnem- endur við lok athafnar og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Skagamærin Halla Margrét Jóns- dóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir best- an árangur á stúdentsprófi á haustönn 2018. Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsár- angur og störf að félags- og menningar- málum. (Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga): Aldís Ísabella Fannarsdóttir hlaut viður- kenningu fyrir góð störf að félags- og menn- ingarmálum, en Aldís tók meðal annars þátt í þremur leiksýningum á vegum nemendafélags skólans og var ein af formönnum leiklistar- klúbbs (Minningarsjóður Karls Kristins Krist- jánssonar). Björn Ingi Bjarnason fyrir góð störf að fé- lags- og menningarmálum, en Björn Ingi starfaði meðal annars í aðalstjórn nemenda- félags skólans (Minningarsjóður Karls Krist- ins Kristjánssonar). Davíð Orri Arnarsson fyrir góð störf að fé- lags- og menningarmálum, en Davíð Orri var formaður ljósmyndaklúbbs (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). Gyða Kolbrún Hallgrímsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Gyða Kolbrún var ein af formönnum GEY, Góð- gerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). Halla Margrét Jónsdóttir hlaut viður- kenningu fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi (Háskólinn í Reykjavík), ágætan árangur í stærðfræði (Gámaþjónusta Vesturlands), ágætan ár- angur í erlendum tungumálum (Skaginn 3X), ágætan árangur í íslensku (Verkalýðs- félag Akraness) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Halla Margrét var formaður tónlistarklúbbs og önnur for- manna Femínistafélagsins Bríetar (Minn- ingarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). Hanna Louisa Guðnadóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Hanna starfaði sem önnur formanna Femínista- félagsins Bríetar (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) og fyrir ágætan ár- angur í ensku (Landsbankinn á Akranesi). Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir hlaut hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms frá (Zontaklúbbur Borgarfjarðar) og viður- kenningu fyrir góð störf að félags- og menn- ingarmálum, en Hrafnhildur var ein af for- mönnum GEY, Góðgerðafélagsins Eynis, og starfaði í aðalstjórn nemendafélagsins (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjáns- sonar). Tómas Andri Jörgensson fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en Tóm- as var í aðalstjórn nemendafélags skólans (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjáns- sonar). Loks hlaut Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir viðurkenningu fyrir ágætan árangur í raun- greinum (Norðurál), fyrir ágætan árangur í íslensku (Elkem Ísland) og fyrir framúrskar- andi árangur í greinum sem tengjast heilsu (Embætti landlæknis). mm/ Ljósm. Myndsmiðjan Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Tónlistaratriði við útskriftina. Fjölmenni var mætt þegar 47 nemendur voru brautskráðir frá skólanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.