Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 03.01.2019, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 20198 Erlend korta- velta jókst mikið LANDIÐ: Aukning varð í flestum útgjaldaflokkum kortaveltu erlendra ferða- manna í nóvember en aukningin mælist í heild- ina 8,4% á milli ára og var heildarvelta erlendra korta 15,6 milljarðar. Hlutfalls- lega aukningin er þó mun meiri í raun en færsluhirð- ing korta innlendra flug- félaga hefur undanfar- ið ár færst frá innlendum færsluhirðum og því horf- ið úr þeim tölum sem hér eru birtar, segir í frétt frá Rannsóknasetri verslun- arinnar. Þannig var aukn- ingin 18,2% ef litið er fram hjá flugþjónustu en það jafngildir 1,1% aukn- ingu í kortaveltu á mann á föstu gengi. Heildarvelt- an án flugþjónustu var um 15 milljarðar kr. í nóvem- ber síðstliðnum. Greiðslu- kortavelta í gistiþjónustu jókst um 18,7% á milli ára í nóvember og í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem nær yfir hinar ýmsu skipu- lögðu ferðir, var aukningin 22,1% í nóvember saman- borið við fyrra ár. Korta- velta í flokki veitingaþjón- ustu hækkaði í nóvember síðastliðnum um 16,5% á milli ára. Þá jókst erlend kortavelta í sölu eldsneytis talsvert á milli ára, var velt- an 25,4% hærri í nóvember í ár, samanborið við fyrra ár. -mm Viðbótarfram- lag til heil- brigðisstofnana LANDIÐ: Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að veita heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni 560 millj- óna króna viðbótarfjár- veitingu fyrir rekstrarárið 2018. Aukningin nemur að jafnaði um 3% af heildar- fjárveitingu stofnananna á árinu. Fjárveitingin rúm- ast innan fjárheimilda sam- kvæmt fjárlögum og bygg- ist á millifærslum á grund- velli heimilda í lögum um opinber fjármál. Af þessari upphæð renna 98,8 millj- ónir króna til Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands, en aðrar heilbrigðisstofn- anir á landsbyggðinni fá frá 70-130 milljónir króna hver. „Aukafjárveitingunni er fyrst og fremst ætlað að mæta halla á rekstri stofn- ananna sem að einhverju leyti stafar af veikleika í rekstri en má einnig rekja til ófyrirséðra útgjalda, t.d. vegna mönnunarvanda og veikinda starfsfólks sem kallar á meiri yfirvinnu og þar með aukinn kostnað,“ segir í tilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu. -mm Áætlað er að rekstur Grundar- fjarðarbæjar verði jákvæður um sem nemur 29,5 milljónum króna á næsta ári. Fjárhagsáætlun ársins 2019 var samþykkt við síðari um- ræðu á síðasta fundi bæjarstjórn- ar um miðjan desember. Gert er ráð fyrir að heildartekjur Grund- arfjarðarbæjar verði 1.138 milljón- ir á næsta ári. Þar af er launakostn- aður áætlaður 589,1 milljón, önn- ur rekstrargjöld 367,1 milljón og afskriftir 53,8 milljónir. Fyrir fjár- magnsliði er gert ráð fyrir að rekstr- arafkoma verði 128,3 milljónir en áætlað er að fjármagnsgjöld nemi 98,9 milljónum króna og rekstrar- niðurstaða samstæðunnar verði því sem fyrr segir 29,5 milljónir króna. Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti áætlunarinnar verður veltufé frá rekstri 133,9 milljónir. „Þessi fjár- hæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er að ráðast í á árinu 2019,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar. Ráðgert er að fjárfestingar verði nettó 163,3 milljónir, afborgan- ir lána 18,5 milljónir og að tekin verði ný lán að fjárhæð 140 millj- ónir. „Miðað við þær forsendur er gengið á handbært fé um 3,2 millj- ónir en í upphafi árs er ráðgert að það verði 47,0 millj. kr. Handbært fé í árslok ársins 2019 er því áætlað 43,9 millj. kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2019 fram eins og ráðgert er.“ Áður hafði verið samþykkt að álagning útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%, sem er há- marksútsvar. Sömuleiðis hafði ver- ið samþykkt að fasteignagjöld verði óbreytt frá síðasta ári. Fasteigna- skattur er 0,5% af fasteignamati í A flokki, 1,32% í B flokki og 1,65% í C flokki. kgk/ Ljósm. úr safni. Búist við jákvæðri rekstrarniðurstöðu Grundarfjarðarbæjar Menningarnefnd Snæfellsbæj- ar hefur undanfarin ár staðið fyr- ir vali á Jólahúsi Snæfellsbæjar og samkeppni um piparkökuhús. Var engin undantekning á því í ár og voru vinningshafar tilkynnt- ir í Pakkhúsinu skömmu fyrir jól. Þrjú piparkökuhús bárust að þessu sinni hvert öðru fallegra og erf- itt fyrir nefndina að velja. Niður- staðan varð sú að þau Ásbjörn og Særún Friðbjörnsbörn fengu við- urkenningu fyrir piparkökuhúsið sitt. Var þetta í annað skipti sem þau hreppa verðlaunin, en þau fengu einnig viðurkenningu ásamt móður sinni Soffíu Elínu Egils- dóttur jólin fyrir ári síðan. Viður- kenningu fyrir Jólahús Snæfells- bæjar 2018 fengu þau Þráinn Eg- ilsson og Svandís Jóna Sigurðar- dóttir fyrir skreytingar á húsi sínu að Engihlíð 10 í Ólafsvík. þa Jólahúsið og verðlaun fyrir piparkökuhús Jólahúsið 2018 var Engihlíð 10 í Ólafsvík. Jólasveinarnir voru í heimsókn í Pakkhúsinu á sama tíma og verðlaunin voru afhent fyrir besta piparkökuhúsið. Vildu þeir alls ekki missa af afhendingu viðurkenningarinnar og fengu að sjálfsögðu að vera með vinningshöfum. Lionsklúbbur Grundarfjarðar keypti á dögunum afbragðsgóð- an sjónauka til notkunar á sjúkra- bílnum í Grundarfirði. Sjónaukinn, sem er af gerðinni Carl Zeiss, mun eflaust reynast vel en á síðustu miss- erum hafa útköllum utan alfaraleið- ar, eins og til dæmis í Kirkjufelli, fjölgað og sjúkraflutningamenn þurft að standa í ströngu. Þá hefur sárlega vantað að hafa góðan sjón- auka við höndina til að skoða að- stæður og staðsetja fólk. Nú hef- ur Lionsklúbburinn Grundarfjarð- ar bætt úr því og mun sjónaukinn koma í góðar þarfir. tfk Lionsklúbbur Grundar- fjarðar gefur sjónauka Tómas Freyr Kristjánsson sjúkraflutningamaður, Sigurlaug R. Sævarsdóttir gjald- keri, María Ósk Ólafsdóttir formaður, Unnur Birna Þórhallsdóttir ritari og Marinó Ingi Eyþórsson sjúkraflutningamaður. Bræðurnir Vigfús og Guðmundur Bjarnasynir hjá B.Vigfússyni ehf. í Snæfellsbæ festu nýverið kaup á Valtra T214, 230 hestafla dráttar- vél árgerð 2017 með ámoksturs- tækjum, en fyrirtækið flutti tækin sjálft inn. Pronar fjölplógur verður tengdur framan á vélina en að aft- an er Dalen blásari. Fyrir voru þeir búnir að festa kaup á traktorsgröfu af gerðinni Cat 444F árgerð 2014. Á hana kemur líka Pronar fjöl- plógur og snjóskófla. Þessar vélar verða allar notaðar við snjómokst- ur í Ólafsvík næstu fjögur árin, en B.Vigfússon gerði nýverið fjögurra ára samning við Snæfellsbæ um mokstur í Ólafsvík. þa Tækjuðu sig upp fyrir snjómoksturinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.