Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Síða 5

Skessuhorn - 06.02.2019, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019 5 SK ES SU H O R N 2 01 9 Fundir til kynningar á verkefninu; Bættur rekstur - Betri afkoma Átaksverkefni SSV fyrir starfandi fyrirtæki á Vesturlandi 2019 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“ sem unnið verður í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands. Miðvikudagurinn 13. febrúar Í Kaupfélaginu á Akranesi kl. 13 Í Símenntunarmiðstöðinni, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi kl. 16 Í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal kl. 20 Föstudagurinn 15. febrúar Á bæjarskrifstofunni í Stykkishólmi kl. 10 Á bæjarskrifstofunni í Grundarfirði kl. 13 Í Átthagastofunni í Snæfellsbæ kl. 17 Á fundunum verður farið yfir verkefnið og tækifæri starfandi fyrirtækja til að bæta rekstur sinn og afkomu með nýsköpun á öllum sviðum rekstrarins. Vakin er athygli á því að verkefnið Bættur rekstur – Betri afkoma í starfandi fyrirtækjum nær til starfandi fyirirtækja í öllum starfsgreinum og eru forsvarsmenn fyrirtækja hvattir til að mæta og kynna sér hvort verkefnið geti falið í sér tækifæri fyrir viðkomandi fyrirtæki. Atvinnuráðgjöf SSV og Áttir efh. Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 Borgarnesi, 433 7200 Verði breytingar á dagskrá verður það kynnt á www.safnahus.is Þóra Elfa Björnsson „Ég hefði fylgt þér “ Svarfhóll í Stafholtstungum á 19. og 20. öld Fyrirlestur í Hallsteinssal fimmtudaginn 14. febrúar 2019, kl. 19.30. Fyrirlestur Þóru Elfu er frásögn af samfélaginu séð gegnum líf hjónanna Björns Ásmundssonar og Þuríðar Jónsdóttur á Svarfhóli sem voru miklir frumkvöðlar á sínum tíma og börn þeirra einnig. Fyrirlesturinn tekur um klukkutíma, svo verður spjallað og heitt á könnunni. Er fólk hvatt til að mæta og hlýða á vandaða framsögu um þetta merka efni. EEE Vakin er athygli á að sama dag kl. 10.00 er Myndamorgunn á vegum Héraðsskjala- safnsins skv. fyrri auglýsingu. Þar greina gestir ljósmyndir. Rekstur tjaldsvæðis í Búðardal Dalabyggð auglýsir eftir aðila til að reka tjaldsvæðið í Búðardal. Mikilvægt er að viðkomandi hafi haldbæra þekkingu og/eða reynslu sem nýtist vel til reksturs í ferðaþjónustu, s.s. tungumálakunnáttu, reynslu af þjónustustörfum og ríka þjónustulund. Með umsókn skal fylgja greinargerð varðandi rekstrarfyrirkomulag. Skilmálar sem einkum verður litið til við val á rekstraraðila: Tillaga að samningsákvæðum Áform umsækjanda um þjónustu á svæðinu og starfsmannahald Reynsla og þekking viðkomandi aðila af ferðaþjónustu Gert er ráð fyrir opnun og þjónustu við tjaldsvæðið allt árið. Rekstra- raðili tekur að sér allt utanumhald með rekstrinum, m.a. kynningar- og markaðsmál, samskipti og þjónustu við gesti, þrif og umsjón með viðhaldi aðstöðunnar. Rekstraraðili skilar gistináttaskýrslum til Hagstofunnar og stendur skil á gistináttaskatti. Stefnt er að því að semja við viðkomandi aðila til allt að þriggja ára, með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið dalir@dalir.is, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 28. febrúar 2019. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar um rekstur tjaldsvæðis eru á heimasíðu Dalabyggðar dalir.is. Einnig veitir ferðamálafulltrúi upplýsingar, ferdamal@dalir.is. SK ES SU H O R N 2 01 9 Ertu víkingur? Dalabyggð óskar eftir aðila til að sjá um rekstur Eiríksstaða í Haukadal. Mikilvægt er að viðkomandi sé vel mæltur á íslensku og ensku, hafi gaman að mannlegum samskiptum og áhugasamur um að þjónusta ferðamenn. Ekki spillir að hafa þekkingu á sögunni og áhuga á því að miðla henni. Æskilegt er að viðkomandi hafi grunnþekkingu á markaðssetningu á samfélagsmiðlum, sem er áhrifamesti kynningarmáti fyrir starfsemi sem þessa. Búseta í Dalabyggð er kostur. Árlegur opnunartími Eiríksstaða verður frá 1. maí til 30. september og gjar- nan yfir veturinn eftir því sem eftirspurn gefur tilefni til. Salernisaðstaða er opin allt árið og fólk kemur við á Eiríksstöðum, eftir því sem færð leyfir, árið um kring. Bókanir hópa eru þegar hafnar en flestir af gestum Eiríksstaða koma þó á eigin vegum, en ekki í skipulögðum hópum. Á Eiríksstöðum hefur verið seld leiðsögn um tilgátuhús Eiríks rauða, sagðar sögur af víkingum og seldir minjagripir. Einnig má bæta við annarri þjónustu ef nýr rekstraraðili hefur hug á. Veitingaleyfi er þó ekki fyrir hendi, né fyrirhugað. Gert er ráð fyrir að samið verði um reksturinn til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára til viðbótar. Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn til Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið dalir@dalir.is, eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann 28. febrúar 2019. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar um rekstur Eiríksstaða eru á heimasíðu Dalabyggðar dalir.is. Einnig veitir sveitarstjóri upplýsingar, sveitarstjori@dalir.is. SK ES SU H O R N 2 01 9 Árleg dansvika hefur staðið yfir í Grunnskóla Grundarfjarðar. Líkt og síðastliðin ár var kennslan í höndum Erlu Haraldsdóttur. All- ir nemendur skólans tóku þátt og þar á meðal nemendur Eldhamra sem er fimm ára deild innan skól- ans. Glæsileg tilþrif sáust á dans- gólfinu þegar nemendur sýndu af- rakstur æfinganna á danssýningu síðastliðinn föstudag. Þá var for- eldrum og ættingjum boðið til að sjá afraksturinn og óhætt er að segja að enginn hafi verið svikinn af þeirri sýningu. tfk Árleg danskennsla í Grunnskóla Grundarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.