Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Síða 10

Skessuhorn - 06.02.2019, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 201910 Á fundi stjórnar Brákarhlíðar í Borgarnesi 24. janúar síðastliðinn var á dagskrá svarbréf sem barst frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigð- isráðherra við erindi sem hjúkrun- arheimilið sendi ráðherra í febrúar fyrir tveimur árum. Erindið var tví- þætt. Annars vegar ósk um að bæta við fjórum nýjum rýmum í húsa- kynnum Brákarhlíðar og hins vegar að fjölga hjúkrunarrýmum og fækka þá á móti dvalarrýmum, einu á móti einu. Afgreiðsla ráðuneytisins nú varðandi fyrri liðinn er sú að ráðu- neytið hafnar því að útbúin verði ný rými. Vísað er til fjárlaga og þess að Vesturland sé skilgreint hjá ráðu- neytinu eitt best setta heilbrigðis- umdæmi landsins m.t.t. fjölda hjúkr- unarrýma. Laus hjúkrunarrými er þó einkum að finna í Búðardal og á Reykhólum. Afgreiðsla ráðuneytis- ins varðandi seinni lið erindis Brák- arhlíðar er sú að ráðuneytið er til- búið að skoða það að breyta þeim dvalarrýmum sem heimilið hefur rekstrarheimild fyrir í hjúkrunar- rými, telji stjórnendur Brákarhlíð- ar það þjóna betur þörfum íbúa, og þá með því skilyrði að tvö dvalar- rými verði sett á móti einu hjúkrun- arrými. Heimilisfólki myndi fækka Stjórn Brákarhlíðar lýsir í svar- bréfi til ráðherra miklum vonbrigð- um með svörin og telur þau í miklu ósamræmi við þá orðræðu sem á sér stað varðandi hrópandi þörf á fjölg- un hjúkrunarrýma á landinu öllu. „Sú hugmynd að fjölga rýmum í Brákarhlíð myndi kosta samfélagið aðeins um fjórðung þess sem talið er að kosti að byggja hvert nýtt hjúkr- unarrými frá grunni. Til er kostnað- armat sem kynnt hefur verið því til stuðnings. Það er einnig með öllu óásættanlegt að boðið sé upp á þá aðferðafræði sem felst í því að fórna tveimur dvalarrýmum á móti einu hjúkrunarrými, en með því myndi heimilismönnum í Brákarhlíð fækka og þar með standa ónotuð rými sem standast allan samanburð hvað varð- ar útfærslu og best gerist á landinu.“ Nú eru nítján manns á biðlista eftir dvöl í Brákarhlíð í Borgarnesi. Þar af eru tólf á biðlista eftir hjúkrun- arrými og sjö á biðlista eftir dvalar- rými. Allt er þetta fólk komið með hjúkrunarrýmismat. Óboðleg rök ráðuneytis Eins og fram hefur komið er svip- uð staða uppi á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Höfða á Akranesi. Upp- tökusvæði Höfða og Brákarhlíðar eru langfjölmennust í umdæminu sem ráðuneytið skilgreinir sem Vest- urland, en auk sveitarfélaga á Vest- urlandi eru einnig Reykhólahrepp- ur, Strandabyggð, Kaldrananes- hreppur, Árneshreppur og Húna- þing vestra skilgreind innan Vest- ursvæðis. Greinilegt er að þær regl- ur sem heilbrigðisráðuneytið hefur sett sér taki ekki tillit til landfræði- legra aðstæðna og óska eldri borg- ara. Heimafólk er sammála um að óboðlegt sé að senda fólk milli hér- aða og landshluta til búsetu á hjúkr- unar- eða dvalarheimilinum, fjarri ættingjum og þess stuðningsnets sem eldra fólk vill geta treyst á í sinni heimabyggð. Elsa Lára Arn- ardóttir, formaður stjórnar Höfða á Akranesi, segir að jafnvel þótt laus hjúkrunarrými séu til annars staðar á Vesturlandi þá sé það engin lausn fyrir eldra fólk á Akranesi þar sem það á sitt bakland og vill eðli málsins samkvæmt dvelja. „Hreppaflutning- ar með veikt fólk, gegn vilja þess, er ekki lausn sem heilbrigðisráðuneyti eða stjórnvöldum er sæmandi hverju sinni,“ sagði Elsa Lára í samtali við Skessuhorn. Taka nú höndum saman í baráttunni Forsvarsmenn Höfða á Akranesi og Brákahlíðar í Borgarnesi hafa ákveðið að taka höndum saman við að berjast fyrir bættri stöðu þess- ara hjúkrunar- og dvalarheimila. Var það ákveðið á fundi sem þau héldu á mánudaginn. „Bæði heim- ilin biðu í um tvö ár eftir svörum ráðuneytisins sem er að mati okk- ar allra í hópnum ólíðandi vinnu- brögð í stjórnsýslunni. Þessi hópur hefur óskað eftir fundi með þing- mönnum Norðvesturkjördæmi og verður hann haldinn á miðvikudag [í dag, innsk. blm],“ segir Elsa Lára í samtali við Skessuhorn. Sjá nánar um málið í pennagrein eftir Jón G Guðbjörnsson, formann stjórnar Brákarhlíðar, í Skessuhorni á bls. 28. mm Ráðherra hafnaði beiðni Brákarhlíðar eftir tveggja ára umhugsun Forsvarsmenn Höfða og Brákarhlíðar taka höndum saman í hagsmunagæslu fyrir heimilin Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða, Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar Höfða, Jón G Guðbjörnsson, for- maður stjórnar Brákarhlíðar og Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar. Hópurinn hefur ákveðið að hitta sameiginlega þingmenn kjördæmisins og taka nú höndum saman í hagsmunagæslu fyrir bæði hjúkrunar- og dvalarheimilin. Framkvæmdir eru í þessi misser- in í fullum gangi við endurbætur og stækkun Grunnskólans í Borg- arnesi. Núverandi skólabygging samanstendur af nokkrum mis- gömlum byggingum og víða var kominn tími á viðhald. Með fram- kvæmdunum er aðstaða fyrir nem- endur og starfsfólk skólans bætt til muna. Jafnframt verður skólabygg- ingin mun aðgengilegri fyrir fatl- aða. Nýr og glæsilegur matsalur, sem einnig nýtist sem samkomu- salur, er í bygginu ásamt nýrri eld- hússaðstöðu og kennslurými fyrir heimilisfræði. Aðalhönnuður við- byggingar og endurbóta á skól- anum er Zeppelin Arkitektar en verkfræðihönnun er í höndum Verkís. Verkfræðistofan Efla fram- kvæmdi ástandsskoðun á húsnæð- inu árið 2017 eftir að mygla hafði verið greind í hluta þess. Verktaki við framkvæmdirnar er Eiríkur J Ingólfsson ehf og eftir- lit með framkvæmdum hefur verk- fræðistofan Víðsjá. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er nú stefnt að því að framkvæmdum verði að mestu lokið árið 2020 og að einungis frágangsvinna við lóð verði eftir árið 2021. Fyrir áhuga- sama má finna teikningar af breyt- ingunum á Kortasjá Borgarbyggð- ar. mm/ Ljósm. og teikningar frá Borgarbyggð. Framkvæmdir ganga vel við stækkun Grunnskóla Borgarness Hér má sjá norðvesturhlið skólans eftir stækkunina. Teikning af matsal skólans. Svipmynd úr salnum á byggingarstigi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.