Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2019, Page 26

Skessuhorn - 06.02.2019, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 201926 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvaða sjónvarpsþáttur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Erlingur Birgir Magnússon Í augnablikinu er það Ófærð. Hannibal Hauksson Wentworth. Gunnar Bergmann Steingríms- son Star Trek: Discovery. Auður Kristjánsdóttir Þessir íslensku, eins og Landinn, Ófærð og Paradísarheimt. Guðmundur Þór Guðmundsson NCIS. Árið er 1997 og vinur minn er ný- búinn að eignast Playstation tölvu. Við setjumst niður í herberginu á Einigrundinni og í er settur leik- urinn Madden 97. Leikurinn snýst um bandarískan fótbolta og einu leikkerfin sem ég vel er Shotgun og Slant route. Shotgun er kerfi sem dreifir útherjunum út á völl- inn og leikstjórnandinn stendur 5-7 yarda fyrir aftan sóknarlínuna, til að kaupa sér meiri tíma á meðan útherjarnir hlaupa á fullu gasi upp völlinn. Uppáhaldskerfi margra því það er svo hreint og beint sókn- arkerfi, ef þú ert að leita að hlið- stæðu kerfi í enskum fótbolta þá er kannski hægt að nefna uppáhalds- kerfi Sam „the mouth“ Allardyce sem er „long ball“, no brains – all guts. Hitt kerfið sem ég valdi var Slant route í ýmsum útgáfum. Slant kerf- in byggjast að miklu leyti á því að tveir útherjar taka 45° beygju inn á völlinn í stað þess að hlaupa beint upp völlinn, er þetta oftast gert til að hrista upp í Cover 2 vörn- inni sem Tampa Bay Buccaneers undir stjórn Tony Dungy notuðu með miklum árangri, svo miklum að þeirra útgáfa af Cover 2 geng- ur undir heitinu Tampa 2. Rosalegt allt saman. Eftir þessa fyrstu kynningu á bandarískum fótbolta fékk ég svo- lítinn áhuga á íþróttinni en sökum lítils áhuga hér heima og Game Pass var ekki til þá horfði ég lítið á fótboltann, las þeim mun meira um hann og það fyrsta sem ég vissi um bandarískan fótbolta var að Brett Favre var flottur gaur, enda nýbú- inn að vinna Ofurskálina um árið með Green Bay Packers. Sá leikur skartaði hvorki meira né minna en 6 frægðarhallarmeðlimum sem eru eftirtaldir: Ty Law, Curtis Mart- in, Brett Favre, Reggie White, Ron Wolf og síðast en ekki síst minn maður Bill Parcells. Kynn- arnir í leiknum árið 1997 voru Pat Summerall (frægur kynnir) og mað- urinn sem leikurinn sem ég spilaði á Einigrundinni er nefndur eftir – John Madden. Afhverju er ég að tala um þetta? Nú, bandarískur fótbolti er að ryðja sér til rúms (loksins) hér á Íslandi og æ fleiri eru að fylgj- ast með. Fólk er byrjað að velja sér lið til að styðja og sjónvarpið er að bjóða upp á beinar útsend- ingar. Ofurskálin (Super Bowl) er að verða að skemmtilegum við- burði í lífi margra sem nota tæki- færið til að hittast og skemmta sér til að horfa á leik ársins. Þessi leik- ur var ekki mikið fyrir augað stiga- lega séð, eiginlega algert þrátefli. Varnarlega séð var þetta stórkost- legur leikur. Þetta er svona mini- HM kvöld á hverju ári, því Kan- inn kann þetta. Ég meina, þeir eru „World Champs“ - heimsmeist- arar, sama á við um hafnarboltann sem notast við „World Series“. Það er reyndar eitt sem pirrar mig óstjórnlega, ekki lítið reyndar. Það komst nefnilega frétt eða um- fjöllun um Ofurskálina í hringrás- ina sem gefur svolítið skakka mynd af þessu öllu saman að mínu mati (þú mátt kalla mig Grinch eftir þetta, mér er drullusama). Fréttin fjallaði um hvar Íslendingar gerðu á Ofurskálakvöldinu. Svo ég sjóði þetta niður fyrir þig: Samkvæmt fréttinni er meirihluti NFL áhorf- enda á Íslandi túristar með sauma- klúbbakomplexa. Þeir hugsa meira um hvað þeir ætli að borða á meðan á leiknum stendur og þeim er skít- sama um hver vinnur. Leið liðanna beggja í Ofurskálina er þeim hulin, eina sem þeir vita er að svínarifin þurfa að vera í stofuhita áður en þau fara á grillið og veðbankarnir segja að Patriots vinni, kannski So- us-Vida þeir rifin líka, það á eftir að koma í ljós. Þá kemur sú spurning upp; túr- isti? Hvað meinar hann með því? Sko í þessu samhengi tala ég um túrista sem einstakling sem klæð- ist treyju með liðinu sem er að spila hverju sinni, hann heldur ekki með liðinu en gerir það þarna. Til dæm- is sagðist einn halda með Atlanta Falcons en ætlaði samt að klæð- ast Brady treyjunni sinni, Tom Brady er leikstjórnandi New Eng- land Patriots. Þessi maður átti fleiri búninga. En hvað um það, Patriots unnu og eru nú búnir að jafna mitt lið (Pittsburgh Steelers) í Ofurskál- artitlum (6) og það með einungis einum leikstjórnanda og þjálfara síðustu 18 árin: Tom Brady og Bill Belichick, eins og Kaninn myndi segja: „how about them apples“. Allavega, ég vona að fleiri taki það upp hjá sér að sitja og horfa á heilt tímabil af bandarískum fót- bolta og ef það þarf mat yfir Ofur- skálinni (leiðin að hjarta mannsins/ konunnar er víst í gegnum magann) þá er ég sáttur. Kveðja, Axel Freyr Af bandarískum fótbolta og matargerð PISTILL Skallagrímskonur unnu góðan sig- ur á Stjörnunni, 67-63, í fjörugum leik í Domino‘s deild kvenna á mið- vikudagskvöld. Leikið var í Borga- nesi. Skallagrímskonur komu ákveðn- ar til leiks. Þær höfðu yfirhönd- ina í fyrsta leikhluta og leiddu með þremur stigum að honum loknum, 18-15. Stjarnan minnkaði muninn í eitt stig í upphafi annars leikhluta. Borgarnesliðið náði góðum leik- kafla og fimmtán stiga forskoti, en gestirnir minnkuðu muninn í sjö stig áður en hálfleiksflautan gall, 38-31. Eftir hléið voru Skallagríms- konur sterkari. Þær skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og kom- ust mest 17 stigum yfir. En Stjarn- an átti lokaorðið í þriðja leikhluta og náði að minnka muninn í tíu stig fyrir lokafjórðunginn, 55-45. Fjórði leikhluti var æsispennandi. Með góðum leik náði Stjarnan að gera forskot Skallagríms að engu og komast yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður, 57-59. Liðin skipt- ust á að skora og þegar þrjár mín- útur lifðu leiks leiddi Stjarnan með tveimur stigum. Skallagrímskonur stáli hins vegar boltanum tvisvar sinnum í röð og skoruðu auðveldar körfur. Þær kláruðu síðan leikinn af vítalínunni og sigruðu með fjórum stigum, 67-63. Ines Kerin var stigahæst í liði Skallagríms með 18 stig og fimm stoðsendingar að auki. Maja Mic- halska skoraði 16 stig, Shequila Jo- seph skoraði 14 stig og tók tólf frá- köst og Brianna Banks var með ell- efu stig og fimm stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og tók níu fráköst í liði Stjörnunnar. Danielle Rodrigu- ez skoraði 13 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Með sigrinum lyftu Skallagríms- konur sér upp í sjötta sæti deildar- innar með tólf stig, tveimur stigum meira en Haukar í sætinu fyrir neð- an en átta stigum á eftir Stjörnunni í sætinu fyrir ofan. Næsti leikur Skallagríms er Vesturlandsslagur gegn Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudag- inn 6. febrúar. kgk Sigur eftir spennandi lokamínútur Ines Kerin var stigahæst þegar Skallagrímur sigraði Stjörnunar. Ljósm. Skallagrímur. Árlegur áskorendadagur Mennta- skóla Borgarfjarðar var haldinn 16. janúar síðastliðinn. Þá etja nem- endur og starfsfólk skólans kappi í hinum ýmsu greinum. Fyrir hádegi var keppt í íþróttahúsinu í Borgar- nesi í fótbolta, körfubolta, kíló og blaki. Nemendurnir sigruðu tvær greinar og starfsfólkið tvær. Stað- an var því hnífjöfn þegar hópurinn hélt í skólann að nýju þar sem all- ir snæddu saman pylsur og ís. Eftir hádegið var keppt í borðtennis þar sem starfsfólkið vann góðan sig- ur. Næst var keppt í beerpong með vatni þar sem nemendur fóru með sigur af hólmi og staðan því 3-3 fyrir lokagreinina, sem var keppni í Gettu betur. Þar voru nemendur mun sterkari, sigruðu með 34 stig- um gegn 17 og vörðu þar með titil- inn frá því í fyrra. kgk/ Ljósm. Menntaskóli Borgarfjarðar. Nemendur vörðu titilinn á áskorendadegi MB Nemendur MB hampa bikarnum að loknum sigri á starfsfólki MB á áskorendadegi skólans, annað árið í röð. Frá æsispennandi keppni í borðtennis þar sem starfsfólk skólans hafði betur. Feðgar og bræður öttu kappi í íþróttahúsinu á áskorendadegi MB. F.v. Bræðurnir Sölvi G Gylfason og Elís Dofri G Gylfason og feðgarnir Davíð Freyr Bjarnason og Bjarni Þór Traustason.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.