Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 21. tbl. 23. árg. 22. maí 2019 - kr. 750 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Travel West 2019-2020 Ferðablað Vesturlands er komið út Hægt er að nálgast blöð á Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi Öflugt fræðasamfélag Í Borgarbyggð starfa fimm leik- skólar, tveir grunnskólar, tónlistar- skóli, menntaskóli og tveir háskól- ar auk símenntunarmiðstöðvar og nýsköpunarseturs. „Einkunn- arorð Borgarbyggðar eru mennt- un, saga og menning og er skóla- starf einn af hornsteinum sveitar- félagsins,“ segir Magnús Smári Snorrason, formaður fræðslu- nefndar Borgarbyggðar. Rætt er við hann í Skessuhorni í dag. Sjá bls. 18-19. Fjölbreytt og gefandi starf „Ég hef aldrei séð eftir að hafa lært ljósmóðurfræði,“ segir Hrafn- hildur Ólafsdóttir sem nýverið tók við starfi deildarstjóra Kvensjúk- dómadeildar HVE á Akranesi. Hún segir starfið fjölbreytt og ekki síst er skemmtilegt að fylgja for- eldrum á þessum mikilvægustu stundum í lífi þeirra. Hún segir ljósmæður á Akranesi vera sam- heldinn hóp og allar séu þær til- búnar að hjálpast að við að láta þjónustuna vera eins góða og mögulega er unnt. Sjá bls. 16-17. Slær ekki slöku við Þrátt fyrir að vera á 90. aldursári slær Stefán Kristinn Teitsson ekki slöku við í skógræktinni. Hann pantaði níu þúsund trjáplönt- ur fyrir sumarið og er byrjaður í vorgróðursetningunni í Hafnar- seli við rætur Hafnarfjalls. Stefán keypti þetta land árið 2003 og hefur frá þeim tíma plantað 160 þúsund trjáplöntum sem smám saman búa til skjól á veginum þar sem oft blæs svo hressilega. Sjá bls. 14. Ungmennabúðir kveðja Laugar Síðastliðinn föstudag kvöddu síð- ustu níundabekkjar nemendurnir Ungmenna- og tómstundabúð- irnar á Laugum í Sælingsdal. Frá næsta hausti verður starfsemin á Laugarvatni. Anna Margrét Tóm- asdóttir segir vikuna hafa ver- ið óvenjulega. „Þessi síðasta vika hefur einkennst af bæði sorg og gleði og það er erfitt að kveðja Laugar.“ Sjá nánar bls. 20-21. Það var hátíðleg stund þegar hátt í tvö hundruð nemendur og starfsmenn Leikskólans Vallarsels á Akranesi héldu í skrúðgöngu á mánudagsmorgun. Tilefnið var að þennan dag varð skólinn þeirra 40 ára. Í blíðskaparveðri var genginn hringur um hverfið en í broddi fylkingar var lögregla sem stýrði umferð og þar á eftir trommarar sem slógu taktinn. Nánar á bls. 28. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.