Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 11
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat.
Markmið skólans er að skapa metnaðarfullt námsumhverfi þar sem komið er til móts
við þarfir hvers og eins með sveigjanlegu skipulagi. Við leggjum áherslu á persónuleg
samskipti starfsfólks og nemanda og að nemendur mæti ávallt alúðlegu viðmóti.
Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa agnes@fsn.is og
aðstoðarskólameistara solrun@fsn.is og í síma 430-8400.
Dagskóli
Lokainnritun fyrir nemendur sem
útskrifast úr 10. bekk 2019 fer fram
rafrænt á menntagatt.is 6. maí-7. júní
Innritun eldri nemenda
Innritun eldri nemenda stendur
yfir til 31. maí
Fjarnám
Opið er fyrir umsóknir í fjarnám.
Sjá nánar á heimasíðu
skólans www.fsn.is
Stúdentsbrautir:
Félags- og hugvísindabraut•
Náttúru- og raunvísindabraut•
Opin braut til stúdentsprófs•
Íþróttalína•
Hagfræðilína•
Fiskeldisbraut•
Framhaldsskólabrautir
Framhaldsskólabraut 1•
Framhaldsskólabraut 2•
Starfsbraut
Innritun fyrir haustönn 2019
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Hreinsunarátak í dreifbýli
Gámar fyrir grófan úrgang, timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum:
3. júní – 11. júní
Bæjarsveit
Brautartunga
Bjarnastaðir - á eyrinni
(ath. að hliðið á að vera lokað)
Síðumúli
Lundar
13. júní – 21. júní
Lyngbrekka
Lindartunga
Eyrin við Bjarnadalsá
(Norðurárdalur)
Högnastaðir
Hvanneyri
Mikilvægt er að rétt sé flokkað í gámana og að úrgangi sé vel raðað svo plássið nýtist sem best.
Þegar gámar eru að fyllast hafið samband við Gunnar hjá Íslenska gámafélaginu, í síma 840-5847.
Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar
Umsóknum um framhaldsnám til
kennsluréttinda í leik- og grunn-
skólakennaranámi við Háskóla ís-
lands fjölgar um 30% miðað við
meðaltal síðustu fimm ára sam-
kvæmt upplýsingum frá Menntavís-
indasviði Háskóla íslands. Heildar-
fjöldi umsækjenda um M.Ed.-nám
til kennsluréttinda í leik- og grunn-
skólum í ár er 264 nemendur en
þeir hafa verið 186 að meðaltali sl.
fimm ár.
„Þetta eru virkilega ánægjuleg-
ar fréttir og að mínu mati góð vís-
bending um að við séum á réttri
leið. Kennarastarfið er enda spenn-
andi kostur sem býður upp á fjöl-
breytta starfsmöguleika og mikið
starfsöryggi. Það er eftirtektarverð
gróska í íslenskum skólum þessi
misserin og ég finn sjálf fyrir mikl-
um meðbyr með menntamálum og
umræðunni um íslenskt skólastarf
til framtíðar,“ segir Lilja Alfreðs-
dóttir mennta- og menningarmála-
ráðherra.
Fyrr í vor kynnti ráðherra að-
gerðir sem miða að fjölgun kenn-
ara en í þeim felst meðal annars
að frá og með næsta hausti býðst
leik- og grunnskólakennaranem-
um á lokaári launað starfsnám. Þá
geta nemendur á lokaári meistara-
náms til kennsluréttinda á leik- og
grunnskólastigi sótt um námsstyrk
sem nemur alls 800.000 kr. til að
sinna lokaverkefnum sínum sam-
hliða launuðu starfsnámi. Mennta-
og menningarmálaráðuneytið veit-
ir enn fremur styrki til að fjölga
kennurum með sérhæfingu í starfs-
tengdri leiðsögn sem m.a. taka á
móti nýjum kennurum sem koma
til starfa í skólum. Umsóknum um
slíkt nám hefur fjölgað um 100%
milli ára samkvæmt upplýsingum
frá Háskóla íslands. Umsóknafrest-
ur um grunnnám í kennslufræðum
í Háskóla íslands og Háskólanum á
Akureyri er til 5. júní nk.
mm
Ásmundur Einar Daðason félags-
og barnamálaráðherra brá sér vest-
ur í Dali á föstudaginn. Á meðfylgj-
andi mynd sést hann marka lamb
klæddur lopapeysu með merki
Framsóknarflokksins. „Fór í gær-
kvöldi með fullan bíl af börnum á
sólarhrings sauðburðarvakt vestur í
Dali til að draga úr spennunni fyr-
ir Eurovision,“ skrifaði hann á fés-
bókina á laugardaginn. „Þrátt fyr-
ir að ég hafi ekki komið í sauðburð
í nokkur ár þá tók nú ekki langan
tíma að rifja upp réttu handtökin,“
skrifar ráðherrann.
mm
Ráðherrann á æskuslóðum
Fleiri sækja um að
komast í kennaranám