Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 15
Þessa dagana standa yfir fram-
kvæmdir í húsi einu á Sólvöllum
í Grundarfirði. Húsið, sem áður
hýsti trésmíðaverkstæði, er núna í
gagngerum endurbótum en verið
er að koma upp klifuraðstöðu með
öllu tilheyrandi. Marta Magnús-
dóttir er í forsvari fyrir Klifurhúsið
og ber hita og þunga af verkefninu.
„Þetta er hugsað sem aðstaða fyr-
ir alla. Það geta allir klifrað,“ seg-
ir Marta í stuttu spjalli við frétta-
ritara Skessuhorns. „Hérna verða
nokkrir misjafnlega erfiðir klifur-
veggir ásamt golfhermi til að byrja
með.“ Nokkrir iðaðarmenn voru
að störfum í húsinu þegar fréttarit-
ari kíkti í heimsókn. „Húsið hefur
fengið nafnið Klifurfell – menning-
arhús og sækir innblástur í Kirkju-
fellið okkar,“ segir Marta. „Aðal
klifurveggurinn er byggður með
Kirkjufell í huga og svo ætlum við
að setja mynd af Kirkjufelli á auð-
veldasta klifurvegginn,“ bætir hún
við. Stefnt er á að opna húsið á
næstu vikum en ekki var komin föst
dagsetning. „Vonandi í byrjun júní
,án þess að geta lofað neinu,“ segir
Marta.
„Nú er bara verið að klára vegg-
ina en öll klifurgrip eru komin auk
þess sem við erum búin að fá klif-
urskó sem hægt er að leigja,“ bætir
hún við. Einnig verður settur upp
golfhermir í húsinu þar sem hægt
verður að æfa sveifluna allan árs-
ins hring. „Markmiðið er að allir
geti nýtt húsið eins og þeir geta.
Hægt verður að halda ýmsa við-
burði eins og afmæli eða einkasam-
kvæmi hérna. Einnig verður hægt
að halda námskeið, hópefli og klif-
urmót ef út í það er farið. Þetta á
eftir að bæta bæinn okkar og auka
þjónustu hérna í Grundarfirði,“
segir Marta.
Marta, sem einnig er skátahöfð-
ingi íslands, bindur vonir við að
Klifurfell menningarhús eigi eftir
að reynast klifuráhugamönnum og
Vestlendingum vel í framtíðinni.
tfk Merki Klifurfells - menningarhúss.
Klifurfell menningarhús brátt
opnað í Grundarfirði
Marta Magnúsdóttir undir aðal klifurveggnum sem er mótaður eins og Kirkjufell.
Iðnaðarmenn að störfum við að setja upp klifurveggi fyrir vana klifrara og lengra
komna.
Stolið veski
fannst
HVALFJ.SV: Veski var stolið af
erlendum ferðamanni í Hörpu í
Reykjavík í síðustu viku. Inni-
hélt það kort, vegabréf viðkom-
andi og fleira. Peningum hafði
verið náð út af greiðslukortum
ferðamannsins. Veskið fannst
síðan töluverðan spöl frá Hörp-
unni, eða við Laxá í Melasveit.
Málið var því bókað hjá Lög-
reglunni á Vesturlandi. -kgk
Bók um hvernig
ná má tökum á
þunglyndi
LAND-
I Ð :
S j á l f s -
h j á l p -
a r b ó k -
in „Náðu
t ö k u m
á þung-
l y n d i , “
eftir Sól-
eyju Dröfn Davíðsdóttur er
komin út hjá bókaforlaginu
Vöku Helgafelli. Bókin fjallar
um einkenni og orsakir þung-
lyndis og gefur ráð um hvernig
má ná tökum á því með aðstoð
hugrænnar atferlismeðferðar
og hugleiðslu. Textinn er sett-
ur fram á afar aðgengilegan hátt
og er m.a. farið í áhrif svefnleys-
is, örlyndis og kulnunar. Sóley
er forstöðusálfræðingur Kvíða-
meðferðastöðvarinnar og hef-
ur áður sent frá sér bækurn-
ar Náðu tökum á kvíða, fælni
og áhyggjum og Náðu tökum
á félagskvíða sem hlutu góðar
viðtökur. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
11.-17. maí
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes: 20 bátar.
Heildarlöndun: 65.071 kg.
Mestur afli: Jónína Brynja íS:
19.296 kg í þremur róðrum.
Arnarstapi: 19 bátar.
Heildarlöndun: 62.196 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 27.361
kg í þremur löndunum.
Grundarfjörður: 25 bátar.
Heildarlöndun: 271.597 kg.
Mestur afli: Sigurborg SH:
62.990 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 48 bátar.
Heildarlöndun: 643.645 kg.
Mestur afli: Egill SH: 71.963
kg í þremur róðrum.
Rif: 36 bátar.
Heildarlöndun: 667.017 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
150.301 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur: 9 bátar.
Heildarlöndun: 21.203 kg.
Mestur afli: Hanna SH: 8.517
kg í fimm róðrum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Tjaldur SH - RIF: 83.811
kg. 12. maí.
2. Örvar SH - RIF: 73.027 kg.
13. maí.
3. Tjaldur SH - RIF: 66.490
kg. 17. maí.
4. Sigurborg SH - GRU:
62.990 kg. 13. maí.
5. Hringur SH - GRU: 62.888
kg. 14. maí.
-kgk
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Matjurtagarðar til leigu
Reitir í matjurtagörðum Akraneskaupstaðar eru lausir
til útleigu fyrir sumarið 2019.
Eins og fyrri ár verður í boði að leigja 100 fermetra reiti sem
kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reiti sem kosta kr. 2.000. Garð-
arnir verða tilbúnir til notkunar 25. maí næstkomandi.
Athugið að matjurtagarðarnir eru eingöngu til úthlutunar fyrir
íbúa sem hafa lögheimili á Akranesi.
Við bendum á að breytt fyrirkomulag verður í úthlutun mat-
jurtagarðanna í ár. Ekki verður hægt að velja sér reiti heldur er
þeim úthlutað í númeraröð. Þetta fyrirkomulag verður viðhaft
til að þétta og bæta nýtingu garðanna.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Bæjarstjórnarfundur
1295. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar-
þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. maí kl. 17:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér
bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0
og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18,
mánudaginn 27. maí kl. 20:00.
Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, mánudaginn 27. maí kl. 20:00.
Bæjarmálafundir Sjálfstæðisflokksins eru komnir í sumarleyfi þar til í ágúst.
SUMARSTÖRF
Óskum eftir aðstoðarmanni í eldhúsið í
veiðihúsið í Laxá í Leirársveit í sumar.
Um hlutastarf getur verið að ræða.
Einnig óskum við eftir starfskrafti
í þrif í sumar.
Nánari uppl. í síma 822-4850 og 824-1440
Oft getur veðráttan verið óútreikn-
anleg. Á meðan nánast koppalogn
var á sunnanverðu Vesturlandi var
haugabræla norðan við Snæfellsnes
á mánudagsmorgun. Það var því lé-
legt sjóveður fyrir smærri báta sem
engu að síður róa stíft til strand-
veiða. Sumir leituðu skjóls með
að sigla suður fyrir Öndverðarnes.
Þeirra á meðal var Lea RE sem
hér sést grilla í stýrishúsið á, þegar
haldið var út í kaldaskít frá Ólafsvík
á mánudagsmorgni.
af
Haldið til veiða í kaldaskít