Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 19
Tveir bekkir í Grunnskóla Borgar-
ness, 6. og 7. bekkur, fengu í síð-
ustu viku til sín gesti á vegum Eras-
mus+ og ESB-samstarfs sem fjór-
ir skólar frá fjórum löndum vinna
að næstu tvö árin. Heimsóknin til
nemenda Grunnskóla Borgarness
var fyrsti liður í þessu samstarfi
skólanna. Aðildarlönd eru ítalía,
Spánn, Tékkland og ísland og yf-
irheiti samstarfsins er Enjoyable
math, eða skemmtileg stærðfræði.
Yfir tveggja ára tímabil heimsækja
nemendur hvert þátttökulandanna
og var fyrsta heimsóknin til íslands
þar sem 6-10 nemendur frá hverju
landi, ásamt leiðbeinendum, komu
í heimsókn. 28 nemendur dvöldu
á heimilum nemenda og tóku þátt
í daglegu lífi þeirra. í fylgd með
hópnum voru auk þess ellefu kenn-
arar.
Á meðan á dvölinni stóð gista
nemendur hjá fjölskyldum íslensku
nemendanna og sóttu skólann í
Borgarnesi á daginn. Mikið var lagt
upp með gott skipulag og ásamt því
að kynnast skólastarfi hér á landi þá
var tækifærið nýtt og land og nátt-
úra kynnt samhliða. Farið var með
gesti í ferð, meðal annars um Borg-
arfjörð þar sem komið var við hjá
Deildartunguhver og Grábrók voru
skoðuð. Á Laugalandi fengu nem-
endur að kynnast garðyrkju og á
sauðfjárbúinu á Hesti gafst tækifæri
til að fylgjast með sauðburði. Auk
Borgarfjarðarferðar var farið með
gestina hinn sígilda Gullna hring.
Erlendu gestirnir kvöddu ísland á
föstudaginn.
glh/ Ljósm. Margrét Skúladóttir. Eyjólfur Kristinn á Hesti sýnir gestunum lamb.
Grunnskóli Borgarness í Evrópusamstarfi
Glímt við skemmtilega stærðfræðiþraut.
Hópurinn.
Í vettvangsferð á garðyrkjustöðinni Laugalandi.
því að endurnýja allar verk- og list-
greinastofur skólans. Næsta vet-
ur verður endurbótum við skólann
lokið og mun skólinn þá verða fyr-
irmyndar starfumhverfi bæði fyrir
nemendur og kennara,“ bætir hann
við.
Einnig er verið að hefja fram-
kvæmdir við nýtt húsnæði að
Kleppjárnsreykjum fyrir leikskól-
ann Hnoðraból. Mun húsnæðið
verða hluti af húsnæði Grunnskóla
Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum
og gefur það möguleika á öflugu
samstarfi þessara skóla sem hafa
marga sameignlega fleti í starfi sínu.
„Mikil áhersla hefur verið lögð á
upplýsingatækni í skólum Borgar-
byggðar síðastliðin ár og hafa kenn-
arar og nemendur deilt reynslu
sinni í notkun tækninnar með jafn-
ingjafræðslu, vinnustofum, ráðgjöf
og leiðbeiningum varðandi smáfor-
rit og annan hugbúnað m.a. tengd-
an námi í lestri, stærðfræði og nátt-
úrufræði. Hefur skólunum staðið til
boða kennsluráðgjöf sérfræðinga í
UT í skólastarfinu.“
Barnasáttmáli Samein-
uðu þjóðanna
í skólastefnu Borgarbyggðar er lögð
áhersla á réttindi og skyldur barna
og ungmenna. „Eru þau hvött til að
taka virkan þátt í öllu skólastarfi,
taka að sér ólík hlutverk, ábyrgð
og skyldur. Það var því ánægjulegt
þegar sveitarstjórn barst erindi frá
nemendum og kennurum í Grunn-
skóla Borgarfjarðar um að innleiða
ákvæði barnasáttmálans í stofnan-
ir sveitarfélagsins með markvissum
hætti. Er vel við hæfi á 30 ára afmæli
sáttmálans að standa að innleiðingu
hans í samstarfi við sérfróða aðila
og samþykkti sveitarstjórn erindið
einróma,“ segir Magnús.
Áfram veginn
„Mikilvægt er að aðilar skóla-
starfsins; sveitarfélagið, skólarn-
ir og foreldrar hafi háar væntingar
til árangurs nemenda og styðji þá
í framförum sínum. Þar þurfa for-
eldrar, kennara og sveitarstjórn að
taka saman höndum um að styðja
við starfsemi skólanna bæði hvað
varðar innra starf sem og ytri um-
gjörð. Það verður áfram forgangs-
mál á næstu árum,“ segir Magn-
ús Smári formaður fræðslunefndar
Borgarbyggðar að endingu.
glh
Svipmyndir af verkum nemenda sem voru til sýnis á skóladeginum.