Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Það er komið sumar
og sól í heiði skín...
Það voru einhverjir efnahagssérfræðingar í sjónvarpsfréttunum í síðustu
viku. Líklega í vinnu hjá fjármálafyrirtækjum, á vegum stjórnvalda eða sam-
tökum stórfyrirtækja. Man það ekki. Allavega spáðu þeir því að hér væri
komin snörp efnahagslægð. Hér væri ekki lengur margra prósenta hag-
vöxtur og smjörið hætt að drjúpa af dönsku stráunum í Nauthólsvík. Þeir
sögðu ekki beint að allt væri að fara til fjandans, en svona hér um bil. Ekki
veit ég nákvæmlega hvað þessir menn miða við. Kannski er það fjöldi rán-
dýrra og stórra íbúða í miðbæ Reykjavíkur og öðrum dýrum íbúðahverfum
stórborgarinnar, sem ekki eru að seljast af því venjulegur almenningur hef-
ur ekki efni á að kaupa þær. Kannski er það skortur á þjóðarvilja til að kok-
gleypa hið meinta efnahagsundur sem felst í þriðja orkupakkanum. Hvað
veit ég? Ég er jú úr sveit og sennilega ekki ætlað að skilja þetta.
Það sem téðir sérfræðingar hafa hins vegar ekki reiknað í grátkórinn var
þjóðhagslegur ávinningur af góðum fiskveiðum og gæftum hér vestan við
landið. Að höfnum Snæfellsbæjar hefur á vertíðinni verið að berast meiri
og betri afli en dæmi eru um í seinni tíð. Sjómenn græða, útgerðin græð-
ir og Kristinn bæjarstjóri sleppur við að taka ný lán. Góðar fréttir sem
virkilega fylla mig bjartsýni. Þessir efnahagsmógúlar hafa heldur ekki tekið
með í reikninginn þjóðhagsleg áhrif góða veðursins á menn og skepnur.
Hér hefur verið einmuna vorblíða, gróður er mánuði fyrr á ferðinni en
í meðalári, lambfénu er hleypt út í vaðandi gras og störfin verða öll svo
miklu léttari. Þessir sérfræðingar fyrir sunnan hafa örugglega heldur ekki
reiknað með jákvæð áhrif þess að menntamálaráðherrann er nú að ná í
gegnum þingið fjölmiðlafrumvarpi sem væntanlega mun lengja líf einka-
rekinna fjölmiðla um einhver ár til viðbótar. Við getum því vænst þess að
áfram verði starfandi blaðamenn í landinu sem ekki endilega verða allir á
launaskrá hjá RUV. Áfram verða því sagðar fréttir af mannlífi til sjávar og
sveita, góðum gæftum og fallegum lömbum. Það verða áfram einhverjir til
að segja frá stórafmæli í leikskóla, metnaðarfullu fræðslustarfi, skógrækt,
byggingaframkvæmdum, fjölgun fæðinga á Akranesi og svo framvegis. Ég
allavega gleðst og það mega almennt þeir gera sem sækjast eftir öðru en
falsfréttum sem nóg er af í boði amerískra samfélagsmiðla.
En ég velti því fyrir mér hvað veldur því að akkúrat núna er að draga úr
hagvexti. Ég geri ekki lítið úr áhrifum gjalþrots hins kvika flugfélags sem
hvarf skyndilega af markaði í vor. Vissulega fækkaði ferðamönnum í apríl
töluvert og óundirbúið bakslag kom í ferðaþjónustuna. Hins vegar er ég
sannfærður um að það bakslag er tímabundið. Meðan landið okkar hefur
upp á jafn mikla sérstöðu að bjóða og raunin er, þá mun áfram verða eftir-
spurn eftir að heimsækja það. Ef eftirpurnin er til staðar eru nákvæmlega
engar líkur á öðru en flugfélög víða um heim séu reiðubúin að taka þátt í að
flytja þessa íslandsþyrstu ferðamenn til landsins. Það tekur bara markaðinn
smátíma að aðlaga sig þeim aðstæðum. Annað veigamikið atriði sem skiptir
máli í þessu samhengi er mikil eftirspurn eftir íslenskum fiski og það verð
sem þar af leiðandi er að fást fyrir hann. Ég er sannfærður um að afkoma í
sjávarútvegi eftir þessa vertíð verður góð. Frábær veiði, góður fiskur, hátt
verð og gæði fullunninna afurða tryggir afkomu þessarar góðu og lífsnauð-
synlegu atvinnugreinar okkar.
Af þessum sökum blæs ég á dómsdagsspár efnahagssérfræðinga í bönk-
unum um að hér sé allt að fara á verri veg. Vissulega er stutt bakslag, en
strax í haust fer allt á betri veg í efnahag landsins. Njótum því sólarinnar
þangað til, afburða góðrar tíðar og þess fallega sem þrátt fyrir allt er að
gerast í kringum okkur. Það nægir að fletta Skessuhorni í dag til að fyllast
bjartsýni.
Magnús Magnússon
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar síðastliðinn fimmtudag
var kynnt niðurstaða útboðs Ríkis-
kaupa, fyrir hönd Borgarbyggðar,
á byggingu nýs leikskóla á Klepp-
járnsreykjum. í verkinu felst niður-
rif fyrrum heimavistar við grunn-
skólann og samliggjandi íbúðar og
bygging nýs leikskóla og vinnu-
herbergja starfsfólks. Fjögur tilboð
bárust í verkið. Lægsta tilboð átti
Eiríkur J Ingólfsson ehf. sem bauð
296,2 milljónir króna. Önnur tilboð
voru frá 323-374 milljónum króna.
Ríkiskaup hafði metið öll tilboðin
gild. Byggðarráð samþykkti að fela
Benedikt Magnúsyni bygginga-
eftirlitsmanni fyrir hönd Borgar-
byggðar að ganga til samninga við
lægstbjóðanda í framkvæmdir.
mm
Nýverið voru tjaldsvæði Snæfells-
bæjar á Hellissandi og í Ólafsvík
opnuð. Hefur aðsókn á þau auk-
ist undanfarin ár og stefnt að því
að þau verði opin að minnsta kosti
út septembermánuð. Unnið hef-
ur verið að því að bæta þá aðstöðu
og þjónustu sem í boði er á tjald-
svæðunum síðustu ár. Nú síðast
með því að bæta salernisaðstöðu og
leggja rafmagn í það svæði sem upp
á vantaði á Hellissandi. Einnig var
tjald stæðið á Hellissandi stækkað
en jarðvegurinn sem kom upp úr
grunni væntanlegrar Þjóðgarðs-
miðstöðvar var notaður til að ljúka
við stækkunina. Þannig var allt efni
sem til féll notað sem er mjög um-
hverfisvænt. í sumar er svo ætlun-
in að sá í nýju flatirnar þannig að
þær verði nothæfar næsta sumar.
Verður fróðlegt að sjá hvernig end-
anlegt útlit tjald stæðisins á Hellis-
sandi verður en það er á mjög skjól-
sælum stað og byggt upp á fallegum
stað í hrauninu.
þa
Færeyski línubáturinn Skörin frá
Toftum leitaði til hafnar í Ólafs-
vík á mánudaginn. Vél bátsins
hafði ofhitnað og töldu skipsverj-
ar að eitthvað væri í skrúfunni og
var því leitað til Víðis Haraldsson-
ar kafara í Ólafsvík sem hefur séð
um að hreinsa úr skrúfum báta í
mörg ár og er hokinn af reynslu í
köfun. Að sögn Víðis reyndist ekki
mikið í skrúfu bátsins og taldi hann
aðrar ástæður að baki því að vélin
hefði ofhitnað. Skipsverjar notuðu
tækifærið í landlegunni og keyptu
nauðsynjavörur í verslunum bæjar-
sins. Sögðu þeir fréttaritara að þeir
væru með um 30 tonn af fiski um
borð eftir tvær lagnir og voru hæst-
ánægðir með þann afla. af
Loftmynd af Kleppjárnsreykjum. Ljósm. úr safni/ Mats Wibe Lund.
Eiríkur átti lægsta boð í
byggingu nýs Hnoðrabóls
Til hafnar eftir að vélin hafði ofhitnað
Skörin að koma til hafnar í Ólafsvík.
Víðir og skipstjóri
bátsins.
Jarðvegur úr grunni Þjóðgarðs-
miðstöðvar nýttur í tjaldsvæðið