Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 201914 Á tveimur síðustu áratugum hefur skógrækt hér á landi verið aukin til muna. Ríkisvaldið hefur stutt við það starf meðal annars í gegnum landshlutaverkefni eins og Vestur- landsskóga. Áhugasamir landeig- endur hafa látið skipuleggja land- svæði undir skógrækt, fengið styrki til gróðursetningar og vinna að því að græða og bæta landið. Víða um land má þannig sjá efnilega skóg- rækt sem með tíð og tíma mun breyta ásýnd landsins og veðurfari. í hópi skógræktarmanna er Stef- án Kristinn Teitsson frá Akranesi. Þrátt fyrir að vera á 90. aldursári slær Stefán ekki slöku við, pantaði níu þúsund trjáplöntur fyrir árið og er byrjaður í vorgróðursetningunni. Árið 2003 keypti Stefán um hundr- að hektara úr landi Hafnar í Mela- sveit og stofnaði nýbýlið Hafnarsel ofan við þjóðveg. Landið er norðan við Hafnará og markast af þjóðveg- inum í vestri og er upp að rótum Hafnarfjalls. Vegfarendur þekkja svæðið vel, ekki síst vegna þess að þar er þekkt að varhugavert getur verið að aka ef hvassan suðaustan- stæðan vind leggur af fjallinu. Það getur því verið skeinuhætt á Hafn- armelunum í hvassviðri. Með tíð og tíma mun skógrækt Stefáns bónda í Hafnarseli breyta þeim aðstæðum á hluta þjóðvegarins. Stefáni er um- hugað um skógræktina. Við tókum hann tali í skógarlundinum í Hafn- arseli. Endurvakti skógræktarfélag „Ég kaupi þessa hundrað hekt- ara lands úr landi Hafnar í Mela- sveit árið 2003 og stofna hér ný- býlið Hafnarsel. Ég hafði lengi haft áhuga fyrir skógrækt og fannst þetta gott tækifæri að huga að þessu áhugamáli mínu eftir að hefðbund- inni starfsævi lauk,“ segir Stefán, en hann rak um áratugaskeið Tré- smiðjuna Akur á Akranesi, byggði hús og framleiddi húsgögn. Fjöl- skylda Stefáns rekur áfram Akur og raunar er Stefán enn að dunda á verkstæðinu, rennir listilega vel skálar úr tré. Stefán var í þriggja manna gönguhópi sem ákvað fyr- ir nærri fjórum áratugum að end- urvekja Skógræktarfélag Akra- ness. „Félagið varð til að nýju árið 1980 og byrjuðum við að planta í Slögu við Akrafjall sem þá var afgirt svæði. í því félagi var ég formaður um hríð og sit meira að segja enn í stjórn þess,“ segir Stefán. Þess má geta að árið 2014 fékk Stefán við- urkenningu frá Skógræktarfélagi íslands fyrir þátt sinn í að endur- vekja Skógræktarfélags Akraness. Þá hefur félagið sjálft einnig heiðr- að hann fyrir framlag sitt til skóg- ræktar á Akranesi. Kindin getur verið ágeng Nýbýlið Hafnarsel er land sem ein- kennist af melum. Þó eru gróin svæði með móum og gömlum tún- um inn á milli og þéttari gróður er upp við fjallsrætur. Stærsti hluti landsins er hinsvegar Langimelur svokallaður. „Landið er afgirt en þrátt fyrir það er maður aldrei al- veg laus við ágang sauðkindarinn- ar. Þær eru býsna ákveðnar sum- ar sem hafa einbeittan brotavilja,“ segir Stefán og kímir. „Eigandi fjár- ins hefur hins vegar verið liðlegur að smala út hjá mér þegar ég hef beðið hann,“ bætir hann við. Skrúfuðust upp og hurfu í tómið Ofarlega í landið setti Stefán nið- ur tvö sumarhús en í skipulagi fyr- ir lögbýlið er gert ráð fyrir að hægt sé að byggja tíu sumarhús til við- bótar. Neðra húsið á Stefán sjálfur og þar er skráð lögbýli Hafnarsels. Dóttir hans og tengdasonur eiga efra húsið en fleiri úr fjölskyldu Stefáns koma að gróðursetningu og öðru sem til fellur. „Það hefur verið mest áskorun að rækta upp Langamelinn,“ segir Stefán og sýn- ir blaðamanni hvernig birkiplöntur, lerki, greni og fura hafa náð að vaxa úr grasi þrátt fyrir talsvert vindá- lag og að því er virðist gróður- snauða mela. Birkið er einkar fal- legt hjá honum og elstu plönturn- ar sem plantað var fyrir innan við fimmtán árum fyrir löngu vaxnar fólki yfir höfuð. Hann segir falleg- ustu birkiplönturnar vera af Bæjar- staðakvæmi, ljósar að lit á stofni. Öspum hefur Stefán komið á legg með stiklingaræktun og plantað í skjólbelti. Sigvaldi heitinn Ásgeirs- son ráðgjafi hans, sem stýrði Vest- urlandsskógum í upphafi, hafi ekki verið hrifinn af ösp í landslaginu, en sjálfur taldi Stefán öspina góða til að mynda fljótt skjól fyrir ann- an gróður. Þannig eru tvö kílómet- ers löng skjólbelti sem komið hef- ur sér vel að hafa í snörpum vindi sem vissulega geta slegið sér nið- ur á þessum slóðum. „Öspin er frek planta, en dugleg. Hún skapar fljótt skjól og hjálpar öðrum plöntum að komast til lífs,“ segir hann. Stef- án hefur lagt áherslu á skjólbelta- ræktunina og ekki að ástæðulausu. „Hér tættist eitt sinn upp í ofsaroki fimmtíu metra löng gróðurþekja í hvassviðri með trjám og öllu. Þar hafði tveggja ára birki verið gróð- ursett og hver einasta planta hrein- lega skrúfaðist upp og hvarf út í tómið. Ég hef ekki plantað í þenn- an blett að nýju til að minna bæði mig og aðra á hvernig veðrið get- ur orðið hér. Það góða er hins veg- ar að þegar aðrar plöntur vaxa upp með tíð og tíma munu þær mynda varanlegt skjól og breyta vindálag- inu bæði hér á landareigninni en einnig mun draga úr vindálagi á þjóðveginum.“ Stórátak í landgræðslu á Hafnarmelum Stefán segist hafa verið viðloðandi þetta svæði í Melasveitinni allt frá 1966 að hann keypti gamlan sum- arbústað í landi Ölvers, sunnan Hafnarárinnar. í kringum bústað- inn plantaði hann um sex þúsund trjáplöntum árið 1973, tré sem nú eru 10-12 metra há og mynda þétt- an skógarlund upp við fjallið. „Ég hafði lengi haft augastað á þessu landi norðan ár og falaðist eftir því og keypti af Ólafínu í Höfn. Hér unum við okkur vel,“ segir Stefán. Aðspurður um hvað honum finn- ist skemmtilegast að gera varðandi skógræktina segir hann það vera að planta út. „Það er mest skemmti- legt að planta en einnig er ánægju- legt að upplifa að meirihluti plant- anna lifir og eiga eftir að bæta land- ið og loftslagið.“ Hann segir gríðarlega mikla breytingu hafa orðið í Melasveit- inni eftir að ákveðið var að sá lúp- ínu í melana. „Landgræðslufélag- ið við Hafnarfjall beitti sér fyrir þeirri sáningu og hér er búið að græða upp um 1200 hektara lands sem áður var gróðurvana melur. Þetta geta vegfarendur séð þegar þeir aka um þjóðveginn. Melarnir eru horfnir, gróður er að myndast og ásýnd landsins verður fallegri. Sjálfsáð birki er farið að teygja sig upp úr lúpínubreiðunni og smám saman tekur það yfirhöndina og lúpínan hopar. Þetta verkefni er að mínu viti það stærsta sem unn- ið hefur verið í landgræðslu á öllu Vesturlandi. Ég er stoltur af að eiga þátt í þessu verkefni,“ segir Stefán. Allt vel skipulagt Oftast segist Stefán fá aðstoð barna og barnabarna við skógræktina, en þegar blaðamaður leit við í síð- ustu viku var hann einn á ferð, ný- lega búinn að sækja um fjögur þús- und plöntur að Reit í Reykholts- dal þangað sem skógræktarbænd- ur sækja plöntur sem Vesturlands- skógar útvega. Aðspurður segist hann nú vera búinn að planta í um 60% af landinu í Hafnarseli. Frá 2004 hefur hann plantað 160 þús- und plöntum. Bókhald yfir hvert og eitt sumar geymir hann í vandaðri dagbók þar sem hægt er að fletta upp hverju einasta sumri; tegund- um og kvæmum, dagsetningum, allt eftir mikilli reglusemi. Áður en skógræktin hófst segist hann hafa fengið Sigvalda Ásgeirsson, sem stýrði Vesturlandsskógum, til að skipuleggja landið. Á korti er jörð- in skilmerkilega reituð niður eft- ir jarðvegi og landgerð og mælt með hvaða plöntur henta hverjum stað. „Hann Sigvaldi reyndist mér vel og vann þennan undirbúning af kostgæfni. Því miður nýtur hans ekki lengur við, varð bráðkvaddur á besta aldri fyrir nokkrum árum.“ Við kveðjum Stefán Kristinn Teitsson skógarbónda í Hafnar- seli og þökkum fyrir móttökurnar. í næstu ferð um Hafnarmelana eru lesendur hvattir til að gjóa augun- um í átt til Hafnarfjallsins og virða fyrir sér landið sem smám saman er að breytast að tilstuðlans skógar- bóndans í Hafnarseli. mm Áhugamálið snýr að skógrækt og landbótum við Hafnarfjall Rætt við Stefán Kristinn Teitsson, trésmið og skógræktarmann í Hafnarseli Stefán Kristinn Teitsson stendur hér við hlið fallegrar birkiplöntu af Bæjarstaðakvæmi. Greniplanta á leið niður í plöntustafinn og ofan í jörðina. Hér er Stefán að fylla í eyður í nokkurra ára gamalli grenitrjáa- ræktun. Frostlyfting með tilheyrandi afföllum verður alltaf einhver í mel eins og þarna er plantað í. Á fimmta þúsund plöntur bíða nú þess að verða potað í jörðu í landi Hafnarsels í vor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.