Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 201910
Atvinnuleysi í apríl síðastliðnum
mældist 3,7% og voru að meðaltali
6.803 einstaklingar í landinu án at-
vinnu í mánuðinum. Það er mesta
atvinnuleysi síðan í apríl 2014 þeg-
ar það mældist 4,1%. Skráð at-
vinnuleysi jókst milli mánaða um
0,5 prósentustig, úr 3,2% í mars.
í lok apríl voru 326 fleiri atvinnu-
lausir en í lok mars. Atvinnuleysi
í apríl 2018 var 2,3% og er aukn-
ingin því 1,4 prósentustig milli ára.
Hlutfallslega eru heldur fleiri kon-
ur atvinnulausar en karlar eða 3,8%
meðan 3,6% karla eru á atvinnu-
leysisskrá Vinnumálastofnunar.
mm
CrossFit iðkun hefur vaxið hratt í
landshlutanum undanfarið og um
síðustu helgi var opnuð ný Cross-
Fit stöð við Smiðjugötu 5 í Rifi.
Nýja stöðin heitir CF Snb og það
eru vinkonurnar Gestheiður Guð-
rún Sveinsdóttir og Kristfríður
Rós Stefánsdóttir sem standa að
opnun stöðvarinnar. Gestheiður
og Kristfríður hafa báðar verið að
æfa CrossFit hjá CrossFit Reykja-
vík og eru búnar að ljúka þjálfara-
námskeiði í CrossFit. Evert Víg-
lundsson, einn af eigendum Cross-
Fit Reykjavík og upphafsmaður
CrossFit á íslandi, kom í Rif um
síðustu helgi og hélt fyrsta grunn-
námskeiðið fyrir nýja iðkendur í
Snæfellsbæ. Allir sem æfa CrossFit
þurfa allir að ljúka grunnnámskeið-
ið til að ná tökum á grunntækni æf-
inganna áður en hægt er að mæta í
æfingu dagsins.
„Við héldum fyrsta grunnnám-
skeiðið um síðust helgi og verð-
um með annað grunnnámskeið
um næstu helgi. En stöðin er þó
ekki alveg formlega opnuð en það
er hægt að koma og taka æfingar,“
segir Gestheiður þegar Skessu-
horn heyrði í henni fyrr í vikunni.
Gestheiður útskrifast sem íþrótta-
fræðingur frá Háskóla íslands í júní
og Kristfríður stefnir á útskrift úr
sama námi í lok árs. „Við erum báð-
ar búnar að búa í Reykjavík síðustu
ár og erum núna fluttar aftur vest-
ur. Við ákváðum eiginlega að flytja
heim aftur til að opna þessa stöð,“
segir Gestheiður. „Kærastar okkar
beggja hafa verið að hjálpa okkur
mikið við að undirbúa opnunina og
þetta hefur allt gengið rosalega vel.
Aðstaðan er mjög góð, við erum
með tvo klefa með sturtum og
ættum að geta tekið á móti 15-20
manns á hverja æfingu. Okkur var
rosalega vel tekið og við bjuggumst
alls ekki við svona góðum viðtökum
og erum alveg í skýjunum yfir þessu
öllu og hlökkum mikið til fram-
haldsins,“ segir hún að lokum.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
Drög að frumvarpi til nýrra laga
um leigubifreiðar hafa verið birt í
samráðsgátt stjórnvalda til umsagn-
ar. Markmið með frumvarpinu er
að auka frelsi á leigubifreiðamark-
aðnum og tryggja örugga og góða
þjónustu fyrir neytendur. Þá er nýj-
um lögum ætlað að tryggja að ís-
lenska ríkið standi við alþjóðlegar
skuldbindingar samkvæmt samn-
ingnum um evrópska efnahags-
svæðið. Allir hafa tækifæri til að
senda inn umsögn eða ábendingar
en frestur til að skila umsögn er til
og með 20. júní 2019.
Frumvarpið byggir að megin-
stefnu til á tillögum starfshóps um
heildarendurskoðun regluverks
um leigubifreiðakstur sem skipað-
ur var í október 2017 en skilaði til-
lögum í formi skýrslu í mars 2018.
Núgildandi lög eru frá árinu 2001
en nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á lögunum frá gildistöku
þeirra.
Meðal breytinga sem lagðar eru
til eru afnám takmörkunarsvæða
og fjöldatakmarkana atvinnuleyfa,
afnám skyldu leigubifreiða til að
hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð
og breyttar kröfur til þeirra sem
hyggjast starfa sem leigubifreiða-
stjórar. í frumvarpinu er gert ráð
fyrir því að til verði tvær tegundir
leyfa sem tengjast akstri leigubif-
reiða. Atvinnuleyfi mun veita rétt-
indi til að aka leigubifreið í eigu
rekstrarleyfishafa í atvinnuskyni,
rekstrarleyfi mun veita réttindi til
að reka eina leigubifreið sem er í
eigu rekstrarleyfishafa eða skráð
undir umráðum hans og til að aka
henni í atvinnuskyni.
Gerðar eru breytingar á skilyrð-
um til að mega reka leigubifreiða-
stöð og rekstrarleyfishöfum heim-
ilað að framselja hluta af skyldum
sínum með samningi til leigubif-
reiðastöðvar. Einnig er gert ráð
fyrir því að heimilt verði að aka
án þess að gjaldmælir sé til staðar í
bifreið í þeim tilfellum þegar sam-
ið hefur verið fyrir fram um heild-
arverð fyrir ekna ferð. Þá er gert
ráð fyrir því að gera megi ólíkar
kröfur til merkinga bifreiða eftir
því hvort þær séu búnar gjaldmæli
eða ekki. mm
Atvinnuleysi í apríl mældist það mesta í fimm ár
Atvinnuleysi er á sjöunda tug prósenta á Suðurnesjum, en næstminnst á Vestur-
landi þar sem það mælist rúm tvö prósentustig.
Töluverð fjölgun hefur á síðustu mánuðum orðið í hópi þeirra sem verið hafa án
atvinnu í allt að hálft ár, þeir voru 3.188 í desember en hafði fjölgað í 4.583 í apríl.
Sömuleiðis hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í 6-12 mánuði.
Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Svo virðist því sem þeir sem
missa atvinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður.
Ný lög um
leigubifreiðar
í umsagnarferli
Evert Víglundsson, einn af eigendum
CrossFit Reykjavík, hélt fyrsta grunn-
námskeiðið í nýju CrossFit stöðinni í
Rifi um síðustu helgi.
CrossFit stöð opnuð
í Snæfellsbæ
Kristfríður Rós Stefánsdóttir og Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir hafa opnað nýja
CrossFit stöð í Rifi.
Stöðin er mjög vel búin.
Nýju CrossFit stöðinni var mjög vel
tekið og var mjög góð mæting á fyrsta
grunnnámskeiðið sem haldið var um
síðustu helgi.