Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 201930
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvernig útivera finnst þér
skemmtilegust?
Spurni g
vikunnar
(Spurt í Borgarnesi)
Hafdís Auður Magnúsdóttir
Göngutúr í kringum allt.
Jón Hermannsson
Fara til Grímseyjar.
Ylfa Mist Helgadóttir
Ganga.
Lilja S. Ólafsdóttir
Fara í sund og í gönguferðir.
Dómhildur Rúna Jónsdóttir
Sund í útilauginni.
Borgnesingurinn Alexandrea Rán
Guðnýjardóttir vann á sunnudag-
inn til bronsverðlauna á heims-
meistaramótinu í bekkpressu sem
fram fer í Tókýó í Japan. Alex-
andrea keppir í -57 kg flokki ung-
linga í klassískri bekkpressu. í
fyrstu lyftu tók hún 67,5 kg og
í þeirri annarri voru 72,5 kg á
stönginni. Þau fóru upp og bætti
hún þar með sinn besta árangur
og íslandsmetið um 2,5 kg. Hún
lét ekki þar við sitja og í þriðju
lyftu fóru 75 kg upp sem tryggði
bronsverðlaun á mótinu og nýtt
íslandsmet.
arg
Bjarki Pétursson kylfingurinn knái
úr Borgarnesi, Gísli Sveinbergsson
og liðsfélagar þeirra í Kent State
fögnuðu um helgina sigri á MAC
Championship mótinu sem fram
fór í bandaríska háskólagolfinu í
Ohio fylki. Á golfvefnum Kylfing-
ur.is er sagt frá því að upprunalega
hafi átt að spila þrjá hringi, en þriðja
hringnum var aflýst vegna veð-
urs og töldu því fyrstu tveir hring-
ir mótsins. Báðir léku þeir Gísli og
Bjarki vel í mótinu en Gísli endaði
í öðru sæti á tveimur höggum undir
pari og Bjarki varð í 9. sæti á fjórum
höggum yfir pari eftir að hafa leikið
seinni hringinn á tveimur höggum
undir pari.
Lið strákanna, Kent State, varð
jafnt Eastern Michigan liðinu í efsta
sæti í liðakeppninni á 5 höggum
yfir pari og fögnuðu því í raun bæði
lið sigri. Hins vegar var einungis
eitt sæti í boði á Regionals mótið
sem fer fram dagana 12.-15. maí og
þurfti því að skoða skorið hjá versta
leikmanninum í báðum liðum til að
skera úr um sigurvegara. Þannig
öðluðust liðsmenn Kent Sate sæti í
Regionals mótinu og hafa þeir Gísli
og Bjarki nú komist í mótið öll sín
fjögur ár í háskólanum sem er frá-
bær árangur.
mm
Víkingur Ó. vann góðan útisigur á
Þrótti R., 1-2, þegar liðin mættust í
þriðju umferð Inkasso deildar karla
í knattspyrnu á föstudagskvöld.
Ólafsvíkingar fengu algera
draumabyrjun þegar þeir komust
yfir strax á 3. mínútu leiksins. Ja-
cob Andersen fékk þá boltann fyr-
ir framan vítateiginn eftir mistök í
vörn Þróttara. Hann var einn gegn
tveimur varnarmönnum, tók létta
gabbhreyfingu til vinstri og þrum-
aði boltanum í fjærhornið niðri.
Snyrtilegt mark hjá Jacobi og Vík-
ingar komnir yfir.
Heimamenn voru slegnir eftir
markið en fundu taktinn betur eftir
því sem leið á fyrri hálfleikinn. Þeir
voru heilt yfir sterkari og virkuðu
líklegri til að skora, áttu m.a. skalla
í þverslá. En fleiri mörk voru ekki
skoruð í fyrri hálfleik og Ólafsvík-
ingar yfir í hléinu.
Þróttarar voru áfram sterkari
framan af seinni hálfleiknum og
náðu að jafna á 66. mínútu. Birkir
Þór Guðmundsson fékk þá boltann
nokkuð fyrir utan vítateig Víkings.
Hann var ekkert að tvínóna við
hlutina heldur hamraði boltann í
hornið fjær meðfram jörðinni. Fal-
legt mark og staðan orðin 1-1.
Bæði lið fengu sín færi eftir jöfn-
unarmarkið. Ólafsvíkingar komust
í dauðafæri á 76. mínútu en Har-
ley Willard brenndi af. Hann bætti
upp fyrir það mínútu síðar með því
að skora sigurmark leiksins. Sallieu
Tarawallie sendi boltann á Har-
ley við vítateigslínuna. Hann lagði
hann á vinstri fótinn og stýrði hon-
um í netið. Þróttarar fengu dauða-
færi til að jafna metin skömmu eft-
ir mark Víkings en skutu framhjá
auðu markinu. Það voru því Ólafs-
víkingar sem fóru með sigur af
hólmi, 1-2.
Víkingur Ó. situr í öðru sæti
deildarinnar með sjö stig eftir þrjá
leiki, tveimur stigum á eftir toppliði
Keflavíkur og stigi á undan næstu
liðum fyrir neðan. Næsti leikur
Víkings er gegn Þór á föstudag-
inn, 24. maí. Hann verður leikinn
á Ólafsvíkurvelli.
kgk
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni,
komst ekki í gegnum niðurskurð-
inn á La Reserve de Sotogrande
Invitational mótinu sem fram fór
á Spáni um síðustu helgi. Valdís
fann sig ekki á fyrsta hring mótsins
á fimmtudag, lék á 78 höggum eða
sex höggum yfir pari. Henni gekk
betur á öðrum hringnum, fór hann
á 75 höggum eða þremur yfir pari.
Það dugði hins vegar ekki til að
komast í gegnum niðurskurðinn og
lauk hún því keppni á samtals níu
höggum yfir pari.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Enrique Snær Llorens Sigurðs-
son sló um helgina tólf ára gam-
alt Akranesmet í 800 m skriðsundi
í flokki pilta 15-17 ára. Nýja met-
ið setti hann á íRB móti sem hald-
ið var í Reykjanesbæ um helgina.
Hann synti á 9:23,27 sek. og bætti
met Leifs Guðna Grétarssonar frá
2007 um rétt tæpa sekúndu.
Alls tóku 29 sundmenn frá Sund-
félagi Akraness þátt í mótinu og
sneru heim með hvorki fleiri né
færri en 25 verðlaunapeninga, að
því er fram kemur á Facebook-síðu
Sundfélags Akraness.
kgk
Káramenn máttu sætta sig við 3-1
tap gegn Vestra þegar liðin mætt-
ust í þriðju umferð 3. deildar karla
í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið
var á ísafirði.
Eggert Kári Karlsson kom Kára-
mönnum yfir strax á 12. mínútu eft-
ir sendingu frá Ragnari Leóssyni.
Josh Signey jafnaði fyrir heimamenn
á 27. mínútu og þannig var staðan
í hálfleik og þar til stutt var eftir af
leiknum. Það var ekki fyrr en á 80.
mínútu að Aaron Spear kom Vestra í
2-1. Josh Signey skoraði síðan annað
mark sitt og þriðja mark heimamana
á 83. mínútu og innsiglaði 3-1 sigur
Vestra.
Kári situr í sjötta sæti deildarinnar
með fjögur stig eftir þrjá leiki, jafn
mörg og íR í sætinu fyrir neðan en
tveimur stigum á eftir liðunum fyrir
ofan. Næst leikur Kári gegn Fjarð-
arbyggð á Akranesi laugardaginn 25.
maí næstkomandi.
kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.
Enrique Snær Llorens
Sigurðsson sló tólf ára gamalt
Akranesmet í 800 m skriðsundi.
Ljósm. Sundfélag Akraness.
Sló tólf ára gamalt met
Tap á Ísafirði
Daninn Jacob Andersen skoraði fyrra mark Víkings Ó. í sigrinum gegn Þrótti R.
Ljósm. úr safni/ þa.
Góður útisigur Ólafsvíkinga
Alexandrea (til hægri) með bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í bekkpressu.
Ljósm. kraft.is
Alexandrea með brons á heims-
meistaramóti í bekkpressu
Náði sér ekki
á strik á Spáni
Bjarki og Gísli
fögnuðu sigri