Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 25 Vortónleikar Skólakórs Snæfells- bæjar fóru fram 15. maí í Ólafs- víkurkirkju. Tónleikarnir báru yfirskriftina „Ferðumst með vindinum“ en á þeim söng kórinn lög frá ýmsum löndum á ólíkum tungumálum, svo sem frönsku, rúmensku, sænsku, ensku og ís- lensku. Kórstarfið hjá skólakórn- um er mjög öflugt og þær Vero- nica Osterhammer kórstjóri og Nanna Aðalheiður Þórðardótt- ir meðleikari eru búnar að vinna mikið og gott starf með börn- unum undanfarin ár. í vetur hafa verið um það bil 30 börn í 2. til 6. bekk grunnskólans í kórnum og hefur strákum fjölgað síðan í fyrra sem er gleðilegt. Meðal þess sem kórinn hef- ur tekið sé fyrir hendur í vetur er að syngja á fjölmenningarhá- tíðinni, á aðventukvöldi í Ólafs- víkurkirkju, í æskulýðsmessum í Ingjaldshólskirkju og Ólafsvík- urkirkju, á skólaslitum grunn- skólans ásamt því að fara í heim- sókn á dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Jaðar og syngja bæði yfir jól og svo aftur í vor. Að halda úti barnakór í bæjarfélagi af þessari stærðargráðu er örugglega ekki alltaf auðvelt en þær stöllur Vero- nica og Nanna hafa náð góðum árangri með þessum flottu krökk- um. Meðal þess sem kórinn ger- ir er að hafa æfingadag á Brimils- völlum þar sem Veronica býr en þann dag fá allir m.a. að fara á hestbak og nú á vordögum mun kórinn fara í vorferð um Snæ- fellsnesið. þa Starf knattspyrnudeildar Skalla- gríms hefur aukist mikið frá 2016, samkvæmt Viktori Má Jónassyni, framkvæmdastjóra deildarinnar. Hann segir gott samstarf við ná- grannana í íA á Akranesi eiga stór- an þátt í uppbyggingu félagsins síð- ustu ár. „Við höfum komist í sam- starf við Akranes og erum með stráka og stelpur á aldrinum 13 til 19 ára sem spila nú undir formerkj- um íA/Skallagrímur. Með þessu móti fá þau frábæra aðstöðu tólf mánuði ársins, frábæra þjálfun og miklu fleiri verkefni heldur en ef við værum bara Skallagrímur,“ seg- ir Viktor. Líkar vel smábæjar- fílingurinn Viktor Már tók við starfi fram- kvæmdastjóra í október 2016 á sama tíma og hann flutti til Borgar- ness með fjölskyldu sinni. „Ég hálf- partinn grísaði á þetta starf. Það var þannig að forveri minn hætti í sama mánuði og ég flutti hingað. Ég heyrði af þessu, hafði samband við Palla formann og bauð mig fram í starfið,“ segir Viktor. Sjálfur er Viktor Már Dalvíkingur í húð og hár og starfaði um tíma sem fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeild- ar Dalvíkur. „Þetta er keimlíkt og að búa á Dalvík,“ lýsir hann hvern- ig er að búa í Borgarnesi. „Þetta eru mjög svipuð sveitarfélög og ég fíla þennan smábæjarfíling,“ bætir Viktor við. Viktor Már hlaut íþróttafræði- lega menntun á Laugavatni, hefur æft fótbolta frá því hann var pjakk- ur og spilar í dag með meistara- flokki Skallagríms í 3. deild í fót- bolta. Hann á því mikinn íþrótta- bakgrunn og ekki úr vegi að hann sé í því starfi sem hann sinnir í dag, bæði sem þjálfari yngriflokka og framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildarinnar. Allt í öllu Starfið er ótrúlega fjölbreytt hjá Viktori Má og enginn vinnudagur eins. „Ég er framkvæmdastjóri en einnig yfirþjálfari og þjálfa sjálfur marga af þessum yngri flokkum. Ég kem að auki heilmikið inn í meist- araflokkinn sem starfsmaður og sé til dæmis um að sækja erlendu leik- mennina í samráði við þjálfarann. Ég sé jafnframt um alla pappírs- vinnu í kringum það og að koma þeim fyrir í gistingu og vinnu. Ég er í rauninni allt í öllu en meðfram starfinu fylgja fjölmörg verkefni og því mikilvægt að vera skipulagð- ur og það hjálpar að hafa ótrúlega góða og sterka stjórn á bakvið mig í öllu saman því ef það eru ekki sjálf- boðaliðar þá væri ekki hægt að reka þessi félög,“ segir Viktor stoltur af sinni stjórn. Gott samstarf í dag eru um 130-140 iðkendur hjá knattspyrnudeild Skallagríms. Deildin hefur komist í samstarf við Akranes þar sem strákar og stelpur spila undir formerkjum íA/Skalla- grímur. „Iðkendafjöldinn hef- ur staðið í stað síðustu þrjú ár og með þessu samstarfi, tveggja ná- grannafélaga, þá vonandi fer þessi tala hækkandi og leiðir að því að við skilum svo seinna meir leik- mönnum inn í meistaraflokk karla. Svo er langtímamarkmið og fjar- lægur draumur hjá félaginu að hér verði meistaraflokkur kvenna innan „x“ margra ára,“ segir Viktor von- góður. „Við erum samt sem áður í meira stappi við að ná inn stelpum á æfingar en við erum stöðugt að reyna að gera betur og það er hægt að hækka töluna með því að heim- sækja grunnskólana, kynna starf- ið og sýna alla þá kosti sem fylgja því að æfa fótbolta. Það er allt hægt þó svo að maður sé að koma úr liði sem heitir Skallagrímur. Að þú komir ekki úr liði eins og KR eða Valur á ekki að skipta neinu máli. Þú getur alltaf orðið landsliðsmað- ur eða landsliðskona ef þú ert til- búin/n að leggja hart að þér,“ segir Viktor ákveðinn og segir alltaf mik- ilvægt að stefna hátt. glh Sumarlestur fyrir börn er að hefj- ast á Bókasafni Akraness og stend- ur yfir í sumar. „Sumarlestur er lestrarhvetjandi verkefni miðað að börnum á aldrinum 6-12 ára. Fimm ára börnum er líka heimilt að taka þátt, ef þau hafa öðlast færni í lestri. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að við- halda og auka færni sína í lestri milli skólaára,“ segir Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður. Börnin skrá sig til leiks frá 3. júní og lýkur lestrinum 9. ágúst. „Þema í ár er söguhetjur í barna- bókum. Þegar börnin skrá sig til þátttöku í sumarlesturinn fá þau afhenta lestrardagbók. í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sum- ar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og setja „bókamiða“ í lestrar- netið. Fyrir hverja 5 til 10 bækur lesnar fá börnin að velja sér „dót úr dótakassanum“. Þátttakendur skrá sig á Bókasafninu og allir geta verið með. Þátttaka er ókeypis. Vikulega verður birt stutt viðtal við Lesara vikunar í Skessuhorni. Húllum-hæ lokahátíð verður miðvikudaginn 14.ágúst kl. 14 og þá verður happa- drætti og farið í leiki,“ segir Hall- dóra. Ritsmiðja Því má bæta við að Bókasafn Akra- ness býður börnum á aldrinum tíu ára (f. 2009) til 14 ára að taka þátt í ritsmiðju dagana 11.-14.júní, kl. 9:30-12.00. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu verður Katrín Lilja Jóns- dóttir blaðakona og ritstjóri Lest- arklefinn.is. Sú dagskrá verður nán- ar auglýst síðar. mm Viktor Már Jónasson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms. Framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Skallagríms sinnir fjölbreyttu starfi Mikill fjöldi lestrarhesta er einatt saman kominn í Bókasafni Akraness á uppskeru- hátíð sumarlestursins. Ljósm. úr safni/bþb. Sumarlestur og ritsmiðja á Bókasafni Akraness Fjölbreytt starf Skólakórs Snæfellsbæjar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.