Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur mátti sætta sig við 4-0 tap gegn Augnabliki á útivelli í 3. deild karla í knattspyrnu á föstu- dagskvöldið. Breki Barkarson kom Augnabliki yfir strax á 8. mínútu leiksins og bætti öðru marki við á 22. mínútu. Ómar Farooq Ahmed skoraði síðan þriðja mark heimamanna á 30. mín- útu og staðan ekki björguleg fyr- ir Skallagrím þegar flautað var til hálfleiks. Ómar skoraði síðan annað mark sitt og fjórða mark Kópavogsl- iðsins á 53. mínútu og þar við sat. Augnablik sigraði 4-0. Skallagrímur er í tíunda sæti deild- arinnar eftir fyrstu þrjá leiki sumars- ins með þrjú stig, jafn mörg og næstu lið fyrir ofan en tveimur stigum fyrir ofan botnliðin tvö. Næst leika Borg- nesingar á laugardaginn, 25. maí, þegar þeir mæta KF á Skallagríms- velli. kgk/ Ljósm. úr safni. Snæfellingar sigruðu íH, 1-2, í fyrsta leik sumarsins í 4. deild karla í knattspyrnu. Liðin mætt- ust í Reykjavík á föstudagskvöld. Heimamenn komust yfir á 16. mín- útu þegar Andri Magnússon skor- aði beint úr aukaspyrnu og þannig var staðan í hálfleik. Snæfellingar voru öflugri í seinni hálfleik, sóttu stíft að marki heima- manna en inn vildi boltinn ekki. Það var ekki fyrr en á 78. mínútu að Hólmurum tókst að brjóta ísinn þegar Sigurjón Kristinsson jafnaði metin með sínu fyrsta marki fyrir Snæfell. Áfram sóttu Snæfellingar stíft og tryggðu sér að lokum sigur- inn með marki frá Milos Janicijevic eftir hornspyrnu þegar komið var fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma. Snæfellingar sitja í fjórða sæti B riðils með þrjú stig, eins og Úlf- arnir, Hvíti riddarinn og KB í sæt- unum fyrir ofan, sem einnig unnu sína leiki í fyrstu umferð. Næst leika Snæfellingar gegn Úlfunum á föstudaginn, 24. maí. Sá leikur fer fram í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. Snæfell. Skagakonur unnu góðan útisig- ur á Fjölni í ótrúlegum leik í In- kasso deild kvenna á sunnudag, 1-3. Leikið var í Grafarvogi og það voru heimakonur sem voru öflugri í leiknum. Þær bókstaflega óðu í fær- um, fengu hvert dauðafærið á fæt- ur öðru en nýtingin var aftur á móti ekki upp á marga fiska. Á með- an nýttu Skagakonur sín tækifæri vel, skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Fjölnis og fengu þrjú stig út úr leiknum. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en hann var engu að síð- ur mjög líflegur og skemmtilegur. Fjölnisliðið var mun sterkara, fékk fullt af færum en klúðruðu þeim öllum. Fjölnisliðið var áfram betra í upp- hafi síðari hálfleiks og það var því gegn gangi leiksins þegar Erla Kar- itas Jóhannesdóttir kom íA yfir á 60. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri og smá at í teignum féll boltinn fyrir fætur Erlu sem sendi hann í autt markið. Þremur mínútum síð- ar sendi Bryndís Rún Þórólfsdóttir langan bolta inn fyrir vörn Fjölnis á Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur sem skoraði og kom íA tveimur mörk- um yfir. Fjölnir minnkaði muninn á 78. mínútu þegar Hjördís Erla Björns- dóttir skoraði eftir sendingu frá Söru Montoro. Það dugði þeim hins vegar skammt, því Skagakon- ur innsigluðu sigurinn á lokamín- útu venjulegs leiktíma. Fríða Hall- dórsdóttir komst auðveldlega með boltann upp í vinstra hornið, sendi hann fyrir á Veronicu Líf Þórðar- dóttur sem lyfti honum snyrtilega yfir markvörðinn og í hornið fjær. Eftir fyrstu tvær umferðirnar sitja Skagakonur í fjórða sæti deildar- innar með fjögur stig, jafn mörg og FH í sætinu fyrir ofan. Næsti leik- ur liðsins er gegn Grindvíkingum á Akranesvelli föstudaginn 24. maí. kgk Skagakonur eru komnar áfram í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á FH á þriðjudags- kvöld í síðustu viku. Leikið var á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Um hörkuleik var að ræða þar sem bæði lið sýndu mikla bar- áttu og fengu ágætis marktækifæri. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleik og staðan því marka- laus þegar liðin gengu til búnings- herbergja í hléinu. Ekki var langt liðið á síðari hálf- leikinn þegar Skagakonum tókst að brjóta ísinn. Erla Karitas Jóhann- esdóttir skoraði fyrir íA á 53. mín- útu og reyndist það vera eina mark leiksins. Skagakonur eru þar með komnar áfram í 16 liða úrslit bikarsins. Þar munu þær etja kappi við Þrótt R. á Akranesvelli, en báðum liðum hef- ur verið spáð góðu gengi í Inkasso- deildinni í sumar. Leikið verður í 16 liða úrslitum bikarsins dagana 31. maí og 1. júní næstkomandi. kgk Sannkallaður toppbaráttuleikur fór fram á nýja gervigrasvellinum í Kópavogi á sunnudagskvöldið þeg- ar Breiðablik tók á móti íA í Pepsí Max deildinni í fótbolta. Leikn- um lauk með 1-0 sigri íA, en eina mark leiksins var skorað á lokamín- útu uppbótartíma. Það gerði varn- armaðurinn Einar Logi Einars- son eftir fyrirgjöf frá Stefáni Teiti Þórðarsyni. Skagamenn voru mun sterk- ari aðilinn framan af fyrri hálfleik. Það voru svo Blikar sem skoruðu á 64. mínútu en markið var rétti- lega dæmt af þar sem brotið hafði verið á Árna Snæ, markmanni íA, þegar hann var kominn með bolt- ann. Leikurinn var fremur daufur í síðari hálfleik en einkenndist af sterkri vörn Skagamanna. Þeir gul- klæddu fengu þrjú góð færi í leikn- um og voru tvímælalaust sterkara liðið á vellinum. Þegar tíu mín- útur voru eftir af venjulegum leik- tíma var Árni Snær heppinn þegar hann missti boltann frá sér. Blikinn Thomas Mikkelsen setti í pressuna en Árni Snær náði boltanum á und- an. Allt stefndi í markalaust jafntefli þar til í fjögurra mínútna uppbótar- tíma. Þá átti Stefán Teitur fyrirgjöf til Einars Loga sem kláraði leikinn með marki eins og fyrr segir. Eftir fimm umferðir á mótinu er íA nú eitt á toppi deildarinnar með 13 stig. mm Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði annað mark ÍA í sigurleiknum gegn Fjölni. Ljósm. gbh. Nýttu færin sín vel Dramatískur sigur í fyrsta leik Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði eina mark leiksins. Ljósm. gbh. Skagakonur áfram í bikarnum Borgnesingar fengu skell Skagamenn á toppinn eftir sigur á Breiðabliki Einar Logi Einarsson varnarmaður náði á lokaandartökum leiksins að skora og tryggja öll þrjú stigin til Skagamanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.