Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 201912
Skátafélagið Stígandi stendur árlega
fyrir vorhreinsun í Búðardal, í þetta
sinn var hreinsunin gerð 15. maí.
Venjan er að skátarnir skipti liði og
fari um bæinn þar sem eldri skátar
eru í hlutverki flokksstjóra og passa
upp á þá yngri. í ár safnaðist í tvær
fullar kerrur en það mun hafa verið
heldur minna rusl en undanfarin ár,
að sögn skátaforingjans Kristjáns
Meldal. Minna var um fyrirferða-
mikla ruslið og líklega má þakka
það hversu vel hefur verið hreinsað
síðustu árin.
Eftir söfnun var endurvinnslu-
stöð Dalabyggðar í Búðardal opn-
uð og skátarnir flokkuðu ruslið á
viðeigandi hátt undir stjórn for-
ingja sinna. Að launum fengu allir
ís í boði Kjörbúðarinnar í Búðar-
dal.
Vorhreinsunin er endapunkt-
ur vetrarstarfsins en framundan
eru nokkrar sumarútilegur, innan-
lands sem utan. Fálkaskátar sam-
einast með Skátafélagi Borgarness
í útilegu í Einkunnum, Dróttskát-
ar og Drekaskátar fara sitt hvora
helgina að Úlfljótsvatni og loks er
um þrjátíu manna hópur frá Stíg-
anda að halda á skátamót til Þýska-
land í sumar.
sm
Olíuflutningaskipið Keilir kom við
í Grundarfjarðarhöfn á dögunum
en skipið var afhent Olíudreifingu
á þessu ári og er allt hið glæsileg-
asta. Skipið kom fyrst til heima-
hafnar í febrúar síðastliðnum en
það var smíðað í Tyrklandi. Keil-
ir leysti Laugarnes af hólmi en það
skip var orðið 40 ára gamalt.
tfk
Samkvæmt nýlega staðfestum sam-
þykktum fyrir sveitarfélagið Borg-
arbyggð verður einni fastanefnd
sveitarfélagsins skipt upp í tvær.
Skipulags-, umhverfis- og land-
búnaðarnefnd verður nú skipulags-
nefnd annars vegar og til verður ný
umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
Þá verður sett á stofn ný atvinnu-,
markaðs- og menningarmála-
nefnd. Fræðslunefnd og velferðar-
nefnd starfa áfram. Á fundi sveit-
arstjórnar síðastliðinn fimmtudag
fór fram kosning í nýjar fastanefnd-
ir samkvæmt nýjum samþykktum.
Formaður fræðslunefndar verð-
ur Magnús Smári Snorrason (S),
formaður skipulagsnefndar Guð-
mundur Freyr Kristbergson (VG),
formaður umhverfis- og landbún-
aðarnefndar Margrét Vagnsdóttir
(S), formaður atvinnu-, markaðs-
og menningarmálanefndar Sigurð-
ur Guðmundsson (D) og formaður
velferðarnefndar Silja Steingríms-
dóttir (D). mm
Starfsmenn Landsnets mættu til
Grundarfjarðar á dögunum til að
fjarlægja rafmagnslínur sem lágu
frá gamla tengivirkinu. Línurnar
munu því endanlega hverfa sjónum
en nýjaar raflínur liggja nú neð-
anjarðar. Smávægilegar rafmagns-
truflanir voru vegna þessa, en þær
voru vel auglýstar þannig að það
kom engum að óvörum. tfk
Nemendur í 1. – 7. bekk í Brekku-
bæjarskóla á Akranesi og vina-
bekkur sem var í heimsókn frá Bel-
fast komu saman á Akratorgi í há-
deginu í gær til að dansa. Mikið
stuð var á torginu og sólin magn-
aði upp stemninguna. Brekkubæj-
arskóli er þátttakandi í Erasmus+
verkefni þar sem eitt af verkefn-
unum er svokallaður flash-mob
dans. Fimm skólar í jafn mörg-
um löndum taka þátt í verkefninu
þar sem nemendur koma saman og
dansa sama dansinn, við sama lag-
ið, hver skóli í sínu landi. Þær Jó-
hanna Árnadóttir og Elín Ólöf Ei-
ríksdóttir sömdu dansinn sem er
við lagið Fuego sem Eleni Fou-
reira söng fyrir Kýpur í Eurovision
á síðasta ári.
arg
Kosið í nýjar fasta-
nefndir í Borgarbyggð
Keilir lætur úr höfn
Starfsmenn Landsnets eru hér við vinnu að fjarlægja línurnar á meðan kríurnar
fljúga fram og til baka til að flytja björg í bú.
Landsnet fjarlægir raflínur
Bæjarhreinsun
skátafélagsins Stíganda
Stuð á Akratorgi í hádeginu í gær