Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 21
Spaugfuglinn Ingi Björn Róberts-
son, eða Iddi Biddi eins og margir
þekkja hann, varð þrítugur síðast-
liðinn sunnudag. Hann sló til veg-
legrar veislu á Gamla Kaupfélag-
inu á laugardagskvöldið með vin-
um og fjölskyldu í tilefni af afmæl-
inu. Ingi Björn er fæddur og upp-
alinn í Borgarnesi en flutti á Akra-
nes fljótlega eftir grunnskóla; „fyrir
rúmum 10 árum síðan,“ eins og ein
systir hans orðaði það í samtali við
blaðamann. Iddi Biddi er mennt-
aður blikksmiður og starfar sem
slíkur hjá Blikksmiðju Guðmund-
ar á Akranesi. Sólahringurinn er
þó varla nógu langur fyrir þennan
orkumikla mann sem hefur mörg
áhugamál og er sjaldan langt und-
an í hinum ýmsum viðburðum sem
tengjast menningu og tónlist. Ingi
Björn er þannig orðinn mörgum
Skagamönnum kunnur fyrir létt-
leika, fíflaskap og læti. Vinir hans
lýsa honum sem manni með ein-
staklega gott geðslag sem gengur
í öll verkefni og hlutverk sem þarf
að sinna með gleði og jákvæðni.
Hann kemur mikið að veislustjórn
og skipulagningu viðburða ásamt
því að vera mikið á ferðinni með
hljómsveitinni Bland þar sem han
n er trommuleikari, eða sem plötu-
snúðurinn DJ Red Robertsson.
Ingi Björn á fimm systur og tvo
bræður. Sjálfur segir hann systur
sínar og móður hafa mótað sig með
mikilli ást og stríðni og að hann
sé ævinlega þakklátur fyrir að hafa
verið umvafinn svo mörgum sterk-
um og skemmtilegum konum alla
tíð! Aðspurður segist Ingi Björn
vera farin að láta sig dreyma um
að eignast fjölskyldu með konu af
Skaganum og sjái fyrir sér fallegt
einbýlishús á efri Skaganum með
stórum sólpalli og góðu grilli. Syst-
ur hans vilja koma því á framfæri að
Iddi Biddi er á lausu.
Ingi Björn er hér á myndinni með
systkinum sínum og foreldrum;
Ragnari Má, Mörthu Lind, Sigríði
Lind, Guðveig Lind, Agli, Kristínu
Lilju og Sonju Lind. Móðir þeirra
er Eygló Lind og faðir hans Robert
Crosby.
mm
Iddi Biddi kominn á fertugsaldurinn
Fimmtíu ár eru nú liðin frá því
dágóður hópur barna sem gekk í
skóla á Kleppjárnsreykjum fermd-
ist í Hvanneyrar- og Reykholts-
prestaköllum árið 1969. Hluti
hópsins kom saman í messu í Reyk-
holtskirkju síðastliðinn sunnudag.
Vegna tímamótanna var fólki hóað
saman ásamt kennurum við Klepp-
járnsreykjaskóla sem kenndu ferm-
ingarbarnaárganginum. Byrjað
var í dragbít í kaffihúsinu Heims-
kringlunni, sem er í hátíðarsal sem
gerður var yfir sundlaugina í gamla
Héraðsskólahúsinu.
Þaðan var svo haldið til messu í
Reykholtskirkju hjá sóknarprestin-
um síra Geir Waage. Þjónaði hann
fyrir altari ásamt síra Pétri Þor-
steinssyni, safnaðarpresti í Óháða
söfnuðinum, sem var í þessum
fermingarárgangi. Er þetta í fyrsta
skipti sem heimamaðurinn Síra
Pétur þjónar í kirkju í sinni heima-
sveit. Af því tilefni predikaði hann í
Reykholtskirku og ræddi um mik-
ilvægi messusóknar og skírnar-
fræðslunnar hjá foreldrum og for-
ráðamönnum heima við milli mjalta
og messu. Maul var svo eftir mess-
una í Finnsstofu, þar sem ferminga-
árgangurinn kom með viðurgern-
inginn ásamt því að Síra Geir fór
yfir sögu staðarins og atburði sem
tengdust kennurum og fermingar-
börnunum.
jþs
Síra Pétur og
síra Geir við
messuna.
Fimmtíu ára fermingarbarnafmæli
Aftari röð: Jón Gíslason, Jóhanna Arndal, Sigrún Kristjánsdóttir, Ingibjörg Inga
Guðmundsdóttir, Þorbjörn Gíslason og Jón Pétursson. Fremri röð: Hjörtur Þórar-
insson skólastjóri, síra Pétur Þorsteinsson, síra Geir Waage, Hulda Þórðardóttir
kennari og Sverrir Guðmundsson kennari.
grét og hlær. „En aðstæðurnar hér á
Laugum eru þó vissulega alveg ein-
stakar. Ég hef ferðast víða að skoða
sambærilegar búðir og hvergi hef
ég séð jafn góðar aðstæður. Það
þýðir samt ekki að Ungmenna- og
tómstundabúðirnar verði ekki jafn
frábærar á Laugarvatni og þær voru
hér og aðstæðurnar þar eru einnig
mjög góðar.“ arg/ Ljósm. arg & sm.
Ungmenna- og tómstundabúðunum er m.a. unnið með traust. Nokkur þrep eru á
staurnum og fer það eftir hugrekki hversu hátt menn fara. Ljósm. sm.
Anna Magga að skera ístertu frá Rjómabúinu á Erpsstöðum. Ljósm. sm.
Myndasyrpa frá þrautum í Lillulundi. Ljósm. sm