Skessuhorn - 22.05.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 201920
Síðustu nemendurnir kvöddu Ung-
menna- og tómstundabúðirnar á
Laugum í Sælingsdal á föstudaginn
og næsta haust verða búðirnar opn-
aðar á nýjum stað, á Laugarvatni.
Ungmenna- og tómstundabúðirnar
eru ætlaðar krökkum í níunda bekk
grunnskóla og dvelja þeir í búðun-
um frá mánudegi fram á föstudag.
Krakkarnir fá skemmtilega dagskrá
með ýmsum verkefnum og hóp-
efli og hefur aðsókn í búðirnar vax-
ið mjög síðan fyrsti hópurinn kom
þangað fyrst 17. janúar 2005. Strax
um liðna helgi hófust starfsmenn
svo handa við að pakka niður og var
fyrsti farmur fluttur á Laugarvatn á
mánudaginn. „Nú er þetta allt orð-
ið svo raunverulegt, það er í alvöru
bara korter í að við skellum í lás og
þá er þetta búið hér,“ segir Anna
Margrét Tómasdóttir, forstöðu-
maður Ungmenna- og tómstunda-
búðanna, í samtali við blaðamann
fyrir hádegi síðastliðinn föstudag.
„Þessi síðasta vika hefur einkennst
af bæði sorg og gleði og það er erf-
itt að kveðja Laugar. Þessi staðsetn-
ing og aðstæðurnar hér eru full-
komnar fyrir búðirnar. Hér erum
við með íþróttasal og sundlaug og
allt er innangengt. Staðsetningin er
langt frá öllu og býður upp á fjöl-
breytta útiveru sem er svo dásam-
legt,“ segir Anna Margrét.
Erfitt að kveðja
„Það var allt alveg extra langt hjá
okkur í þessari viku því við vor-
um að gera allt í síðasta skipti hér
og það var eiginlega alltaf kveðju-
stund. Við stoppuðum til dæmis al-
veg extra lengi hjá Rebeccu á Hól-
um og áttum mjög góða stund þar,“
segir Anna Margrét en allir krakk-
arnir sem hafa komið í Ungmenna-
og tómstundabúðirnar hafa geng-
ið yfir að Hólum og heimsótt Re-
beccu og dýragarðinn hennar á
Hólum. „Það hefur margt verið
skrýtið þessa síðustu viku og það
fundu held ég allir. En það var alls
ekki neikvætt,“ segir Anna Margrét
og brosir. „Eitt undarlegt við þessa
viku er að við höfum verið í vand-
ræðum með að fá vörurnar okkar,
sem er eiginlega fyndið því það hef-
ur ekki gerst lengi, ekki svona. En
fyrstu vikurnar eftir að við opnuð-
um hér vorum við alltaf að lenda í
því að vörurnar fóru að Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu. Ég veit ekki
hvað gerðist núna en það virðist
allt hafa klikkað og það var næstum
bara eins og fyrstu vikuna. Svo datt
RUV út hjá okkur svo við misstum
af undankeppni Eurovision. Það
hefur ekki náðst RUV hér alla vik-
una og við vitum ekki hvað gerð-
ist. Við erum með aðgang að sal
sem tilheyrir hótelinu en við not-
um við sérstök tilefni. Við vorum
búin að koma okkur þar vel fyr-
ir til að horfa á undankeppnina og
hafa smá svona partístemningu en
svo bara var ekkert sjónvarp,“ seg-
ir Anna Margrét hlæjandi og bætir
því við að þetta hafi sett smá auka
svip á vikuna.
Kveðja Dalamenn
Anna Margrét segist fullviss um
að það muni fylgja mikill söknuð-
ur eftir flutningana en hann eigi ef-
laust ekki eftir að hellast yfir þau
fyrr en síðar í sumar þar sem ekki
gefst tími fyrir það strax. „Það er of
mikið að gera núna til að hugsa út
í þetta. Við erum að fá Dalamenn í
kaffi til okkar á eftir og um leið og
krakkarnir fara förum við að und-
irbúa það, ef við fáum þá vörurnar
sem við vorum búin að panta. Ég er
búin að vera bara í símanum þessa
viku að hafa uppi á veitingum sem
við ætluðum að bjóða upp á,“ segir
Anna Margrét og hlær. „Við ákváð-
um að bjóða öllum Dalamönnum
að koma og kveðja okkur því við
erum búin að vera hér svo lengi og
öll farin að þekkjast svo vel. Okkur
langaði því að kveðja almennilega
og ætlum að bjóða upp á veitingar
og fara saman í leiki og eiga góða
stund. En um leið og það er búið
förum við að ganga frá og gera klárt
fyrir hóp sem ætlar að vera hér um
helgina svo það gefst enginn tími
strax fyrir söknuð,“ segir hún.
Næstu vikur segist Anna Margrét
eiga von á nokkrum hópum í styttri
heimsóknir. „Við höfum boðið upp
á aðstöðuna fyrir alls konar hópa
og það er eitthvað bókað áður en
við yfirgefum Laugar endanlega.
Við eigum líka eftir að taka á móti
tveimur hópum af 8-9 ára börnum
í Hjallastefnunni sem ætla að koma
í tvær nætur. Það er því ekki allt
búið hjá okkur hér þó Ungmenna-
og tómstundabúðirnar séu búnar,“
segir Anna Margrét.
Jákvæð fyrir
Laugarvatni
Anna Margrét segist jákvæð fyr-
ir flutningunum og að aðstæður á
Laugarvatni séu einnig mjög góðar.
„Það eru kostir og gallar við báða
staði. Þar verður ekki allt innan-
gengt og við verðum nær þjóðveg-
inum og því ekki jafn mikið í friði,
en á sama tíma verðum við nær
höfuðborginni og við verðum með
heilsársleigu, sem við vorum ekki
með hér. Við getum því nýtt að-
stöðuna yfir sumarið líka, kannski
fyrir sumarbúðir eða eitthvað. Við
getum líka byrjað að taka á móti
hópum strax í lok ágúst og eigum
einmitt von á fyrsta hópnum 26.
ágúst. Hér vorum við ekki að byrja
að taka við hópum fyrr en í byrjun
september,“ segir Anna Margrét.
„Þetta hefur verið frábær tími hér
en síðustu þrjú ár hefur óvissan um
húsnæðið hér verið mjög erfið. Það
var því mikill léttir hvað það varðar
þegar ákvörðunin um að flytja var
tekin. Krakkarnir eiga ekkert eftir
að finna fyrir breytingunum, það
eru bara við gamla fólkið sem þurf-
um að aðlagast,“ segir Anna Mar-
Ungmenna- og tómstundabúðirnar
skella í lás á Laugum
Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður Ungmenna- og tómstundabúðanna, segir síðustu vikuna á Laugum hafa
einkennst af bæði sorg og gleði. Ljósm. arg.
Hér má sjá starfsfólk Ungmenna- og tómstundabúðanna kveðja síðasta hópinn á
Laugum. Ljósm. arg.
Þegar kveðjustund var lokið svöruðu krakkarnir nokkrum spurningum um
búðirnar. Ljósm. arg.
Þrautir í Lillulundi á Laugum. Ljósm. sm.
Jón Benediktsson fyrrum húsvörður á Laugum, með unga vinkonu sína frá Ás-
garði. Ljósm. sm.
Starfsólk Ungmenna- og tómstundabúðanna ásamt Erlu Ólafsdóttur sem hefur
starfað við Laugar, bæði á tíma Ungmennabúðanna og fyrir þann tíma, og
Rebeccu Ostenfeld sem hefur tekið á móti hópum í sveitinni á Hólum. Frá vinstri:
Erla, Gunnar, Jörgen, Anna Magga og Rebecca. Ljósm. sm