Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 201912 Margir Borgnesingar hafa eflaust tekið eftir því að Ellan er nú kom- in á sinn stað á Brákarpollinn og fyrir marga heimamenn mark- ar það upphaf sumarsins. Fyrir þá sem ekki þekkja er Ellan lítill fal- legur bátur sem er á hverju sumri siglt á Brákarpollinn, rétt fyrir ofan Brákarbrú, af eigendum hennar og meðlimum Stórútgerðarfélags Mýrarmanna. Eigendur Ellunnar eru Borgnesingarnir og frændurn- ir Sigurður Halldórsson og Arin- björn Hauksson og Pétur Geirsson og tala þeir ávalt um Elluna sem skip en ekki einhvern smábát enda er hún í eigu stórútgerðarfélags, að sögn frændanna, og ekki hægt að ætlast til neins minna. Skírð eftir merkisfrú „Ellan var smíðuð í Stykkishólmi árið 1977. Það var einhver merk- isfrú þar í bæ sem hét Ella og var báturinn skýrður í höfuðið á henni. Þetta var það merkileg frú að við vogum okkur ekki að skipta um nafn, líklega myndi það bara færa okkur ógæfu,“ segir Sigurður í samtali við Skessuhorn og bæt- ir við að í Borgarnesi er alltaf tal- að um Elluna með greini. „Pabbi og Ásgeir kaupa Elluna árið 1996 af Hildibrandi heitnum í Bjarnar- höfn. Líklega var hún notuð sem trilla í Stykkishólmi. Þeir félagar keyptu hana bara sem áhugamál og til að gera út á ánægjuna ásamt til að hafa eitthvað til að prýða. Þeir settu hana hérna á bólið á Brák- arsundinu,“ segir Sigurður. Fað- ir Sigurðs, Halldór heitinn Brynj- úlfsson ásamt vini sínum, Ásgeiri Ásgeirssyni, stofnuðu Stórútgerð- arfélag Mýrarmanna á sínum tíma og hafa nú Sigurður, Arinbjörn og Pétur tekið við félaginu. Ofan í sundinu er vélarblokk frá því þegar áætlunarskipið Eldborg kom í bæinn í gamla daga. Við vé- larblokkina er keðja og svo spotti sem nær upp á yfirborðið. Bandið flýtur á yfirborðinu og segir Sig- urður það hálfgert bíó þegar þeir félagar fara ár hvert að leita að spottanum. „Það er pínu vesen, en er bara skemmtilegra fyrir vikið,“ segir Sigurður og hlær. Líður best í Brákarsundinu „Þegar Ellan er komin á Brákar- sundið þá er komið sumar,“ seg- ir Sigurður um leið og hann lítur til hennar á sundinu í blíðunni í Borgarnesi í liðinni viku. „Við byrj- uðum að tala um það í apríl að við þyrftum að fara að setja hana út. Ár hvert þurfum við að dytta að henni, mála hana, sérstaklega hlutann sem er neðansjávar. Hún þarf að vera fín. Svo eru veifur á henni svo hún er alltaf hátíðleg þarna á pollin- um,“ segir hann um viðhaldsvinn- una á skipinu sem hefur farið fram á hverju ári síðan 1997. „Síðan tökum við hana inn þegar tekur að hausta. Þá geymum við hana úti við gamla mjólkursamlagið hérna í gamla bænum. Það er ekki gott fyrir svona skip að vera mikið inni, þá skreppa þau saman, skrælna og rifna. Það er nauðsynlegt að halda þeim svolítið blautum enda líður Ellunni best á sumrin þegar hún er á Brákarpoll- inum,“ útskýrir Sigurður. Notuð sem fallavísir Stórútgerðarfélagið er ekki mikið að taka Elluna út til að veiða sér í soðið eða sigla henni mikið. „Við erum ekkert mikið í því, hún er aðallega til að prýða. En við sér- stök tilefni þá tökum við hana út. Til dæmis á Brákarhátíð þá hef- ur Björgunarsveitin Brák verið að bjóða uppá bátsferðir í kringum Brákarey, þá reynum við að vera með ásamt fleirum bátseigendum og bjóðum hátíðargestum í báts- ferð. Það er alltaf skemmtilegt,“ segir Sigurður. „Svo er stemningin mismunandi sem myndast í kring- um Elluna. Ég veit af sumum sem nota hana sem fallavísi til að vita hvort það sé aðfall eða útfall, þá fer það eftir því í hvaða átt hún snýr.“ Gerðar voru endurbætur á El- lunni fyrir nokkrum árum og vill Sigurður sérstaklega þakka hon- um Pétri Geirssyni, frænda sínum, fyrir að fjármagna endurbæturnar á skipinu. „Við tölum alltaf um Pétur frænda sem bakhjarl stórútgerðar- félagsins og líklega væri Ellan ekki til í dag ef það væri ekki fyrir hans rausnarlega framlagi til félagsins. Hann á heiðurinn á því að Ellan er enn á floti,“ segir Sigurður þakklá- tur að endingu. glh Stjórnendur fyrirtækja á lands- byggðinni eru almennt bjartsýnni en stjórnendur fyrirtækja á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta er ein af niðurstöðunum sem kemur fram í könnun sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi leiddi vinnuna við að gera, í samráði við önnur lands- hlutasamtök og Byggðastofnun. Í niðurstöðum kemur m.a. fram að 22% þátttakenda segjast ætla að ráða nýtt starfsfólk en eingöngu 13% ætlar að fækka starfsmönn- um. Könnunin var lögð fyrir fyr- irtæki í öllum landshlutum, utan höfuðborgarsvæðisins. Einhver fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu tóku engu að síður þátt en þau hafa mörg starfsemi á landsbyggðinni einnig. Alls tóku rúmlega 2000 fyrirtæki þátt í könnuninni. Fjárfestingarhugleiðingar yfir landshlutana voru heilt yfir já- kvæðar. Um 30% ætla að fjárfesta á meðan 12% segjast stefna að því að selja eða losa sig við fram- leiðslutæki á annan hátt. Þessi svör voru gefin jafnvel þótt þátttakend- ur byggjust við samdrætti í tekjum. Alls bjuggust 27% þátttakenda við samdrætti í tekjum á meðan 21% bjóst við aukningu. Þátttak- endur gerðu sér einnig grein fyr- ir neikvæðum efnahagshorfum. 53% bjuggust við þrengingum í efnahagslífinu næstu 12 mánuði á meðan 8% bjuggust við því að að- stæður bötnuðu. Landbúnaðurinn ber sig vel Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og landbúnaður eru sérstaklega tek- in fyrir í skýrslunni. „Á óvart kom hvað landbúnaðurinn bar sig vel, einkum ef hann er borinn sam- an við sjávarútveg. Báðar atvinnu- greinarnar hafa lent í áföllum og búa sig undir einhverjar og jafn- vel miklar þrengingar – einkum landbúnaðurinn. Þarna má nefna hækkun veiðigjalda, aukinn inn- flutning á erlendum landbún- aðarafurðum og breyttan lífsstíl vegna loftslagsmála svo eitthvað sé nefnt,“ segir Vífill Karlsson, hag- fræðingur hjá SSV um helstu nið- urstöður. Þó er afkoman verri í landbúnaði í einstökum landshlut- um þegar horft var til lengri tíma. Það var á Vesturlandi, Austurlandi og jafnvel norðurlandi eystra. „Áhugavert var að sjá skiptar skoð- anir hjá þessum tveimur atvinnu- greinum er varðar fjárfestingar og mannaráðningar. Sjávarútveg- urinn hyggst ráðast í fjárfestingar en segja upp fólki á meðan land- búnaðurinn hefur meiri hug á að ráða fólk en hefur alls ekki mjög háleitar hugmyndir í fjárfestingum í samanburði við sjávarútveginn. Það er hins vegar alls ekki þann- ig að landbúnaðurinn ætli ekki að ráðast í fjárfestingar heldur er samanburður við sjávarútveginn óhagstæður.“ Menntun styrkleiki Vesturlands Þegar Vesturland er borið sam- an við aðra landshluta kemur í ljós að styrkleikar svæðisins felast í vilja fyrirtækjanna í landshlutanum til að ráða fólk með skólagöngu að baki. „Því má segja að fyrirtæki á Vest- urlandi vilji sækja fram í þekking- ardrifinni framleiðslu og þjónustu,“ segir í skýrslunni. Vinnuaflsvægið er hvergi hærra en á Vesturlandi, sem þýðir að fyr- irtæki í landshlutanum eru mjög vinnuaflsfrek í samanburði við önnur landssvæði. Einnig er lands- hlutinn í öðru sæti hvað skapandi greinar varðar en Vestfirðir eru þar fremstir í flokki. Dalirnir komu illa út í könnun- inni hvað varðar fjölgun eða fækk- un starfsfólks, auk þess sem niður- stöður sýna að fyrirtæki á því svæði telja sig ekki hafa sérstaka þörf fyr- ir að ráða menntað vinnuafl eða vinnuafl með sértæka færni. Einn- ig ráku þeir lestina varðandi fjár- festingarhug, viðskipti við ferða- þjónustufyrirtæki og væntingar um tekjur á næsta ári. „Þá var hugur til fjárfestinga óvenju lítill hjá fyrir- tækjum á Akranessvæðinu og ferða- þjónusta veik á Akranesi. Afkoma til lengri tíma kom illa út á Borgar- fjarðarsvæði,“ segir í niðurstöðum úr könnuninni fyrir Vesturland. glh Ellan hefur verið sett á Brákarsundið í Borgarnesi síðan 1997. Ellan markar komu sumarsins í Borgarnesi Sigurður Halldórsson er einn af eigendum Ellunnar. Margir Borgnesingar segja Elluna marka komu sumarsins. Stjórnendur fyrirtækja á landsbyggðinni bjartsýnni um komandi misseri Vestlensk fyrirtæki vilja menntað fólk til starfa Í fyrirtækjakönnuninni kemur m.a. í ljós að stjórnendur fyrirtækja á Vesturlandi eru almennt bjartsýnir um komandi misseri. Ljósm. úr safni frá Búðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.