Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Qupperneq 19

Skessuhorn - 19.06.2019, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 19 S K E S S U H O R N 2 01 9 Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólanum Skýjaborg, Hvalfjarðarsveit fyrir næsta skólaár Skýjaborg er í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með 7 klst. vinnudag / 35 stunda vinnuviku. Deildarstjórar og leikskólakennarar fá aukin undirbúningstíma miðað við kjarasamning (leikskólakennarar 5 klst. og deildarstjórar 7 klst.). Hvalfjarðarsveit veitir starfsfólki sínu styrk til náms í leikskólakennarafræðum og leikskólaliðanámi. Leikskólakennaranemar geta gert samning og haldið dagvinnulaunum í staðarlotum og í vettvangsnámi í allt að 7 vikur á ári. Umsóknarfrestur er til 27. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð, hæfniskröfur og Umsjónarmaður eigna í Hvalfjarðarsveit Starf umsjónarmanns eigna hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar, starfshlutfall er 100%. Umsjónarmaður eigna hefur umsjón með öllum eignum sveitarfélagsins, fasteignum, áhöldum, tækjum, lóðum og lendum, húsumsjón í Stjórnsýsluhúsi, verkmenntahúsi, grunn- og F steignir Hvalfj rðarsveitar samanstanda af gru skóla, leikskóla, stjórnsýsluhúsi, verkmenntahúsi, íþróttahúsi, tveimur sundlaugum, Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Almenn umsjón eigna, eftirlit, viðhald og endurbætur. • Meta • Þátttaka í undirbúningi, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana. • Leita tilboða, semja við verktaka um stærri verk og hafa eftirlit með framkvæmd verkefna og verklegra framkvæmda. • Vöktun aðgangs-, bruna- og öryggiskerfa stofnana. • Annað tilfallandi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem fellur að verkefnum og ábyrgðarsviði umsjónar- manns eigna. Sveinspróf í löggiltri iðngrein eða önnur menntun á • Reynsla af verkumsjón og rekstri er æskileg. • Reynsla af verklegum framkvæmdum er nauðsynleg. • Reynsla af áætlanagerð, s.s. kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg. • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg. • Tölvu- og snjallsímakunnátta er nauðsynleg. • Ökuréttindi eru nauðsynleg. • Góð samskipta- og skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð. • Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni. • Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2019. Æskilegt er að Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi. Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is. síma 896-5141 og á netfanginu bygging@hvalfjardarsveit.is. og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðar- sveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar eru næg og fjölbreytt skólastarf. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í www.hvalfjardarsveit.is SK ES SU H O R N 2 01 9 Ellert Gissurarson festi fyrir rétt rúmum fjórum árum kaup á Borgar- braut 48 í Borgarnesi og hefur síðan verið að gera húsið hægt og rólega upp. notar einkum helgar til verks- ins. „Ég dunda mér við þetta þeg- ar ég er ekki að vinna,“ segir Ellert um framkvæmdirnar og segir þær hafa dregist örlítið. „Ég ætlaði mér að vera eitt ár að þessu en er nú bú- inn að vera í fjögur,“ segir hann og hlær. Ellert hyggst nýta húsið sem or- lofshús fyrir sig og konuna sína en sjálfur færði hann lögheimilið til Borgarness um daginn sem olli ætt- ingjum einhverju hugarangri. „Það komu ný lög sem sögðu að hjón mættu hafa lögheimilið á sitthvor- um staðnum svo að ég færði mitt lögheimili til Borgarness,“ útskýrir Ellert en hann fæddist og ólst upp á Þórólfsgötunni og á því mikla teng- ingu til staðinn. „Ættingjarnir héldu að við hjónin hefðum skilið! Mig langaði að gera þetta vegna þess að það er oft verið að gagnrýna fólk sem kaupir fasteignir, gerir þær upp, og ætlar einungis að nota sem sum- arhús, fyrir að leggja ekki neitt til samfélagsins. Ég er náttúrlega upp- haflega Borgnesingur svo að nú fær sveitarfélagið allavega mitt útsvar,“ segir Ellert ánægður með nýja lög- heimilið. Pípan og tóbakið enn á borðinu Aðspurður segir Ellert það ekki hafa verið sérstakan draum eða ákveðið plan að kaupa fasteign á æskuslóð- unum. Hann hafi verið að skoða á fleiri stöðum á landinu en svo sá hann óvænt húsið við Borgarbraut 48 auglýst til sölu og bauð í það. „Það var einhver annar sem bauð á móti mér og þetta fór fram og til baka. Ég var næstum búinn að gef- ast upp en á endanum datt það mín megin,“ segir hann ánægður með kaupin. „Fyrst þegar ég kem að skoða var eins og fyrri eigandi hefði bara gengið út. Pípan hans og pípu- tóbakið var ennþá á borðinu,“ segir Ellert þegar hann kíkti í fyrst sinn í húsið. Lóðin er stór, eða um 700 fermetrar, og húsið í heildina um 80 fermetrar. „Ég gæti sett annað hús hérna ef mér dytti það í hug,“ segir hann og hlær. Endurnýjað að flestu leyti Húsið var ekki í góðu ástandi þegar Ellert festi kaup á því og segir hann allt hafa verið ónýtt í því. „Ástand- ið á húsinu var slæmt. Ég braut allt hérna á milli og mokaði út úr hús- inu, gólfinu og öllu. Eina sem er eft- ir er eldavélin og stiginn sem ég ætla að setja aftur upp. Það er það eina sem ég held í sem er upprunalegt.“ Í upphafi var planið hjá Ellerti að gera húsið eins og það var þeg- ar hann ólst upp, að fallegu stein- húsi. „Steypan var ónýt og það var ekki hægt að gera neitt með hana, því miður. Í staðinn klæddi ég hús- ið, skipti um alla glugga og lagði nýtt rafmagn. Í rauninni skipti ég um allt sem hægt er að skipta um,“ segir Ellert sem er smiður að mennt og atvinnu. „Það er voða gaman að koma hingað og allir búnir að taka mér ofsalega vel. Ég heyrði eitt- hvað um að það átti að byggja hérna blokk og fjarlægja þetta hús og húsið hérna við hliðina einnig. Mér finnst við eigum að reyna að halda í gömlu húsin og umhverfið eins og það er eins og við mögulega getum.“ Fyrir múmínálfastrákinn Fyrir rétt rúmum tveimur vik- um vakti mikla athygli ein viðbót í garðinum á Borgarbraut 48. Um er að ræða krúttlegt en myndarlegt hús sem búið er að reisa í garðin- um og er áberandi við aðalgötu bæj- arins. Hús þetta er tveggja hæða, í laginu eins og turn, fagurblátt á lit með rautt þak, hvíta glugga og hurð. Spurðu sumir heimamenn sig hvort múmínálfarnir hefðu flutt sig um set í Borgarnes því húsið er keimlíkt því sem er í Múmíndalnum. „Þetta er fyrir barnabarnið mitt,“ segir Ellert. „Það komu margir að skoða húsið þegar ég setti það upp og virkilega gaman hvað fólk er almennt ánægt með þetta,“ bætir hann við glaður. Húsið kemur frá Finnlandi en þar er maður sem hannar og smíðar hús af þessu tagi. „Við fáum einingarn- ar frá Finnlandi og setjum svo húsið saman sjálf. Barnabarnið mitt, Vil- hjálmur Ellert, er mikill múmínál- fastrákur og byggði ég þetta fyrir hann. Planið er svo að fara meira í lóðina í kringum húsið og gera fal- legt í kring,“ segir Ellert að lokum, spenntur að sýna barnabarninu sínu nýja húsið í garðinum. glh Það þurfti að endurnýja allt í húsinu. Hér mun eldhúsið verða. Gerir upp gamalt hús í Borgarnesi Ellert Gissurarson. Sumarhúsið og múmínálfahúsið við Borgarbraut 48 í Borgarnesi. Borgarbraut 48 fyrir fjórum árum síðan, áður en Ellert hóf framkvæmdir. Múmínálfahúsið hefur heillað Borgnesinga. Múmínálfahúsið er á tveimur hæðum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.