Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Qupperneq 31

Skessuhorn - 19.06.2019, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagamenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn erkifjend- unum í KR á laugardag. Liðin mættust á Akranesi í áttundu um- ferð Pepsi Max deildar karla í knatt- spyrnu. KR-ingar voru sterkari all- an leikinn og sigruðu að lokum með þremur mörkum gegn einu. Skagamenn byrjuðu af krafti og fengu aukaspyrnu rétt við vinstra vítateigshornið strax á fyrstu mínú- tu leiksins. Tryggvi Hrafn Haralds- son var nálægt því að skora úr au- kaspyrnunni með glæsilegu sko- ti sem stefndi upp í nærhornið en Beitir Ólafsson varði vel frá hon- um. Á 15. mínútu fengu KR-ingar vítaspyrnu þegar Kristinn jónsson féll í teig Skagamanna. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn og skoraði af öryggi. Eftir markið tóku KR-ingar öll völd á vellinum og þeir komust í 2-0 á 23. mínútu leiksins. Eftir laglegan samleik fékk Óskar Örn Hauksson boltann fyrir utan vítateig. Hann sneri yfir á hægri og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Ge- stirnir voru mun sterkari allt til loka fyrri hálfleiks og fengu færi til að bæta við en Skagamenn virkuðu aftur á móti heillum horfnir. Skagamenn voru líflegri í síðari hálfleik en það voru engu að síður KR-ingar sem stjórnuðu ferðin- ni. Eftir því sem leið á leikinn opnaðist hann meira og fleiri færi litu dagsins ljós. Tobias Thoms- en fékk tvö dauðafæri, annað eftir stangarskot Óskars Arnar, en inn vildi boltinn ekki. Þriðja mark KR lá í loftinu og það kom á 80. mínú- tu. Óskar Örn keyrði inn í teiginn, lagði boltann fyrir fætur Tobiasar sem skoraði snyrtilegt mark. Þremur mínútum síðar minn- kuðu Skagamenn muninn. Þórður Þorsteinn Þórðarson sendi góða fyrirgjöf fyrir mark KR-inga, beint á kollinn á Viktori jónssyni sem átti hörkuskalla að marki. Beitir virtist verja hann í slánna, en þaðan fór boltinn í stöngina, í bakið á Beiti og í netið. Viktor var síðan nálægt því að skora annað mark í uppbótartí- ma en brenndi af úr dauðafæri og þar við sat. KR-ingar sigruðu 3-1 og tylla sér því í toppsæti deildarin- nar. Skagamenn eru í þriðja sæti með 16 stig, jafn mörg og Breiðablik í sætinu fyrir ofan en fjórum stigum á undan næstu liðum. næst leikur ÍA gegn HK laugardaginn 22. júní næstkomandi. Sá leikur fer einnig fram á Akranesi. kgk Snæfell sigraði KM í miklum mar- kaleik í 4. deild karla á föstudags- kvöld. Leikið var í Reykjavík og þegar flautað var til leiksloka höfðu Snæfellingar skorað fimm mörk gegn þremur mörkum heima- manna. Snæfell var mun sterkara í fyrri hálfleik og skoraði fjögur af fimm mörkum sínum fyrstu 45. mínút- ur leiksins. Liðið fékk óskabyrjun þegar Marius Ganusauskas kom Snæfelli yfir strax á 4. mínútu leiks- ins. Carles Martinez Liberato bætti öðru marki við á 19. mínútu og Gabrielus Zagurskas kom Stykkis- hólsmliðinu þremur mörkum yfir eftir hálftíma leik. Liberato var síð- an aftur á ferðinni á 39. mínútu og Snæfell 0-4 yfir í hléinu. Elvedin nebic bætti fimmta marki Snæfells við á 53. mínútu en heimamenn minnkuðu mun- inn fjórum mínútum síðar. Þar var á ferðinni Mghar Idrissi Mustapa. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 62. mínútu leiksins. Mustapa fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-5 fyrir KM. Hann fullkomn- aði síðan þrennu sína á 65. mínútu og minnkaði muninn í 3-5. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð og Snæfell fékk því stigin þrjú. Snæfellingar eru í öðru sæti B riðils með 13 stig eftir fimm leiki, jafn mörg og topplið Hvíta Riddar- ans og fjögurra stiga forskot á næstu lið. Snæfell leikur næst föstudaginn 21. júní næstkomandi, þegar liðið mætir Afríku á útivelli. kgk Víkingur Ó. tapaði gegn Keflavík með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í 1. deild karla í knatt- spyrnu á þjóðhátíðardaginn. Leikið var í Ólafsvík. Liðin mættu ákveðin inn á völl- inn og nokkur harka var í leiknum í upphafi. Ólafsvíkingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en tókst ekki að skapa sér mikið af færum. Þeirra bestu marktilraun átti Har- ley Willard á lokamínútu fyrri hálf- leiks en Sindri Kristinn Ólafsson í marki gestanna varði glæsilega frá honum. Staðan var því markalaus í hléinu. Bæði liðin virtust ákveðin í að skora í upphafi síðari hálfleiks og áttu nokkrar marktilraunir. Það voru síðan gestirnir frá Keflavík sem brutu ísinn á 64. mínútu leiks- ins. Adam Árni Róbertsson skoraði með skoti fyrir utan teig sem fór í stöngina og inn. Á 71. mínútu var Harley hárs- breidd frá því að jafna metin fyrir Ólafsvíkinga en þrumuskot hans small í stönginni svo bergmálaði um alla áhorfendastúku. Var það besta færi Víkings í síðari hálf- leik. Þeim tókst ekki að ógna marki gestanna að ráði það sem eftir lifði leiks og Keflvíkingar fóru því með sigur af hólmi, 0-1. Víkingur Ó. hefur 13 stig í fjórða sæti deildarinnar, jafn mörg og Fjölnir og Keflavík í sætunum fyrir ofan. næsti leikur Ólafsvíkinga er gegn Fram, sem situr í fimmta sæti, laugardaginn 22. júní. Sá leikur fer fram í Ólafsvík. kgk Skallagrímur tapaði gegn toppliði KA er liðin mættustu í sjöundu um- ferð í 3. deildar karla í knattspyrnu. Leikið var í Borgarnesi á föstudags- kvöld. Heimamenn byrjuðu betur og áræðni einkenndi leik þeirra. Fyrsta mark leiksins kom á 31. mín- útu þegar Marteinn Theódórsson kom Borgnesingum yfir og leiddu Skallagrímsmenn með einu marki þegar gengið var til búningsklef- anna. Í seinni hálfleik voru Reykvík- ingar mun sprækari og sóttu hart að heimamönnum. Það voru ekki nema þrjár mínútur liðnar af hálf- leiknum þegar dæmt var víti á Skallagrím. Einar Már Þórisson fór á punktinn fyrir KV og skoraði af miklu öryggi og jafnaði metin. Ein- ar Már var svo aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann bætti við sínu öðru marki og kom þannig sínum mönnum í vænlega stöðu. Ekki gekk upp hjá Skallagrími að koma boltanum í netið það sem eftir lifði leik. KV styrkir þannig stöðu sína enn fremur á toppi 3. deildar með 18 stig á meðan Skalla- grímur situr í næst neðsta sæti með sex stig, jafn mörg stig og Höttur/ Huginn og Augnablik. næsti leikur Skallagríms er gegn Hetti/Hugin á Egilsstöðum laugardaginn 22. júní næstkomandi. glh/ Ljósm. úr safni/ sas. Kári mátti sætta sig við 2-3 tap á heimavelli gegn Dalvík/Reyni, þeg- ar liðin mættust í sjöundu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á sunnu- dagskvöld. Káramenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 13. mínútu. Boltinn barst á Stefán Ómar Magnússon hægra megin í vítateignum sem skoraði með föstu skoti í fjærhornið. Vel klárað hjá Stefáni. Þremur mínútum síðar skoruðu Káramenn klaufalegt sjálfs- mark sem skráð var á Ásgrím Ósk- ar jóhannesson markvörð og staðan orðin 1-1. Á 22. mínútu fékk Kári vítaspyrnu. Andri júlíusson tók spyrnuna og skor- aði örugglega. Ellefu mínútum síðar jöfnuðu gestirnir metin. Þeir fengu aukaspyrnu úti á vinstri kanti. Bolt- inn var sendur fyrir á Snorra Eldjárn Hauksson sem tók hann viðstöðu- laust á lofti og skoraði, en spurning hvort Ásgrímur hefði ekki getað gert betur í markinu þar sem spyrnan var beint á hann. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan því jöfn í hléinu, 2-2. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar gestirnir komust yfir. númi Kárason fékk laglega sendingu inn fyrir vörnina og lagði boltann framhjá Ásgrími og í netið. Kára- menn áttu nokkrar álitlegar sóknir það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að jafna metin. niðurstaðan varð því 2-3 sigur Dalvíkur/Reynis. Káramenn hafa fimm stig í ell- efta sæti deildarinnar, þremur stigum minna en ÍR í sætinu fyrir ofan. næst leikur Kári gegn liði KFG á morgun, fimmtudaginn 20. júní. Sá leikur fer fram í Akraneshöllinni. kgk Barist um skallabolta í leik Víkings Ó. og Keflavíkur á þjóðhátíðardaginn. Ljósm. af. Stöngin út og stöngin inn Tap hjá Skallagrími Snæfellssigur í markaleik Tap gegn erkifjendunum ÍA í þann mund að minnka muninn eftir þrumuskalla Vikors Jónssonar sem fór í þverslá, stöng og bakið á markverðinum á leiðinni í netið. Ljósm. gbh. Tap í höllinni Liðsmenn Kára máttu sætta sig við tap á sunnudaginn. Ljósm. úr safni/ Knattspyrnufélag Kára.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.