Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 22. árg. 30. október 2019 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Tilboð gilda út september 2019 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Garlic chicken breast meal 1.650 kr. Máltíð Þrír bankar í Arion appinu arionbanki.is Við opnum Arion appið og bjóðum Landsbankann og Íslandsbanka velkomna. Nú getur þú skoðað alla reikninga og kort í íslenskum bönkum í appinu. Opin og þægileg bankaþjónusta fyrir alla. Bæjar- og héraðshátíðir að hausti voru á nokkrum stöðum á Vesturlandi í liðinni viku. Skagamenn skemmtu sér til dæmis á Vökudögum, Grundfirðingar á Rökkurdög- um, Snæfellingar mættu á Northern Wave kvikmyndahátíðina í Rifi og bændur í Dölum héldu Haustfagnað. Á meðfylgjandi mynd eru þær Jóhanna í Magnússkógum og Þórunn Elva á Kjarlaksvöllum í Dölum, en þær gættu þess að enginn gestur á hrútasýningum héraðsins fyndi til hungurs og voru með heita kjötsúpu og aðrar kræsingar á boðstólnum. Ljósm. Steinþór Logi Arnarsson. Þróunarfélag Grundartanga og El- kem Ísland vinna nú í sameiningu að fjölþættu verkefni sem miðar meðal annars að því að nýta þá um- framorku sem verður til við fram- leiðslu kísílmálms hjá Elkem. Ólaf- ur Adolfsson, bæjarfulltrúi á Akra- nesi, er formaður stjórnar Þróun- arfélags Grundartanga, en að fé- laginu standa fjögur sveitarfélög á sunnanverðu Vesturlandi auk Faxa- flóahafna og Reykjavíkurborg- ar. Tilgangur félagsins er að sam- eina krafta sveitarfélaga og fyrir- tækja og mynda eitt öflugt atvinnu- svæði. Ólafur segir í samtali við Skessuhorn að ýmis verkefni sem kalla mætti græn séu nú til skoðun- ar, en flest miða þau að bættri nýt- ingu orku og efnisstrauma. „Við hjá þróunarfélaginu erum í sam- starfi við Elkem, en í verksmiðj- unni á Grundartanga verða til hátt í 100 MW af varma við kælingu á út- blæstri ofnanna. Það má nýta þessa orku með tvennum hætti. Í fyrsta lagi má framleiða um 20-30 MW af rafmagni, en þá standa eftir 60-70 MW í varmaorku. Hægt væri að nýta hana í hitaveitu eða í starfsemi sem krefst mikils varma. Sem dæmi þá þarf Lífland gufu til vinnslu fóð- urs í verksmiðju sinni. Þá gæti ýmis sprotastarfsemi nýtt orkuna, svo sem plastendurvinnsla, ylrækt, þör- ungarækt, laxeldi á landi og áfram mætti telja. Nærtækasti kosturinn felst hins vegar í hitaveitu en hing- að til hefur þurft raforku til að hita húsnæði og neysluvatn á svæðinu,“ segir Ólafur. „Okkar undirbúningsvinna snýst um að nýta þennan glatvarma sem verður til og breyta í nýtanlega orku í stað þess að láta hann fara út í andrúmsloftið. Tæknin er þekkt og í sjálfu sér á þetta ekki að vera mjög flókið. Auk þess að varminn er verðmætur viljum við einnig í framtíðinni fanga og nýta kolefni úr útblæstri verksmiðjunnar. Elkem losar árlega um 450 þúsund tonn af koltvíoxíði sem er milli 11-12% af allri losun hér á landi. Eins og við þekkjum úr tilraunum OR í Hellis- heiðarvirkjun er t.d. hægt að binda kolefni í grjót. En það er einn- ig hægt að nýta þetta kolefni og breyta til dæmis í lífdísel og ef það tækist væri mögulega hægt að keyra allan fiskiskipaflotann á þeirri orku sem framleiða mætti úr kolefn- inu. Þannig má segja að verðmætin sem við erum með í höndunum séu feiknarlega mikil.“ Ólafur segir að verið sé að leita fjármagns, bæði innanlands og er- lendis, í næstu skref við nýtingu varmans og bindingu kolefnis á Grundartanga. „Það er ljóst að þarna liggja gríðarleg tækifæri. Ég bind því miklar vonir við að sam- starf þróunarfélagsins, Elkem og fleiri aðila muni leiða eitthvað gott af sér,“ sagði Ólafur að endingu. mm Þróunarfélagið vill nýta glatvarma og binda kolefni Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.