Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓbER 2019 19
Dagskrá og sýningaropnun í Safnahúsi
2. nóvember kl. 13.00
Páll Jónsson frá Örnólfsdal
Laugardaginn 2. nóv. kl. 13.00 minnumst við þess að
110 ár eru liðin frá fæðingu Páls Jónssonar
bókavarðar, en hann arfleiddi Héraðsbókasafn
Borgarfjarðar að bókasafni sínu. Flutt verður stutt
erindi um Pál og fágæt eintök bóka sýnd að því
loknu. Sýningarstjóri er Sverrir Kristinsson.
Allir velkomnir
Páll Jónsson var fæddur árið 1909 og lést 1985. Hann vann lengst af sem
bókavörður á Borgarbókasafninu og helgaði krafta sína að miklu leyti söfnun
bóka. Safn hans er eitt vandaðasta einkabókasafn á landinu. Það er
ákaflega fallegt og í því eru margar fágætar bækur. Er fólk hvatt til þess að
láta þessa sýningu ekki framhjá sér fara. Sýningin stendur til 19. nóv.
Opið er til kl. 16.00 á
opnunardaginn og eftir það
13.00-18.00 virka daga.
Safnahús Borgarfjarðar
433 7200 - www.safnahus.is
safnahus@safnahus.is
Föstudaginn 1. nóvember
á milli kl. 15:00 og 17:00
í og við vinnustofu okkar á jarðhæð heimilisins.
Til sýnis og sölu munir úr handavinnustofu
Ágóði rennur til kaupa á efni fyrir vinnustofu
og búnaði fyrir heimilisfólk
Allir velkomnir
Hlökkum til að sjá ykkur!
Basar og kaffisala
í Brákarhlíð
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2019
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & Smur, Nesvegi 5
Fimmtudaginn 7. nóvember
Föstudaginn 8. nóvember
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 438 – 1385
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Jónína Björk Magnúsdóttir er í Akra-
nesvita með myndlistarsýninguna
„Finndu mig í fjörunni.“ Ljósm. ki.
Vökudagar standa yfir á Akranesi
Vökudagar voru settir á Akranesi síðastliðinn fimmtudag
og standa þeir til sunnudagsins 3. nóvember. Í upphafi há-
tíðarinnar voru menningarverðlaun Akraness afhent, en
þau féllu í hlut Útvarps Akraness, sem Sundfélag Akraness
hefur staðið fyrir um áratuga skeið. Nánar er sagt frá því í
annarri frétt. Á Vökudögum í ár kennir margra grasa. Mik-
ið er um myndlistar- og ljósmyndasýningar sem spanna lit-
rófið frá leikskólabörnum og upp úr. Þá eru ýmsir tón-
leikar í gangi, en ein athyglisverðasta nýjungin að þessu
sinni er Heima-Skagi, dagskrá á föstudagskvöldið næsta
þar sem hægt verður með einum miða að ganga á milli sex
tónleikastaða og hlíða á fjölbreytta tónlist. Alltof langt mál
er hins vegar að telja upp alla viðburði Vökudaga. Íbúar og
gestir eru hvattir til að nýta sér það sem er í boði og enn
er eftir af dagskránni, en meðfylgjandi eru nokkrar myndir
sem teknar voru á liðnum dögum.
mm
Stjórn ljósmyndafélagsins Vitans, en félagið opnaði á föstudagskvöldið ljósmyndasýningu á Kirkjubraut 56. Ljósm. mm.
Kolbrún Sigurðardóttir í Leirbakaríinu við Suðurgötu sýnir verk sín og kallar
sýninguna „Út um víðan völl.“ Ljósm. ki.
Á Bókasafni Akraness er uppi
farandsýning frá Borgarbókasafninu,
sem nefnist „Þetta vilja börnin sjá.“
Ljósm. ki.
Á Bókasafni Akraness er ljós-
myndasýning með verkum Borghildar
Jósúadóttur sem hún nefnir; Nátt-
úrulegar mandölur. Ljósm. ki.
Sýnishorn af myndum á ljósmyndasýn-
ingu Vitans. Ljósm. mm
Erna Hafnes myndlistarmaður hélt
örsýningu á laugardaginn í skúrnum
Vesturgötu 142. Sýninguna nefndi
hún „Góðir Íslendingar,“ en þar sýndi
hún málverk af forsetum lýðveldsins.
Hér er mynd af frú Vigdísi að verða til.
Ljósm. Facebook.
Fjölskyldur eru mismunandi eins og
þær eru margar, segir í kynningu
um þetta teikningasafn sem hangir
uppi á vegg í verslunarmiðstöðinni
Smiðjuvöllum. Verkið er safn teikninga
eftir börn í árgangi 2015 sem eru í
leikskólanum Akraseli. Börnin fengu
það verkefni að teikna upp meðlimi
fjölskyldunnar með tússpenna og
mála svo með vatnslitum. Ljósm. mm.
Almar Daði Kristinsson sýnir verk í
anddyri Tónlistarskólans á Akranesi.
Almar er 16 ára en stundar nám í FVA
auk þess að sækja nám í Myndlistar-
skólanum í Reykjavík. Ljósm. ki.
Svipmynd úr vinnustofunni í Leir-
bakaríinu. María Kristín Óskarsdóttir
og Kolbrún Sigurðardóttir við vinnu
sína. Ljósm. ki.
Í Akranesvita er sýningin „Vitinn
í túlkun leikskólabarna.“ Hér eru
nokkrar myndir frá nemendum
Vallarsels. Ljósm. ki.