Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 2019 31 Knattspyrnukonan Eva María Jónsdóttir hefur endurnýjað samn- ing sinn við ÍA til næstu tveggja ára, eða út árið 2021. Eva María er fædd árið 1999 og hefur verið mik- ilvægur hluti af ungu og efnilegu liði ÍA undanfarin ár. Hún á að baki 44 leiki fyrir ÍA í deild og bikar. Í þeim leikjum hefur hún skorað sex mörk. Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA, lýsti yfir mikilli ánægju með endurnýjun samningsins. „Eva María hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykil- maður í liði ÍA síðustu ár og er ein af leiðtogum okkar unga liðs. Það er mikið fagnaðarefni að hún skuli hafa framlengt samning sinn við fé- lagið næstu tvö ár,“ segir Sigurður Þór. kgk/ Ljósm. KFÍA. Snæfellskonur unnu góðan sigur á Grindavík, 63-66, í hörkuleik í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik. Leikið var í Grindavík á miðvikudagskvöld. Heimalið- ið hafði undirtökin lengi vel en í lokafjórðungnum sneru Snæfells- konur taflinu sér í vil og höfðu að lokum sigur. Snæfell hafði undirtökin í fyrsta leikhluta, komst mest níu stigum yfir en leiddi með þremur þegar leikhlutinn var úti. Grindvíkingar voru sterkari í öðrum fjórðungi, komust snemma yfir og leiddu mest með átta stigum í stöðunni 37-29. Á lokamínútum fyrri hálf- leiks minnkuðu Snæfellskonur muninn og aðeins þrjú stig skildu á milli liðanna í hléinu, 39-36. Grindavíkurliðið var sterkara framan af þriðja leikhluta, hélt alltaf nokkurra stiga forystu en Snæfell var þó aldrei langt undan. Hólmarar náðu góðri rispu und- ir lok leikhlutans og voru aðeins einu stigi á eftir fyrir lokafjórð- unginn, 53-52. Í fjórða leikhlut- anum var Snæfellsliðið einfald- lega sterkara. Eftir að liðin höfðu skipst á forystunni í upphafi leik- hlutans áttu Snæfellskonur góðan leikkafla. Þær komust sjö stigum yfir eftir miðjan fjórðunginn og héldu forystunni allt til loka leiks. Snæfell hafði þrigga stiga sigur, 63-66. Chandler Smith var atkvæða- mest í liði Snæfells með 21 stig, átta stoðsendingar, sex fráköst og fimm stolna bolta. Veera Pirttinen skoraði 18 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar og Emese Vida skoraði tíu stig og tók tólf fráköst. Tinna Guðrún Alexand- ersdóttir var með níu stig, Gunn- hildur Gunnarsdóttir sex stig og sjö fráköst og Helga Hjördís björgvinsdóttir skoraði tvö stig. Snæfell hefur fjögur stig í sjötta sæti deildarinnar eftir fjórar um- ferðir, jafn mörg og Skallagrímur og Keflavík í sætunum fyrir ofan. Næst leikur Snæfell í kvöld, mið- vikudaginn 30. október, þegar lið- ið mætir Haukum í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Strákarnir í 2. flokki Knattspyrnu- félags ÍA gera það ekki enda- sleppt. Eftir að hafa gjörsigrað á Ís- landsmótinu í sumar, annað árið í röð, var röðin komin að leikjum í Unglingadeild UEFA. Dróst lið- ið á móti Levadia Tallin frá Eist- landi. Fyrri leikur liðanna fór fram á Akranesi fyrr í haust og endaði með 4-0 sigri Skagamanna. Síðari leikur liðanna fór síðan fram síðast- liðinn miðvikudag í Tallin. Úrslit- in þar urðu ævintýraleg; 12-1 sig- ur Skagastráka sem þar með skráðu sig á spjöld knattspyrnusögunn- ar hér á landi. Liðið er því komið áfram í aðra umferð Evrópukeppn- innar og mun spila við Derby Co- unty frá Englandi. Leikirnir verða spilaðir 6. og 27. nóvember heima og heiman. Skemmst er frá því að segja að strákarnir áttu stórleik í fyrri hálf- leiknum í Tallin og skoruðu sex mörk gegn engu. Auk þess átti lið- ið fleiri álitleg marktækifæri. Stað- an fór talsvert í taugarnar á einum leikmanni Levadia sem fékk beint rautt spjald í byrjun síðari hálfleiks fyrir að sparka í mótherja. Strák- arnir héldu svo áfram að sækja af krafti og bættu við öðrum sex mörkum áður en yfir lauk. Levadia Tallinn átti fáar sóknir í leiknum en fékk eitt sárabótarmark. Liðið átti samt engin svör við frábærum leik ÍA sem gerði út um leikinn með 12-1 stórsigri. Eyþór Aron Wöhler gerði fjög- ur mörk Skagamanna, Gísli Laxdal Unnarsson og Aron Snær Ingason tvö mörk hvor og þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson, Elís Dofri G Gylfason, Aron Snær Guðjóns- son og brynjar Snær Pálsson sitt markið hver. Samtals endaði rimma þessara liða því 16-1 fyrir ÍA. Þjálf- arar liðanna eru þeir Sigurður Jóns- son og Elinbergur Sveinsson. mm/ Ljósm. KFÍA. Jón Páll Pálmason hefur gert þriggja ára samning við Víking Ólafsvík um þjálfun meistaraflokks í Inkasso deild karla í knattspyrnu. Eins og kunnugt er hætti Ejup Pur- isevic þjálfun liðsins eftir tímabilið í sumar og hefur nú tekið við þjálfun Stjörnunnar í Garðabæ. Samhliða þjálfun meistaraflokks mun Jón Páll gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka hjá Umf. Víkingi/Reyni. Jón Páll er 37 ára gamall Hafnfirðingur. Hann hefur undanfarin sex ár þjálfað í Noregi, fyrst hjá Klepp í norsku úrvalsdeild kvenna áður en hann tók við karlaliði Stord. Áður hafði Jón Páll einnig þjálfað karlalið Hattar í 2. deildinni og Fylki í Pepsi-deild kvenna. Þá hefur hann einnig mikla reynslu úr þjálfun yngri flokka. mm Enski knattspyrnumaðurinn Micha- el Newberry hefur gert nýjan eins árs samning við Víking Ólafsvík. Michael er 22 ára gamall og leik- ur stöðu varnarmanns. Hann gekk til liðs við Ólafsvíkinga vorið 2018 og hefur undanfarin tvö ár leikið 44 leiki með liði Víkings Ó. í deild og bikar. „Á þeim tíma hefur Micha- el sannað sig sem einn besti varn- armaður deildarinnar,“ segir í til- kynningu á Facebook-síðu Víkings Ó. kgk Ævintýralega góður árangur strákanna í öðrum flokki ÍA Frá upphafi leiksins ytra. Liðsmynd af heimavelli strákanna í 2. flokki ÍA. Öflugri á lokamínútunum Michael Newberry með pennann á lofti. Ljósm. Víkingur Ó. Newberry áfram með Ólafsvíkingum Eva María áfram með ÍA Jón Páll tekur við þjálfun Víkings Ólafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.