Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201920 Undanfarið hefur nokkuð borið á því að yngra fólk úr Snæfellsbæ flytji heim að nýju eftir að hafa sótt sér háskólamenntun eða reynslu fjarri heimabyggð. Kristfríður Rós Stef- ánsdóttir er ein þeirra. Hún flutti heim í Ólafsvík að loknu námi í íþrótta- og heilsufræðum og opnaði Crossfitstöðina Crossfit SNb í Rifi síðasta vor. Í byrjun september tók hún síðan við starfi framkvæmda- stjóra Umf. Víkings/Reynis og þjálf- ar þar börn og unglinga, samhliða því að þjálfa í og reka Crossfitstöðina Crossfit SNb ásamt vinkonu sinni. „Svolítið svona allt í öllu“ „Ég tók við sem framkvæmdastjóri Umf. Víkings/Reynis 1. septem- ber. Ég sá starfið auglýst og ákvað að sækja um. Það var ekki flókn- ara en svo,“ segir Kristfríður í sam- tali við Skessuhorn. „Ég er með menntun sem tengist faginu beint, er mjög skipulögð og hef alltaf haft trú á sjálfri mér. Ég hugsaði því með mér; af hverju ætti ég ekki að sækja um þetta eins og hver annar? Þannig að ég sló til. Svo bara fékk ég starf- ið og er ógeðslega ánægð með það,“ segir hún og brosir. Starf Umf. Vík- ings/Reynis nær til íþróttastarfs í Ólafsvík, Hellissandi og Rifi. Sem framkvæmdastjóri hefur Kristfríð- ur umsjón með skipulagi alls starfs- ins og rekstri félagsins. „Auk þess var ég ráðin með því skilyrði að ég gæti þjálfað líka. Það er mikill kost- ur að hafa manneskju í þessu starfi sem getur annast hluta þjálfunarinn- ar og hlaupið inn í ef eitthvað kemur upp á, því það hefur í gegnum tíðina reynst erfitt að fá þjálfara úti á landi,“ segir hún. „Ég er þannig að þjálfa körfubolta, frjálsar íþróttir, knatt- spyrnu í 3. flokki kvenna og svo er ég með 3. og 4. flokk saman einu sinni í viku. Auk þess er ég með íþrótta- skólann og fótboltaæfingar um helg- ar,“ bætir hún við. „Þess utan hleyp ég í skarðið ef einhver forfallast. Ég er svolítið svona allt í öllu,“ segir hún og hlær við. Fjölbreytt íþróttastarf Kristfríður segir mikla grósku í íþróttastarfi félagsins um þessar mundir. „Það hefur reyndar örlít- ið minnkað í knattspyrnunni, en í því samhengi verður að hafa í huga að fyrir stuttu síðan var ekkert í boði að æfa neitt nema fótbolta. Sundið var tekið upp að nýju í fyrra og hef- ur gengið vel. Frjálsar íþróttir eru í sókn. Áður hafði verið reynt að hafa reglulegar æfingar en aðsóknin var ekki mikil. En núna eru milli 20 og 25 börn að æfa frjálsar að staðaldri. Körfuboltaæfingar eru nýbyrjaðar aftur eftir langt hlé og er mjög góð mæting á þær. Ég vissi ekki alveg við hverju mátti búast með körfuna þannig að ég ákvað að byrja með æf- ingar fyrir börn í 1. til 5. bekk, einu sinni í viku. Það hefur verið mjög góð aðsókn og við sjáum til hvort við bætum jafnvel við æfingum eft- ir áramót,“ segir hún og rifjar upp hvernig starfið var þegar hún var sjálf í grunn- og framhaldsskóla í Ólafs- vík. „Ég æfði ýmislegt, var í körfunni á meðan hún var í boði en líka sundi, fótbolta og seinna í blakinu. En síð- an fór að vanta þjálfara og starfið datt niður. Samhliða því minnkar áhug- inn smám saman, því greinarnar eru ekki í boði,“ segir Kristfríður, sem leggur áherslu á að börnum standi til boða að æfa sem flestar greinar. „Við erum að reyna að svara eftirspurninni en langar að bjóða upp á fleiri grein- ar. Við eigum til dæmis fimleikabún- að og langar að geta boðið krökkun- um upp á að æfa fimleika líka. Síð- an höfum við séð rafíþróttir ryðja sér til rúms í bænum. Það væri gaman að geta boðið upp á slíkt. Þetta er nátt- úrulega hugsað fyrir börnin, þann- ig að allir finni eitthvað við sitt hæfi og geti fundið sinn farveg í skipu- lögðu íþróttastarfi,“ segir hún. „En við verðum bara að byrja smátt, sjá hvar áhuginn liggur og byggja síðan á því,“ bætir Kristfríður við. Crossfit slegið í gegn Auk þess að gegna starfi fram- kvæmdastjóra Umf. Víkings/Reyn- is og annast þjálfun barna og ung- linga rekur Kristfríður líka Cross- fitstöðina Crossfit SNb í Rifi, ásamt Gestheiði Guðrúnu Sveinsdóttur, vinkonu sinni. Stöðina opnuðu þær í maí síðastliðnum og hafa íbúarn- ir tekið henni opnum örmum. „Það hefur gengið mjög vel og er eiginlega búin að vera algjör sprengja frá því við opnuðum í vor. Ég var sem dæmi með tíma þar kl. 6:00 í morgun og það var fullt. Þeir tímar eru búnir að vera fullir lengi og komnir biðlistar í þá,“ segir hún, en 20 manns kom- ast að í hvern tíma í Crossfit SNb. Eftir mót sem haldið var milli Cross- fitstöðvanna á Snæfellsnesi í byrjun hafa einnig verið biðlistar í tímana síðdegis, kl. 17:30. Auk þessarra tíma eru tímar í hádeginu og kl. 18:30 á kvöldin, samtals fjórir tímar alla virka daga. „Síðan erum við með konufit þrisvar í viku, opinn tíma á föstudög- um, foam flex á sunnudögum og para wod allavega tvo laugardaga í mán- uði,“ segir hún. „Allt saman geng- ur þetta mjög vel. Ég og Gestheið- ur vinnum mjög vel saman og ég er ánægð að vera í þessu með henni. Annars gæti ég ekki gert allt annað sem ég er í,“ segir hún og hlær við. Crossfit SNb er staðsett við Smiðjugötu 5 í Rifi og lætur Krist- fríður vel af staðsetningunni. Að- spurð segir hún að opnun stöðvar- innar hafi átt sér stuttan aðdraganda. „Ég var búin að hafa þessa hugmynd í kollinum í dálítinn tíma og hún líka. Síðan um páskana, í lok apríl, ákváðum við bara að kýla á þetta. Við settumst niður ásamt kærust- unum okkar og svo gerðust hlutirn- ir hratt. Við fengum húsnæði, pönt- uðum búnað, settum upp á einni viku og opnuðum um miðjan maí,“ seg- ir hún og er ánægð með hvernig til tókst. „Það eru ekkert allir sem byrja svona stórt eins og við gerðum og við erum mjög ánægð með hvern- ig til tókst. Við fengum Evert Víg- lundsson til að koma og halda fyrsta grunnnámskeiðið. Á það mættu 40 manns sem eru allir enn að æfa með okkur og Evert sagði að þetta væri flottasta Crossfitstöð sem hann hefði komið í úti á landi. Fleiri hafa sagt það við okkur og okkur finnst það alveg rosalega gaman,“ segir hún. Skipulögð að eðlisfari Eins og fyrr segir sneri Kristfríð- ur nýverið heim til Ólafsvíkur eft- ir að hafa sótt sér háskólamennt- un í höfuðborginni. „Fjölskyldan mín flutti hingað þegar ég byrjaði í 2. bekk. Ég kláraði grunnskólann og fór svo í FSN. Ég var náttúrlega búin að ákveða að ég myndi klára hann á tveimur og hálfu ári og gerði það. Ég er bara þannig týpa, ef ég ákveð eitt- hvað þá geri ég það,“ segir hún og brosir. „Ég fór síðan í einkaþjálfara- nám í Keili og þaðan í Háskóla Ís- lands. Þar byrjaði ég í næringarfræði en fann mig ekki. Þannig að ég skipti yfir í íþrótta- og heilsufræði í HÍ og er í meistaranámi í því fagi núna,“ segir hún, en auk þess hefur hún lok- ið styrktarþjálfaranámi frá Keili. „Ég held áfram að læra og tek námskeið meðan ég hef áhuga á að mennta mig frekar. Það er engin ástæða til að hætta að læra þó ég sé flutt heim í Ólafsvík,“ segir hún en bætir því við að vissulega þurfi gott skipulag til að stunda fullt nám á meistara- stigi samhliða rúmlega fullu starfi. „En ég er bara svo skipulögð að eðl- isfari að mér finnst þetta ekkert mál,“ bætir hún við og brosir. „Fyrir utan þetta er ég á dvalarheimilinu tvisvar í viku, með eldri borgarana í snyrt- ingu. Það er rosalega notaleg stund og mér finnst það algjört æði,“ segir hún. Það var engu logið hér að ofan þegar Kristfríður sagðist vera „svolít- ið svona allt í öllu“. Ætlaði sér alltaf heim En var alltaf stefnan að snúa heim að námi loknu? „Mig langaði alltaf að koma aftur. Auðvitað spilaði líka inn í að kærastinn minn, Jón Stein- ar Ólafsson, ætlaði sér líka alltaf að snúa heim og vinna hjá pabba sín- um í Hraðfrystihúsi Hellissands. Þannig að það kom í rauninni aldrei neitt annað til greina hjá okkur en að koma aftur heim. Við skruppum eig- inlega bara suður í nám,“ segir hún. „En við vorum alltof lengi, fimm ár. Þetta var komið ágætt bara finnst mér,“ bætir hún við. „Ég fann mig aldrei almennilega í Reykjavík, þann- ig lagað. Ég hef alltaf verið mikil úti- vistarmanneskja. Þegar ég var yngri gengum við mikið, við systkinin og pabbi. Hérna kemst maður alltaf út í náttúruna, en maður gerir það ekki svo glatt í Reykjavík. Það er meiri spenningur og stress í fólki í Reykja- vík, maður finnur það alveg. Ég held að fólk sé almennt afslappaðra úti á landi. Maður er ekki eins mikið að stressa sig á óþarfa hlutum hérna heima eins og í höfuðborginni,“ seg- ir hún. „Síðan eru bara mjög mörg tækifæri úti á landi. Maður er ekkert að fara að stofna fyrirtæki sísvona í Reykjavík, eins og við gerðum þegar við opnuðum Crossfitstöðina. Einn- ig finnst mér áberandi, allavega hér í Snæfellsbæ, að ef maður er tilbú- inn að gera eitthvað fyrir samfélagið þá er samfélagið tilbúið að koma til móts við mann og standa við bakið á manni,“ segir Kristfríður. „Hér hafa allir tekið okkur opnum örmum og stutt við okkur í því sem við erum að gera. Þó að mörgum finnist ókostur að samfélög séu lítil þá er margt já- kvætt við smæðina líka,“ segir hún. „Hérna í Ólafsvík er líka meira og minna allt mitt fólk og ég finn fyr- ir rosalega sterkri svona „heima“ til- finningu hérna, sem er mjög gott að upplifa,“ segir Kristfríður að lokum og kveður með brosi á vör. kgk „Langaði alltaf að koma aftur“ -segir Kristfríður Rós Stefánsdóttir í Snæfellsbæ Kristfríður Rós Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Umf. Víkings/Reynis og einn eigenda Crossfitstöðvarinnar Crossfit SNB. Blaðamaður leit við í þéttsetinn hádegistíma í Crossfit SNB í Rifi. Hér fer Kristfríður yfir æfingu dagsins. Kristfríður fylgist með og leiðbeinir á æfingu í Crossfit SNB. Það er mikilvægt að teygja vel á og ná sér niður eftir erfiða æfingu. Hér fer Krist- fríður yfir teygjurnar með hópnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.