Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201926 Miðvikudaginn 23. október síðast- liðinn stóð breiðafjarðarnefnd fyr- ir fræðslu- og umræðuþingi um stöðu og framtíð breiðafjarðar. Þingið var haldið í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum. Nefndin telur þarft að taka um- ræðuna um hvort tilefni sé til þess að endurskoða vernd fjarðarins. Í dag nýtur fjörðurinn verndar sam- kvæmt lögum nr. 54 frá 1995 um vernd breiðafjarðar. Sú vernd snýr að landslagi, jarðmyndunum, líf- ríki og menningarminjum. Þá var rætt hvort stækka þyrfti það svæði sem verndin nær til út fyrir Látra- bjarg. Hátt í hundrað manns sóttu fundinn og sköpuðust allnokkrar umræður út frá framsögum frum- mælenda. Náttúruvernd sem stýritæki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði þingið en hann kvaðst hafa áhuga á að efla vernd breiða- fjarðar. Hann ítrekaði að náttúru- vernd þyrfti ekki að loka á nýtingu auðlindanna eða boða og banna heldur væri um að ræða stýri- tæki til að tryggja sjálfbærni. Það gæti haft jákvæð áhrif á atvinnu- lífið, skapað störf og aukið fram- leiðni. Þá sagði hann að rannsókn- ir gæfu til kynna að hver króna sem væri lögð í náttúruvernd skilaði sér tuttugu og þrefalt til baka á svæðin sem tekin væru fyrir. Í þessu sam- hengi nefndi hann þann möguleika að gera breiðafjörð að þjóðgarði, en ítrekaði að það væri í höndum þeirra sem búa við fjörðinn og ef að yrði ætti stjórnun garðsins að vera á þeirra valdi. Merkilegur fyrir margt Róbert Arnar Stefánsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Vest- urlands, sagði frá helstu sérstöðu breiðafjarðar, en hann á jafnframt sæti í breiðafjarðarnefnd. Hann sagði mikla fjölbreytni í dýralífi sjávarbotns breiðafjarðar og að þörungaskógana á svæðinu mætti kalla regnskóga norðursins. Þeir létu mikið til sín taka í bindingu á kolefni og nitri sem væri kær- komið á tímum mikillar losunar á sömu efnum. Þá minnti hann á að breiðafjörður væri mikilvægasta fuglasvæði landsins, að viðbættu Látrabjargi sem væri stærsta fugla- bjarg við Norður-Atlantshaf. Þá væri sagan og menningin enn ótal- in í eyjunum og byggðalögunum sem umlykja fjörðinn. Ramsarsvæði og heimsminjaskrá Einn möguleikinn í aukinni vernd- un breiðafjarðar var sagður vera fólgin í því að gera hann að Rams- arsvæði en það eru alþjóðlega mik- ilvæg votlendissvæði, sér í lagi fyr- ir fuglalíf. Trausti baldursson hjá Náttúrustofnun Íslands kynnti þessa leið og sagði að til að hljóta slíka vottun þyrfti almennt aðeins að uppfylla eitt skilyrði en breiða- fjörður uppfyllti nánast öll þeirra sem tilgreind væru. Þessu til hlið- sjónar kynnti Sigurður Þráins- son hjá umhverfis- og auðlinda- ráðuneytinu hvaða svæði ættu til- efni til að komast á heimsminjaskrá Unesco, en breiðafjörður gæti ef til vill fallið þar undir ef rétt væri að verki staðið. Þjóðgarður ein leið Steinar Kaldal, sem jafnframt er starfsmaður umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins, hélt einnig er- indi um af hverju ætti að stofna þjóðgarð. Hann sagði að markmið- ið með því væri almennt að leit- ast eftir jákvæðum áhrifum á nær- samfélög og að þjóðgarðar gengju út á að tryggja greiðan og góð- an aðgang að svæðinu. björn Ingi hjá Vatnajökulsþjóðgarði, Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Jón björnsson þjóðgarðsvörð- ur í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, deildu sinni upplifun af áhrifum og áskorunum sem felast í þjóðgörð- um. Helst sáu þeir jákvæð áhrif á atvinnu með beinum og afleidd- um störfum á svæðunum, aukið aðgengi að fjármagni til uppbygg- ingar innviða til móttöku ferða- manna sem skilaði sér í efnahags- legum ávinningi í sveitarfélögun- um. Tækifærin væru ótalmörg en vissulega væri viss binding fólgin í slíku umhverfi, til dæmis varðandi skipulagsmál og fleira. Samtalið þarf að eiga sér stað Niðurlag fundarins má segja að hafi verið eins og Erla Friðriksdóttir, formaður breiðafjarðarnefndar kom inn á, að samtal þurfi að eiga sér stað á meðal íbúa, landeigenda, sveitarstjórnarfólks og annarra hagsmunaaðila til að ljóst verði hvert viljinn er að stefna. Skörp sýn og skýrir verkferlar væru nauðsyn- legir eigi að ganga í eitthvað af ferl- unum sem kynntir voru á þinginu eða fara aðrar leiðir sem gætu ef til vill hentað betur. Það gæti þó líka komið í ljós að núverandi verndun breiðafjarðar þætti fullnægjandi og ekkert þyrfi að aðhafast frekar. sla Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, stiklaði á stóru um algjöra sérstöðu Breiðafjarðar á hinum ýmsu sviðum í erindi sínu. Telja að endurskoða megi vernd Breiðafjarðar Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau ávörpuðu þingið og leituðu eftir sjónarmiðum íbúa við Breiðafjörð um hvert skyldi stefna varðandi vernd Breiðafjarðar. Fjöldi manns kom saman til að ræða framtíð Breiðafjarðar og kynna sér mögulegar leiðir til aukinnar verndar svæðisins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.