Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 20192
Skrifstofa Skessuhorns var flutt síð-
astliðinn föstudag að Garðabraut
2a á Akranesi og af því tilefni er
Vestlendingum öllum boðið á opið
hús á nýrri skrifstofu næsta föstu-
dag, 1. nóvember. Boðið verður
upp á léttar veitingar, heitt súkkul-
aði og kaffi. Þá verða skopmynd-
ir sem listamaðurinn Bjarni Þór
Bjarnason hefur teiknað í Skessu-
horns síðustu níu ár seldar til
styrktar Mæðrastyrksnefnd.
Á morgun er útlit fyrir suðvestan-
átt 3-8 m/s og rigningu eða slyddu
með köflum, en þurrt að kalla aust-
anlands. Snýst í norðanátt 5-10
m/s með éljum norðvestanlands
um kvöldið. Hiti á bilinu 0-5 stig. Á
föstudag stefnir í hæga austlæga
átt og stöku skúrir eða él, en hvess-
ir syðst um kvöldið. Hiti um og yfir
frostmark en kaldara inn til lands-
ins. Á laugardag er spáð austanátt,
víða 5-13 m/s og úrkomu á Aust-
urlandi og með suðurströndinni.
Hiti 0-5 stig á láglendi. Á sunnudg
verður áframhaldandi austanátt og
rigning suðvestanlands en annars
stöku skúrir eða él og hiti breyt-
ist lítið. Á mánudag er spáð aust-
lægri átt með éljum víða um land,
einkum á Austurlandi, og kólnandi
veður.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns hvort lesendur aðhyll-
ist breyttu mataræði. Flestir, eða
61% svarenda eru mjög íhalds-
samir í mataræði og aðhyllast ekki
breytingum þar. 17% svarenda að-
hyllast breytingum öðrum en þeim
sem taldar eru upp í svarmöguleik-
um. 7% segjast aðhyllast ketó mat-
aræði, 6% vilja eingöngu kjöt, 4%
vilja grænmetisfæði og 3% svar-
enda aðhyllast vegan mataræði.
Engin vill eingöngu borða fisk.
Í næstu viku er spurt:
Hvar er góði staðurinn sem setj-
um mikilvæga hluti á sem við
finnum svo ekki aftur?
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn-
unar Vesturlands færðu HVE tólf
ný sjúkrarúm að gjöf í liðinni viku.
Hollvinasamtökin eru Vestlending-
ar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Neyðarkall
í sölu
LANDIÐ: Sala Neyðarkalls
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar er ein af mikilvægustu
fjáröflunum félagsins. Átakið
fer að þessu sinni fram dag-
ana 31. október - 2. nóvem-
ber. Neyðarkall þessa árs er
með nýjustu tækni í höndun-
um en þar er dróninn í aðal-
hlutverki. -mm
Ríkið í rafræna
reikninga
LANDIÐ: Fjármála- og
efnahagsráðuneytið hef-
ur ákveðið að frá og með 1.
janúar 2020 skuli allir reikn-
ingar vegna kaupa ríkisins á
vöru og þjónustu vera með
rafrænum hætti. „Markmið
þessara aðgerða er að draga
úr viðskiptakostnaði allra að-
ila samhliða því að nútíma-
væða viðskiptaumhverfi rík-
isins og framfylgja umhverf-
issjónarmiðum,“ segir í til-
kynningu frá fjármálaráðu-
neytinu. -mm
Í ársleyfi
AKRANES: Gerður Jó-
hanna Jóhannsdóttir, bæj-
arfulltrúi Samfylkingarinn-
ar á Akranesi, óskaði á síð-
asta bæjarstjórnarfundi eftir
áframhaldandi tímabundnu
leyfi frá störfum sem bæjar-
fulltrúi, eða til 1. september
árið 2020, af persónulegum
ástæðum. Kristinn Hallur
Sveinsson varabæjarfulltrúi
tekur sæti hennar í bæjar-
stjórn og Guðríður Sigur-
jónsdóttir verður varabæj-
arfulltrúi. Á bæjarstjórnar-
fundinum fór jafnframt fram
kosning í nefndir og ráð sem
Gerður Jóhanna hefur verið
fulltrúi í. -mm
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
30%
AF ÖLLUM VÖRUM
KÓÐI í VEFVERSLUN
“HREKKUR”
Hrekkjavökutilboð
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn-
unar Vesturlands færðu HVE tólf
ný sjúkrarúm að gjöf. Rúmin voru
Færðu HVE tólf ný sjúkrarúm að gjöf
„Slíkur stuðningur ómetanlegur,“ segir forstjóri HVE
afhent formlega síðastliðinn mið-
vikudag. Það var Steinunn Sigurð-
ardóttir, formaður Hollvinasam-
taka HVE, sem afhenti gjöfina en
Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, for-
stjóri HVE, veitti henni viðtöku
fyrir hönd stofnunarinnar. Andvirði
gjafarinnar er 6,5 milljónir króna.
Steinunn rifjaði í ávarpi sínu upp
að hvatinn að stofnun Hollvina-
samtaka HVE hefði verið að íbúar
á Vesturlandi hefðu ætíð haft skoð-
anir á mikilvægi heilbrigðisþjónustu
og litið á hana sem hornstein góðra
búsetuskilyrða. Hlutverk samtak-
anna væri að fylgja þessari skoðun
eftir og fá sem flesta íbúa og fyrir-
tæki á Vesturlandi til liðs við sig.
Síðan rakti Steinunn í stuttu máli
aðdragandann að söfnuninni fyrir
rúmunum sem nú voru afhent, sem
hefur staðið yfir frá í apríl síðastlið-
inum. Fyrirtækjum, félagasamtök-
um og stofnunum bauðst að kaupa
merkingu á rúmin. Sá háttur var
hafður á að merking með fjórum
var verðlögð á 125 þús. kr. en 500
þús. kr. fyrir að vera eitt með kost-
un rúms. Þá voru nafnlaus framlög
einnig möguleg. „Undirtektirnar
voru mjög góðar og alls söfnuðust
7,4 milljónir króna,“ sagði Stein-
unn. Enn fremur fór hún yfir verk-
efni hollvinasamtakanna á þeim
fimm árum sem liðin eru frá stofn-
un þeirra. Árlega hafa HVE verið
færðar gjafir og heildarupphæðin
er orðin rétt tæpar 74,4 milljónir
króna.
Ómetanlegur
stuðningur
Næst sagði Jóhanna Fjóla nokkur
orð. Lýsti hún mikilli ánægju og
þakklæti með gjafirnar og stuðn-
inginn af hollvinasamtökunum.
„Fyrir okkur sem hér störfum er
slíkur stuðningur ómetanlegur og
mikil hvatning,“ sagði hún og bætti
því við að fjölbreytt starfsemi HVE
kallaði á mikinn tækjabúnað sem
kostaði oft og tíðum mikla pen-
inga. „En það er sameiginlegt öll-
um þeim sem leggjast hér inn að
þeir þurfa sjúkrarúm. Þetta er sá
búnaður sem er í mestri notkun
hér á HVE,“ sagði Jóhanna Fjóla.
Hún bætti því við að á Akranesi
væru 44 sjúkrarúm sem flokkuðust
sem bráðarými. Til að setja þörfina
í samhengi hafi 2900 manns lagst
inn á stofnanir HVE á Vesturlandi
á síðasta ári, þar af 2.146 á Akranesi.
Hún sagði sjúkrarúmin hafa verið
lengi á óskalista HVE, en alltaf hafi
þurft að taka önnur tæki framyfir.
„Við erum glöð og þetta er frábært,
að fá þessi rúm á einu ári. Við vor-
um að gæla við að kaupa fjögur rúm
á hverju ári og slíkt framlag færir
okkur á nýjar slóðir. Stuðningurinn
sem felst í þessum gjöfum stuðlar
að því að við getum viðhaldið þjón-
ustu í háum gæðaflokki,“ sagði Jó-
hanna Fjóla.
Að svo búnu var gestum boðið að
skoða rúmin. Valdís Heiðarsdóttir,
deildarstjóri á lyflækningadeild og
birna Hallsdóttir, deildarstjóri á
handlækningadeild, sögðu frá rúm-
unum og sýndu hvernig þau virka.
Nutu þær aðstoðar Gísla Gísla-
sonar, hafnarstjóri Faxaflóahafna,
sem fenginn var til að leggjast í eitt
rúmanna. Ekki var annað að merkja
en að mjög vel færi um Gísla í nýja
rúminu.
Þegar Valdís og birna höfðu sýnt
rúmin og gefendur merkt þau með
merkimiðum var gestum boðið að
þiggja kaffiveitingar.
kgk
Hér er verið að merkja rúm með
nöfnum gefenda. Hendurnar eru Hall-
dórs Stefánssonar í Trésmiðjunni Akri.
Tvö af þeim tólf nýju sjúkrarúmum sem Hollvinasamtök HVE færðu stofnuninni að
gjöf.
Birna Hallsdóttir, deildarstjóri handlækningadeildar og Valdís Heiðarsdóttir,
deildarstjóri lyflækningadeildar, sögðu gestum frá rúmunum og sýndu þeim
hvernig þau virkuðu. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, tók að sér að
prófa.
Erla Dís Sigurjónsdóttir og Gísli S. Jónsson voru meðal þeirra sem lögðu
söfnuninni lið.