Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201914 Þyrla Landhelgisgæslunnar fékk á dögunum það óvenjulega verk- efni að flytja rusl. Þriðjudaginn 15. október síðastliðinn hafði ver- ið safnað saman fjörurusli úr frið- landinu í búðahrauni og úr beru- vík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Síðan var flogið með ruslið í þyrl- unni frá strandlengjunni og upp að vegi, þaðan sem farið var með það til endurvinnslu í Ólafsvík. „Meg- inkostur þess að nota þyrlu til sorp- hreinsunar við verkefni eins og þessi er að umrædd svæði eru erf- ið yfirferðar og víða óaðgengileg,“ segir á vef Umhverfisstofnunar um verkefnið. Alls fór þyrlan átta rusla- ferðir og talið að ruslið hafi vegið ríflega tvö tonn. Haft er eftir Jóni björnssyni þjóðgarðsverði á vef Umhverfis- stofnunar að verkefnið hafi gengið vel. Þakkar hann Landhelgisgæslu og heimamönnum sem lögðu hönd á plóg við hreinsunina. Sérstakar þakkir færir hann Sigurði Vigfús- syni á bjarnafossi, en hann og hans fólk átti frumkvæði að hreinsuninni í búðahrauni. Til stendur að halda áfram að hreinsa rusl úr fjörum þjóðgarðsins og nálægra friðlanda. kgk Hvalfjarðarsveit og Skorradals- hreppur mótmæla fyrirhuguð- um breytingum á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. Frumvarp þess efnis var til umræðu á síðasta sveit- arstjórnarfundi Hvalfjarðarsveitar snemma í mánuðinum. Hvalfjarð- arsveit og Skorradalshreppur senda sameiginlega athugasemd við frum- varpið ásamt Ásahreppi, Fljótsdals- hreppi og Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Umsögnin er unnin af Ósk- ari Sigurðssyni, lögmanni á LEX lögmannsstofu. Framlög eru tekjustofn Í nýrri 12. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem lögð er til í frum- varpinu, kemur fram að grundvöll- ur útreikninga jöfnunarframlags, sem skiptist í tekjujöfnunarframlag og útgjaldajöfnunarframlag, skuli byggja á skrám sem ráðherra gerir um álagðar skatttekjur sveitarfélaga og skrá um fullnýtingu tekjustofna. Á grundvelli þeirra skuli reikna út meðaltekjur sveitarfélags á hvern íbúa, eftir ákveðnum viðmiðunar- flokkum eftir íbúafjölda. „Í 6. gr. frumvarpsins er að finna hina al- mennu skerðingarheimild laganna en ákvæðið feli í sér að ekki skuli úthluta jöfnunarframlagi til þeirra sveitarfélaga þar sem samanlagð- ar heildarskatttekjur af útsvari og á hvern íbúa miðað við fullnýtingu tekjustofna séu 50% umfram önn- ur sveitarfélög í sínum viðmiðunar- flokki. Nú sé einnig lagt til að tekju- jöfnunarframlög og útgjaldajöfnun- arframlög muni bæði falla niður,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar. Þessari fyrirhuguðu heimild til flatrar skerðingar bæði tekju- og út- gjaldajöfnunarframlaga mótmæla sveitarfélögin fimm, með vísan til þess að í lögum sé kveðið á um að framlög úr Jöfnunarsjóði séu einn af tekjustofnum sveitarfélaga. „Með því að skerða öll framlög til tiltek- inna sveitarfélaga úr sjóðnum, sama með hvaða hætti það er gert, er ekki lengur hægt að kalla umrædd fram- lög tekjustofn. Er þannig frekar um að ræða styrki til tiltekinna sveit- arfélaga,“ segir í fundargerð. Að mati sveitarfélaganna felur þetta í sér þversögn. Telja þau að þetta ásamt nýlega föllnum dómi Hæsta- réttar, þar sem ríkinu var gert að greiða þessum fimm sveitarfélögum samtals 683 milljónir í skaðabæt- ur vegna skerðingar greiðslna úr Jöfnunarsjóði, kalli á heildarendur- skoðun kerfisins. Þar að auki telja sveitarfélögin ómálefnalegt að lit- ið sé til heildarskatttekna við jöfn- un útgjaldajöfnunarframlaga. „Þó svo að tekjur séu að ákveðinni fjár- hæð tengjast þær í raun og veru ekki þeim útgjöldum sem sveitarfélög þurfa að standa undir, sbr. einnig í ljósi þess að það er hlutverk Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga að jafna út tekjur sveitarfélaganna.“ „Vegið að sjálfstjórn sveitarfélaga“ Sveitarfélögin fimm mótmæla því einnig að aðeins komi til greiðslu tekjujöfnunarframlags ef sveitarfé- lag fullnýtir heimild sýna til álagn- ingar útsvars. „Með því að takmarka framlag við fullnýtingu tekjustofns- ins er þannig vegið að sjálfstjórn sveitarfélaga í stað þess að byggja útreikninga á hvað sveitarfélög fengju ef þau fullnýttu tekjustofna sína.“ Að lokum telja sveitarfélögin fimm vanta að fjárhagsleg áhrif frumvarpsins á sveitarfélögin í landinu verði metin. Þar eru til- greind heildaráhrifin, áætlað að tekjur sveitarfélaga kunni að drag- ast saman um 937 milljónir króna næstu árin og síðan 700 milljón- ir næstu tíu árin, eða samtals um rúma 11,9 milljarða næstu 15 árin. „Hefði þurft að sundurliða hvað hver og ein grein frumvarpsins er talin hafa á afkomu sveitarfélaga, þannig að þau geti raunverulega gætt hagsmuna sinna í lagasetning- arferli þessu sem mun koma til með að hafa afdrifarík áhrif á hagsmuni þeirra og þá þjónustu sem þau veita íbúum sínum.“ kgk Menningarverðlaun Akraness 2019 voru veitt í 13. sinn á fimmtu- daginn, en þau eru veitt árlega í tengslum við menningarhátíðina Vökudaga. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félaga- samtökum sem þykja hafa skarað fram úr á sviði menningar í bæjar- félaginu á árinu. Menningarverð- laun Akraness 2019 komu að þessu sinni í hlut Útvarps Akraness, en Sundfélag Akraness á veg og vanda að útsendingum þess á aðventunni ár hvert. Það voru þeir Ólafur Páll Gunnarsson, formaður menning- ar og safnanefndar, og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sem afhentu stjórn sundfélagsins og útvarps- nefnd viðurkenningu þessu til staðfestingar, ásamt verðlaunagrip eftir listakonuna Kolbrúnu Kjar- val. „Sundfélag Akraness náði þeim frábæra áfanga að halda upp á 30 ára afmæli Útvarps Akraness á árinu 2018. Það sem byrjaði sem fjáröflunarleið fyrir sundfélag hef- ur blómstrað í það að verða ómiss- andi hluti af aðventu Akurnesinga nær og fjær. Útvarpsnefnd Sund- félags Akraness skipuleggur árlega frábæra, fjölbreytta og áhugaverða dagskrá og fær til liðs við sig fólk víða úr mannlífinu sem gerir út- varpið skemmtilegt og áhugavert fyrir mjög marga,“ segir í tilkynn- ingu frá Akraneskaupstað vegna verðlaunanna. kgk Frá afhendingu Menningarverðlauna Akraness á fimmtudaginn. Ljósm. Myndsmiðjan. Útvarp Akraness hlaut menningarverðlaun Þyrla Landhelgis- gæslunnar í ruslaferð. Ljósm. Umhverfisstofnun. Fjörurusl í flugferð Frá Hvalfirði. Ljósm. úr safni. Mótmæla breytingum á framlögum Jöfnunarsjóðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.