Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað var í kvöldmat hjá þér í gær? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Ólafur Vignir Jónsson Ég fékk pizzu. Áskell Jónsson Kjötfarsbollur með rófum og kartöflum. Hulda Einarsdóttir Hakk og spaghetti. Pálmi Vilhjálmsson Fiskbúðingur. Sigurbjörg Helga Sæmundsdóttir Kjúklingabringur, svona nachos kjúklingur. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur sagt upp samningi sínum við Spánverjann Manuel Rodrigu- ez. Frá þessu er greint í tilkynn- ingu á Facebook-síðu Skallagríms. Manuel tók við þjálfun meistara- flokks karla í sumar og stýrði liðinu í fyrstu þremur leikjum vetrarins, sem allir töpuðust. Áður hafði hann þjálfað kvennalið Skallagríms með góðum árangri, frá 2015 til 2017. Atli Aðalsteinsson, sem verið hef- ur aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá því síðasta vetur, mun taka við stjórn liðsins, að minnsta kosti tímabundið þar til annað verður ákveðið. kgk Skallagrímur krækti í fyrstu stig vetrarins í 1. deild karla í körfu- knattleik þegar liðið lagði Sel- foss á útivelli. Leikið var á Selfossi á mánudagskvöld. borgnesingar höfðu undirtökin allan leikinn og unnu að lokum þriggja stiga sigur, 86-89. Skallagrímur byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 2-15 eftir miðjan upphafsfjórðunginn. Þá tóku gestirnir rispu svo ekki munaði nema fjórum stigum þeg- ar leikhlutinn var úti, 15-19. Sel- fyssingar minnkuðu muninn í eitt stig snemma í öðrum fjórðung en komust ekki nær. Skallagrímsmenn tóku völdin á vellinum að nýju og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn, 37-48. borgnesingar héldu í kringum tíu stiga forystu allan þriðja leik- hlutann, þar til í lokin að heima- menn minnkuðu muninn í sjö stig, 66-73. Snemma í lokafjórðungn- um komu Selfyssingar sér tveimur stigum frá Skallagrími og hleyptu mikilli spennu í leikinn. Skalla- grímsmenn létu forystuna aldrei af hendi á lokamínútunum þó gest- irnir þjörmuðu að þeim. Fór svo að lokum að borgnesingar sigruðu með 89 stigum gegn 86. Hjalti Ásberg Þorleifsson var stigahæstur Skallagrímsmanna með 21 stig og sex fráköst að auki. Kristján Örn Ómarsson skoraði 16 stig, Kristófer Gíslason skoraði 15 stig og tók átta fráköst, Kenneth Simms var með ellefu stig, 14 frá- köst og sex stoðsendingar, Davíð Guðmundsson tíu stig og Marinó Þór Pálmason átta stig. Almar Örn björnsson og Arnar Smári bjarna- son skoruðu þrjú stig hvor og Isia- iah Coddon tvö stig. Kristijan Vlodovic var atkvæða- mestur í liði Selfyssinga með 24 stig, sex fráköst, sex stoðsending- ar og fimm stolna bolta og Ragnar Magni Sigurjónsson kom honum næstur með 17 stig. Skallagrímur situr eftir leikinn í sjöunda sæti deildarinnar með tvö stig eftir fimm umferðir. Næst leika borgnesingar í deildinni miðviku- daginn 13. nóvember, þegar þeir mæta Hamri í borgarnesi. kgk Snæfellingar máttu játa sig sigr- aða gegn Hetti, 95-73, þegar lið- in mættust í 1. deild karla í körfu- knattleik á mánudagskvöld. Leikið var austur á Egilsstöðum. Snæfell byrjaði leikinn betur og leiddi fyrstu mínúturnar. Þeir skor- uðu fyrstu sjö stigin en eftir það tóku heimamenn við sér og voru komnir yfir þegar upphafsfjórðung- urinn var hálfnaður. Þeir áttu síðan góðan kafla það sem eftir lifði leik- hlutans og höfðu afgerandi forystu að honum loknum, 29-15. Heima- menn juku síðan forskot sitt hægt en örugglega þar til flautað var til hálfleiks. Þeir leiddu með 57 stig- um gegn 33 í hléinu og voru með unninn leik í höndunum. Hattarmenn voru áfram sterkari í síðari hálfleik. Þeir juku forskotið í þriðja leikhluta og voru 35 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, 81-46. Í fjórða leikhluta komu Snæfellingar aðeins til baka, skoruðu 27 stig gegn 14 og náðu þannig að laga stöðuna aðeins. Sigur heimamanna var þó aldrei í hættu. Lokatölur á Egils- stöðum voru 95-73, Hetti í vil. brandon Cataldo var atkvæða- mestur Snæfellinga með 23 stig og tólf fráköst. Anders Gabriel And- ersteg skoraði 13 stig, Ísak Örn baldursson var með tólf stig, Aron Ingi Hinriksson níu, benjamín Ómar Kristjánsson sjö og þeir Pa- vel Kraljic, Dawid Einar Karlsson og Eiríkur Már Sævarsson skorðu þrjú stig hver. Eysteinn bjarni Ævarsson fór fyrir liði Hattar með 20 stig, níu fráköst og hvorki fleiri né færri en sjö stolna blta. David Ramos skor- aði 19 stig og tók sjö fráköst, Dino Stipcic var með 15 stig og tíu frá- köst, Marcus Jarmaine Van skoraði tólf stig og tók tíu fráköst og Matej Karlovic skoraði tólf stig einnig. Snæfellingar hafa tvö stig eftir fimm umferðir og sitja í áttunda sæti deildarinnar. Næsti deildar- leikur liðsins fer fram föstudag- inn 8. nóvember, þegar liðið mæt- ir botnliði Sindra austur á Höfn í Hornafirði. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Skallagrímskonur máttu sætta sig við tap gegn KR, 68-83, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á miðvikudagskvöld. Leikið var í borgarnesi. Gestirnir höfðu yfirhöndina í fyrsta leikhluta og leiddu með átta stigum að honum loknum, 17-25. Þær juku forskotið í ellefu stig í upphafi annars fjórðungs en þá tók borgarnesliðið heldur betur við sér. Með góðum leik tókst Skalla- grímskonum hægt en örugglega að minnka muninn í eitt stig, 35-36, skömmu fyrir hléið. KR-ingar skoruðu síðustu stig leikhlutans og leiddu með fjórum stigum í hálf- leik, 39-35. Leikurinn var í járnum í þriðja leikhluta, þar sem liðin fylgdust að í einu og öllu. Skallagrímskonur skoruðu 25 stig gegn 21 stigi gest- anna í leikhlutanum og við hæfi að staðan væri jöfn fyrir lokafjórðung- inn, 60-60. Þar réðu KR konur hins vegar lögum og lofum. Snemma í leikhlutanum tókst þeim að slíta sig frá Skallagrími og þær litu aldrei til baka eftir það. Góður lokasprettur skilaði KR 15 stiga sigri, 68-83. Keira Robinson átti stórleik í liði Skallagríms, skoraði 38 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Emilie Hesseldal skoraði 14 stig, tók 14 fráköst og stal fimm boltum. Maja Michalska var með átta stig, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði fjögur og gaf fimm stoðsendingar og þær Árnína Lena Rúnarsdótt- ir og Arna Hrönn Ámundadóttir skoruðu tvö stig hvor. Í liði KR var Danielle Rodriguez atkvæðamest með 24 stig, níu stoð- sendingar og fimm fráköst. Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði 23 stig og tók fimm fráköst, Sana Orazovic skoraði 16 stig og tók átta fráköst og Hildur björg Kjartansdóttir skoraði tíu stig og tók sjö fráköst. Skallagrímur situr eftir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig, jafn mörg og Keflavík og Snæ- fell í sætunum fyrir neðan. Næst leika borgnesingar gegn Keflvík- ingum á útivelli í kvöld, miðviku- daginn 30. október. kgk Töpuðu á loka- sprettinum Stórleikur Keiru Robinson nægði Skallagrími ekki gegn sterku liði KR. Ljósm. Skallagrímur. Sóttu fyrstu stig vetrarins Hjalti Ásberg Þorleifsson var stiga- hæstur í liði Skallagríms þegar liðið sótti fyrsta sigur vetrarins á Selfoss. Ljósm. Skallagrímur. Manuel Rodriguez körfuknattleiksþjálfari. Ljósm. úr safni. Manuel rekinn frá Skallagrími Tap fyrir austan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.