Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 20196 Fundu þýfi og dóp VESTURLAND: Á þriðju- daginn í síðustu viku handtók Lögreglan á Vesturlandi tvo menn og framkvæmdi hús- leit í umdæminu. Við leit- ina fannst ætlað amfetamín og ýmsir munir sem lögregla telur vera þýfi, t.d. hljóðfæri, kreditkort og vegabréf, ásamt fleiri munum. Munirnir voru haldlagðir, tveir menn hand- teknir og færðir til skýrslu- töku. Mál þetta reis í kjöl- farið af öðru máli sem áður hafði komið upp, þegar öku- maður var stöðvaður á Kjal- arnesi grunaður um akst- ur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í kjölfar þess fékk lögregla heimild til húsleitar og handtók tvo menn, sem fyrr segir. Lögregla vill ekki tjá sig um hvar í umdæminu mennirnir voru handteknir og leitað í húsinu. Málið er til rannsóknar. -kgk Á tvöföldum hámarkshraða BORGARBYGGÐ: Er- lendur ferðamaður var stöðvaður við sannkallaðan ofsaakstur á Snæfellsnesvegi á móts við Eldborg mið- vikudaginn 24. október síð- astliðinn. Var hann mæld- ur á hvorki meira né minna ne 178 km/klst., þar sem há- markshraði er 90 km/klst. Lögregla segir að þessi mikli hraði hafi komið sérstaklega á óvart í ljósi þess að aksturs- skilyrði hafi ekki verið góð þarna kl. 22:30 að kvöldi. Gerir það brotið í raun enn alvarlega að sögn lögreglu, þar sem leyfilegur hámarks- hraði miðast við bestu akst- ursskilyrði. Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt. Hans bíður ákæra og dómur. -kgk Rætt um hrygningar- stofn lax LANDIÐ: Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boð- aði í síðustu viku til fund- ar með fulltrúum Hafrann- sóknastofnunar og Lands- sambands veiðifélaga. Til- efni fundarins var að fara yfir stöðu villtu laxastofn- anna en fyrir liggur að lax- agöngur voru litlar síð- astliðið sumar auk þess sem lítið vatn hefur ver- ið í ánum og aðstæður fyr- ir uppgöngu laxa og veiði þannig með versta móti. Á fundinum fjölluðu fulltrú- ar Hafrannsóknastofnun- ar um villtu laxastofnana. Fram kom að búast má við að hrygningarstofnar laxa nú í haust verði almennt litlir. Nokkrir seiðaárgang- ar eru í uppvexti í ánum á hverjum tíma og hafa mælst þokkalega stórir ár- gangar í uppvexti í flestum ám frá hrygningu síðustu ára. Þá tóku við umræð- ur en samstaða var um að fylgjast grannt með þróun laxastofna og boðað verður fljótlega til annars fundar. -mm Spilamennska byrjuð BORGARFJ: Síðastlið- ið mánudagskvöld lauk haustmóti bridgefélags borgarfjarðar. Þar var um að ræða fimm stök kvöld sem svo voru samreikn- uð og þeir sem náðu hæsta skrorinu á 4 kvöldum af 5 spila aðaltvímenninginn frítt. Guðmundur Arason og Elín Þórisdóttir leiddu mótið eftir fjögur kvöld og höfðu allnokkurt forskot. Þetta vissu nýbakaðir feð- ur, Heiðar baldursson og Logi Sigurðsson, og settu allt á fullt á lokakvöldinu. Skor þeirra var himinhátt eða 66,3% á meðan Guð- mundur og Elín lentu í brasi og komu í mark með 48,3%. Þegar kvöldin voru samreiknuð kom í ljós að Heiðar og Logi höfðu samanlagða prósentu uppá 230,0 en Guðmundur og Elín 229,8. Peyjarnir spila því frítt næstu fjögur kvöld. En að lokakvöldinu: Næstir Loga og Heiðari á toppnum voru Viktor björnsson og Magnús Magnússon, ekki ritstjóri, með 62,5% og þriðju urðu Rúnar Ragn- arsson og Guðjón Karls- son með 56,7%. Fjórðu voru Helga Jónsdóttir og Sveinbjörn Eyjólfsson með 55%. Aðrir minna eins og svo oft en alls spiluðu 12 pör. Næsta mánudagskvöld hefst svo aðaltvímenning- urinn og tekur hann yfir alla mánudaga í nóvember. Spilaður verður barome- ter með forgefnum spilum. Heimtur löguðust held- ur síðasta kvöldið þó koll- heimtur séu enn víðsfjarri, stefnt er á enn betri heimt- ur í nóvember. -ij Blöð og ber grágrenis. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni/ kgk. Maður var í Héraðsdómi Vestur- lands á föstudag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir líkamsárás, skilorðs- bundið til tveggja ára. Manninum var gefið að sök að hafa föstudaginn 2. febrúar 2018 slegið annan mann í andlið á Akra- nesi, með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, marðist í kring- um nefrótina, hlaut glóðarauga á vinstra auga og þreifieymsli fyrir nefbeini og nefbrjóski. Ákærði neitaði sök, lýsti atvik- um á þann vega að hann hafi aðeins egnt brotaþola sem síðan hafi ráðist á sig. brotaþoli viðurkenndi að hafa átt upptökin að átökunum með því að hrækja framan í ákærða og hreyta að honum ókvæðisorðum. Dómurinn taldi hins vegar fram- burð brotaþola trúverðugan, þegar hann sagði ákærða í kjölfarið hafa slegið sig tvisvar í andlitið. Sá fram- burður væri enn fremur studdur af framburði vitna og áverkavottorði læknis. Í ljósi þess að brotaþoli átti upp- tökin að átökunum og að ákærði var með hreint sakavottorð var mat dómstólsins að hæfileg refsing væri 30 daga fangelsi. Fullnustu refsing- ar er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi ákærði almennt skilorð. Ákærða var einnig gert að greiða allan málskostnað. kgk Líkamsárásin átti sér stað á Akranesi. Ljósm. úr safni. Skilorð fyrir líkamsárás „Samviskuskógur“ í Snæfellsbæ Íbúum boðið að kolefnisjafna sig sjálfir Ákveðið hefur verið að koma upp sérstöku gróðursvæði í Snæfellsbæ næsta vor. Hefur það fengið bráða- birgðaheitið „Samviskuskógur“. Ætlunin er að koma þannig til móts við þá íbúa sem hafa hug á að jafna eða minnka kolefnisfótspor sitt. Að sögn Kristins Jónassonar, bæj- arstjóra Snæfellsbæjar, hefur svæði fyrir ofan gömlu brúna á Hólm- kelsá verið valið undir skóginn. Þar geta íbúar Snæfellsbæjar frá og með næsta vori gróðursett tré í sínu nán- asta umhverfi og þannig stuðlað að bæði fallegri bæ og bættri umhverf- ismenningu. „Okkur þykir mun skynsamlegra að bjóða fólki upp á að kolefnisjafna sig sjálft, í stað þess að borga einhverjum fyrirtækjum fyrir að gera það fyrir sig. Með því að vera sjálfur virkur þátttakandi í kolefnisjöfnun, þá verður maður meðvitaðri um áhrifin sem maður hefur á umhverfið sem manneskja,“ segir Kristinn í samtali við Skessu- horn. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, að sögn bæjarstjór- ans. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð við þessu verkefni frá íbúum Snæfellsbæjar, mjög já- kvæð,“ segir hann. „Þarna mun hver og einn stjórna því hvað hann setur niður, innan þessa afmarkaða svæðis. Eina krafan sem gerð er verður um ákveðna vegalengd milli plantnanna. En val á tegundum eða hversu mikið hver og einn gróður- setur verður fólki í sjálfsvald sett. Þetta verður ekki skipulagt skóg- ræktarsvæði sem slíkt, heldur bara svolítið villt og frjálslegt allt sam- an,“ segir bæjarstjórinn. „Ef þetta verkefni verður síðan algjört „hit“ þá þurfum við að finna fleiri svæði undir svona ræktun í framtíðinni,“ segir Kristinn að endingu. kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.