Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.10.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 20198 Tók í hurðarhúna AKRANES: Lögreglu var tilkynnt um grunsamleg- ar mannaferðir á Akranesi á föstudagskvöld. Sést hafði til manns aka um götur bæjarins og taka í hurðarhúna á kyrr- stæðum og mannlausum bíl- um. Maðurinn fannst ekki við eftirgrennslan lögreglu. -kgk Aðstoð við búfjárrekstur HVALFJSV: Verkefni lög- reglu eru af ýmsum toga. Síð- astliðinn sunnudag var bókað í dagbók lögreglu að hún hefði aðstoðað við búfjárrekstur. Lögregla lokaði þá Akrafjalls- vegi rétt á meðan sauðfé var smalað yfir veginn í hádeginu. -kgk Alltaf í þjálfun VESTURLAND: Lögreglu- menn á Vesturlandi hafa und- anfarið verið í skotvopna- þjálfun og þurfa að henni lok- inni að þreyta próf, en lög- reglumenn þurfa próf á bæði skammbyssu og langvopn. Auk þess hafa lögreglumenn verið við handtökuæfingar. Að sögn aðstoðaryfirlögreglu- þjóns eru lögreglumenn um- dæmisins í stöðugri þjálfun, allt árið um kring, að frátöld- um sumarmánuðum. Fram- undan er síðan tveggja daga námskeið allra útivinnandi lögreglumanna umdæmisins hjá Mennta- og starfsþróunar- seti lögreglu (MSL). -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 19.-25. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 10.550 Mestur afli: Ebbi AK: 7.258 kg í einum róðri. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 243.054 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.170 kg í einni löndun. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 63.807 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 12.695 kg í tveimur róðr- um. Rif: 6 bátar. Heildarlöndun: 62.134 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 18.649 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 116.059 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 70.760 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Þórsnes SH - STY: 70.760 kg. 21. október. 2. Hringur SH - GRU: 68.170 kg. 23. október. 3. Runólfur SH - GRU: 60.048 kg. 21. október. 4. Sigurborg SH - GRU: 59.865 kg. 23. október. 5. Farsæll SH - GRU: 54.971 kg. 23. október. -kgk Óhöpp í hálkunni VESTURLAND: Þrjú um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi á mánudagsmorgun vegna hálku. Klukkan 7:00 að morgni varð árekstur á gatnamótum Esjubrautar og Vogabrautar á Akranesi þar sem tveir bílar lentu saman. Önnur bifreið- in rann í hálku og á hina. Allir sem í bílunum voru reyndust vera spenntir í bílbelti og eng- inn hlaut skaða af. Klukkan 8:00 varð annað óhapp þegar ökumaður á Akranesi missti stjórn á bíl sínum í glæra- hálku með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn skemmdist. Ljósastaur- inn er skakkur og var Orku- veitan látin vita af því. Aðeins sex mínútum síðar barst lög- reglu tilkynning um árekstur á gatnamótum Grundargötu og Hrannarstígar í Grundar- firði. Varð sá árekstur sömu- leiðis vegna þess að ökumað- ur gat ekki stöðvað bifreið sína vegna hálku. Áreksturinn var ekki harður og fólkið í bíl- unum slapp með minnihátt- ar meiðsli, að sögn lögreglu. -kgk Grjóthrun úr Múlafjalli HVALFJSV: Á slaginu 7:00 í gærmorgun hringdi veg- farandi í neyðarlínu og til- kynnti um grjóthrun á Hval- fjarðarvegi. Hafði grjót hrun- ið úr Múlafjalli nálægt botnsá og voru stærstu steinarnir á veginum á stærð við fótbolta. Vegagerðin var upplýst um málið og sendi mannskap á vettvang til að hreinsa grjótið af veginum. -kgk Skemmdur Skátaskáli SKORRADALUR: Tilkynnt var um innbrot í Skátaskál- ann í Skorradal um kaffileytið á sunnudag. Rúða hafði verið brotin og átt við stormjárn á öðrum glugga. Engu var stolið úr skálanum en lögregla telur ljóst að einhver hafi farið inn í skálann þó ekkert hafi verið tekið. Engin för sáust í snjón- um fyrir utan skálann við eft- irgrennslan lögreglu. Af þeim sökum telur lögregla að inn- brotið hafi ekki verið framið á sunnudag, heldur sé lengra síðan. -kgk Sá ekki út BORGARNES: Lögregla hafði afskipti af ökumanni í borgarnesi síðastliðinn laug- ardag. Sá hafði ekki skafið nægilega vel af rúðunni sinni og ók því með skert útsýni. Ökumanninum var gert að greiða 20 þús. króna sekt fyrir athæfið. -kgk Tjón og afstunga DALABYGGÐ: bakkað var á bifreið í búðardal síðdegis á föstudag og sá sem það gerði lét sig síðan hverfa af vett- vangi. Lögreglu tókst að hafa upp á þeim sem bakkaði bíln- um. Sá taldi sig ekki hafa vald- ið neinu tjóni og hafi því ekið á brott. -kgk Leiksólinn Akrasel á Akranesi sótti nýverið um ERASMUS+ styrk ásamt skólum í sex öðrum löndum; Noregi, Ítalíu, búlgar- íu, Grikklandi, Tyrklandi og Pól- landi. Styrkurinn fékkst og fer leikskólinn með forystu í verk- efninu sem ber heitið Wonders of waist (WOW). „Áherslur í verk- efninu eru umhverfismennt, end- urvinnsla, endurnýting og fleira. Akrasel er grænfánaleikskóli og er verkefnið sniðið að umhverf- isstarfi með börnunum og aðal áherslan lögð á umhverfismennt,“ segir Anney Ágústsdóttir, leik- skólastjóri í Akraseli, og bætir því við að hver og einn þátttökuskóli flétti sínum áherslum inn í verk- efnið. „Leikskólinn Akrasel mun bæta við áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og reyna að leggja áherslu á góða umgengni við umhverfið og samfélagið allt. Allar þátttökuþjóðirnar sem ekki hafa grænfána hafa skuldbund- ið sig að sækja um hann samhliða þessu verkefni.“ Áhersla á endurnýtingu og að minnka rusl Verkefnið hófst formlega vikuna 21. – 24. október með upphafs- fundi í Akraseli þar sem fulltrúar allra ofangreindra þátttökuþjóða mættu. „Þar var verkefnum skipt niður og sett saman tímaáætlun. Næsti fundur verður í Konin í Pól- landi. Allir þátttökuskólarnir ætla að fara yfir efni sem notuð eru dag- lega og skilgreina hvað sé endur- vinnanlegt og hvað ekki, hvaða efni eru lífræn, náttúruleg og umhverf- isvæn og hver ekki. Þá settu allir niður lista yfir efni sem á að reyna að minnka í umhverfinu,“ segir An- ney. „Akrasel ætlar m.a. að reyna að minnka notkun á bleium, papp- írshandþurrkum og blautþurrk- um og leggja áherslu á að nýta all- an mat og molta það sem ekki er notað.“ Í Akraseli hefur lífrænn út- gangur verið jarðgerður/moltaður frá opnun skólans árið 2008. „Sú vinna heldur áfram og ormarnir okkar verða settir í öndvegi í þess- ari vinnu. Ormamolta er afurð sem verður til þegar ánamaðkar (hau- gormar) eru notaðir til að brjóta niður lífrænar leifar. Þetta er fljót- legasta leiðin til að breyta lífrænum úrgangi í nýtanlega næringu fyr- ir plönturæktun t.d. matjurta- eða blómarækt,“ segir Anney. arg/ Ljósm. aðsendar. Eins og margir vita halda draug- ar til á byggðasafninu í Görðum á Akranesi og af því tilefni verður há- tíðin Veturnætur haldin þar (fyrir þá sem þora) í þriðja skipti fimmtu- daginn 31. október frá klukk- an 19:30-21:30. „Þetta er ævaforn skandinavísk hátíð sem fáir þekkja þó í dag, svo þetta er eiginlega líka smá skemmtimenntun í boði okk- ar þar sem við ætlum að fræða gesti um hátíðina,“ segir Sigríður Lína Daníelsdóttir í samtali við Skessu- horn. Hátíðin var haldin á Íslandi fyrir þúsund árum og var þessi dag- ur eiginlega eins og áramót þess tíma. „Á þessum tíma var til dæm- is mikið um brúðkaup og alls kon- ar viðburði en þá taldi fólk tímann í vetrum og nóttum og þaðan kemur nafn hátíðarinnar. Þessi viðburður og samskonar viðburður á Írlandi, sem nefnist Samhain, eru í raun grunnurinn af hrekkjavökunni sem við þekkjum flest, en það eru ekki margir sem vita það. Hrekkjavakan á því í raun rætur hingað til Íslands og Írlands. Það er því við hæfi að halda hátíðina hér á Akranesi,“ seg- ir Sigríður. Þetta kvöld verður byggðasafn- inu breytt í draugahús, slökkt verð- ur á ljósum, nema örfáar útvaldar ljóstírur fá að loga. Það verða á ferðinn afturgöngur og ýmsar hræðilegar verur sem hugrökk- um gæti þótt gaman að rekast á. „Við bjóðum fólki til okkar í tvær klukkustundir að ganga um drauga- húsið og verðum við með frítt sæl- gæti og auðvitað frítt inn líka,“ segir Sigríður en hún stendur fyrir hátíð- inni ásamt Auði Líndal. „Við erum í raun tvær að standa fyrir þessu og höfum fengið til liðs við okkur krakka úr Grundaskóla og nokkra vini og vandamenn í bænum. Þetta er í raun samfélagsverkefni og boð- skapurinn er að það þarf ekki að kosta mikið að setja saman eitthvað svona til að brjóta upp hversdags- leikann,“ segir Sigríður og hvetur alla sem hafa hugrekki til að koma. Þá er mælt með því að viðkvæmar sálir og börn yngri en 12 ára hafi einhvern eldri og hugrakkari með í för. arg Veturnætur á síðasta ári. Ljósm. Myndsmiðjan. Veturnætur á Byggðasafninu á fimmtudaginn Það er margt fallegt sem náttúran hefur uppá að bjóða. Akrasel leiðir verkefni um umhverfisvernd Krakkar úr Akraseli í leik í Skógrækt- inni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.